Handbolti

Ísland eina liðið á EM sem er betra manni færri en manni fleiri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson reynir skot á mótinu.
Guðjón Valur Sigurðsson reynir skot á mótinu. Vísir/Ernir
Íslenska landsliðið í handbolta er á heimleið frá EM eftir aðeins þrjá leiki og ein af ástæðunum er örugglega hversu illa liðinu gekk að nýta sér það þegar liðið var manni fleiri inn á vellinum.

Í tapinu á móti Serbíu nýttu íslensku strákarnir aðeins 1 af 5 sóknum sínum manni færri. Það þýðir að sóknarnýting íslenska liðsins manni fleiri á mótinu var aðeins 36 prósent. Engin önnur þjóð á EM var undir 42 prósentum.

Það sem stingur kannski enn meira í augun er sú staðreynd að það gekk betur hjá íslenska liðinu þegar liðið var manni færri en þegar liðið var manni fleiri.

Íslenska liðið nýtti 43 prósent sókna sinna manni færri eða sjö prósentum betur en þegar liðið var í yfirtölu.

Hvað veldur er kannski erfitt að meta en þetta snýr örugglega að ákvörðunartöku leikmanna sem var ekki nógu góð þegar liðið var í yfirtölu. Óskynsemi og einbeitingarleysi koma líka örugglega við sögu.



Sóknarnýting Íslands á EM í Króatíu 2018 (Tölfræði mótshaldara):

Sjö á móti sjö: 51 prósent (66 mörk í 129 sóknum)

Ísland manni fleiri: 36 prósent (5 mörk í 14 sóknum)

Ísland manni færri: 43 prósent (3 mörk í 7 sóknum)

Versta sóknarnýting liða manni fleiri á EM 2018 (Tölfræði mótshaldara):

16. Ísland 36 prósent (5 mörk í 14 sóknum)

15. Serbía 43 prósent (10 mörk í 23 sóknum)

14. Hvíta-Rússland 47 prósent (8 mörk í 17 sóknum)

13. Svartfjallaland 53 prósent (10 mörk í 19 sóknum)

12. Tékkland 63 prósent (5 mörk í 8 sóknum)


Tengdar fréttir

Skýrsla Henrys: Sturtuðu EM ofan í klósettið

Strákarnir okkar eru á heimleið eftir hörmungarkvöld í Split. Okkar menn töpuðu fyrir Serbíu, 29-26. Þriggja marka tapið hefði komið Íslandi áfram ef Króatía hefði unnið Svíþjóð. Af því varð ekki því Svíarnir voru frábærir í kvöld og pökkuðu heimamönnum saman.

Heimför eftir hræðilegan lokakafla

Íslenska handboltalandsliðið kastaði frá sér unnum leik gegn Serbíu í gær og er úr leik á EM í Króatíu. Íslendingar voru í góðri stöðu þegar skammt var eftir en spiluðu rassinn úr buxunum á ögurstundu.

Geir: Boltinn er hjá HSÍ

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM.

Aron Pálmars með langflesta tapaða bolta á EM

Íslenska handboltalandsliðið er á heimleið frá EM í Króatíu eftir að allt fór á versta veg í lokaumferð riðlakeppninnar. Töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir á endanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×