Þetta sagði Guðjón Valur í viðtalinu sem stuðaði svo marga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Guðjón Valur Sigurðsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Serbíu í gær en úrslitin þýða að íslenska liðið er á leiðinni heim. Viðtalið við landsliðsfyrirliðann á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell talaði þá um að strákarnir ætluðu að bjóða þjóðinni upp á spennu fram á kvöld. „Já, okkur sjálfum og áhorfendum og öllum. Við vonum það besta, að Króatarnir vinni og þá erum við áfram með tvö stig. Þá er eins og þetta hafi aldrei gerst,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón Valur. Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV talað um viðtalið þegar var skipt aftur á þá í myndverinu eftir viðtalið við Guðjón Val. „Þetta var mjög einkennilegt viðtal, verða ég að segja,“ sagði Logi og Snorri Steinn Guðjónsson hló við hlið hans. „Þetta var dass af geðshræringu og þetta er eitthvað tilfinningaviðtal,“ sagði Logi en það má sjá viðtalið við Guðjón Val Sigurðsson hér fyrir neðan.Alltaf skal þetta enda svona - Viðtal við Guðjón Val eftir leik Íslands og Serbíu fyrr í dag.https://t.co/0X8ghpLDBq — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 16, 2018 EM 2018 í handbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Serbíu í gær en úrslitin þýða að íslenska liðið er á leiðinni heim. Viðtalið við landsliðsfyrirliðann á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell talaði þá um að strákarnir ætluðu að bjóða þjóðinni upp á spennu fram á kvöld. „Já, okkur sjálfum og áhorfendum og öllum. Við vonum það besta, að Króatarnir vinni og þá erum við áfram með tvö stig. Þá er eins og þetta hafi aldrei gerst,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón Valur. Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV talað um viðtalið þegar var skipt aftur á þá í myndverinu eftir viðtalið við Guðjón Val. „Þetta var mjög einkennilegt viðtal, verða ég að segja,“ sagði Logi og Snorri Steinn Guðjónsson hló við hlið hans. „Þetta var dass af geðshræringu og þetta er eitthvað tilfinningaviðtal,“ sagði Logi en það má sjá viðtalið við Guðjón Val Sigurðsson hér fyrir neðan.Alltaf skal þetta enda svona - Viðtal við Guðjón Val eftir leik Íslands og Serbíu fyrr í dag.https://t.co/0X8ghpLDBq — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 16, 2018
EM 2018 í handbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira