Geir: Boltinn er hjá HSÍ Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 16. janúar 2018 22:45 Geir veit ekki hvort hann verður áfram landsliðsþjálfari. vísir/epa Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM. Við hittum á Geir á hóteli landsliðsins í kvöld eftir að ljóst var að Ísland hefði lokið keppni á EM þetta árið. „Þessu ævintýri er að ljúka viku of snemma. Markmiðið var alltaf að komast til Zagreb í milliriðil. Þetta byrjaði vel gegn Svíum og sá sigur gaf góð fyrirheit um framhaldið. Von um að fara með tvö stig í milliriðil. Því miður er þetta fljótt að breytast. Þetta er niðurstaðan og ég er mjög svekktur með hana,“ segir Geir en hans menn geta engu öðru um kennt en sjálfum sér. „Það eru við sem berum ábyrgð og leggjum þetta upp. Þetta er niðurstaðan og ég er ekki sáttur. Ég hef átt gott spjall við hópinn og hef fengið gott fóður frá þeim til þess að vinna með. Næstu dagar fara í að gera þetta upp. Þegar illa gengur kemur efni sem maður getur mikið lært af. Það er ætlunin að læra af þessu.“ Það var margt gott í leik íslenska liðsins og líka margt sem miður fór. Hvað fannst þjálfaranum? „Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að það eru slæmir kaflar í þeim. Þeir eru mislangir. Einn stuttur kafli til að mynda á móti Svíum breytti miklu í þeim leik,“ segir þjálfarinn en íslenska liðið virtist fara á taugum í kvöld og ekki höndla pressuna. Andlega hliðin er eitthvað sem þarf að skoða segir Geir. „Það er klárlega þáttur sem þarf að skoða og ég ræddi um það við drengina. Hvernig leið okkur á þessum mínútum og almennt í leiknum sem og fyrir leik. Það er pottþétt einn anginn af þessu.“ Eins og áður segir er Geir að verða samningslaus en vill hann halda áfram að þjálfa liðið? „Ég lýsti því yfir síðasta sumar að ég hefði áhuga á að halda áfram með liðið. Núna er boltinn hjá HSÍ og við verðum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Geir en er hann bjartsýnn á að fá samningstilboð frá sambandinu? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Mínar vangaveltur á þessari stundu hafa nær eingöngu beinst að átta mig á kjarna málsins. Út frá þessum þremur leikjum og hvað hefði verið hægt að gera betur.“ Ekki náðist í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöld til að spyrja hann út í stöðu þjálfaramála. EM 2018 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM. Við hittum á Geir á hóteli landsliðsins í kvöld eftir að ljóst var að Ísland hefði lokið keppni á EM þetta árið. „Þessu ævintýri er að ljúka viku of snemma. Markmiðið var alltaf að komast til Zagreb í milliriðil. Þetta byrjaði vel gegn Svíum og sá sigur gaf góð fyrirheit um framhaldið. Von um að fara með tvö stig í milliriðil. Því miður er þetta fljótt að breytast. Þetta er niðurstaðan og ég er mjög svekktur með hana,“ segir Geir en hans menn geta engu öðru um kennt en sjálfum sér. „Það eru við sem berum ábyrgð og leggjum þetta upp. Þetta er niðurstaðan og ég er ekki sáttur. Ég hef átt gott spjall við hópinn og hef fengið gott fóður frá þeim til þess að vinna með. Næstu dagar fara í að gera þetta upp. Þegar illa gengur kemur efni sem maður getur mikið lært af. Það er ætlunin að læra af þessu.“ Það var margt gott í leik íslenska liðsins og líka margt sem miður fór. Hvað fannst þjálfaranum? „Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að það eru slæmir kaflar í þeim. Þeir eru mislangir. Einn stuttur kafli til að mynda á móti Svíum breytti miklu í þeim leik,“ segir þjálfarinn en íslenska liðið virtist fara á taugum í kvöld og ekki höndla pressuna. Andlega hliðin er eitthvað sem þarf að skoða segir Geir. „Það er klárlega þáttur sem þarf að skoða og ég ræddi um það við drengina. Hvernig leið okkur á þessum mínútum og almennt í leiknum sem og fyrir leik. Það er pottþétt einn anginn af þessu.“ Eins og áður segir er Geir að verða samningslaus en vill hann halda áfram að þjálfa liðið? „Ég lýsti því yfir síðasta sumar að ég hefði áhuga á að halda áfram með liðið. Núna er boltinn hjá HSÍ og við verðum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Geir en er hann bjartsýnn á að fá samningstilboð frá sambandinu? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Mínar vangaveltur á þessari stundu hafa nær eingöngu beinst að átta mig á kjarna málsins. Út frá þessum þremur leikjum og hvað hefði verið hægt að gera betur.“ Ekki náðist í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöld til að spyrja hann út í stöðu þjálfaramála.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira