Heimför eftir hræðilegan lokakafla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér eitt átta marka sinna gegn Serbum. vísir/ernir Annað Evrópumótið í röð komst íslenska karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr sínum riðli á mótinu. Að þessu sinni voru Íslendingar í dauðafæri til að fara áfram með tvö stig í milliriðil. Eina sem þurfti var að ná í stig gegn Serbum. Og þegar 12 mínútur voru eftir benti fátt til annars enda staðan 23-20, Íslandi í vil. Þá tók við einn lélegasti kafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu á síðustu árum. Reyndustu leikmenn þess gerðu hverja skyssuna á fætur annarri í sókninni á meðan Serbar skoruðu að vild. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur á síðustu 12 mínútunum og fengu tækifæri í lokasókninni til að vinna fjögurra marka sigur sem hefði fellt Íslendinga úr leik. Björgvin Páll Gústavsson hélt hins vegar lífi í vonum Íslands með því að verja skot Petars Nenadic. Íslendingar þurftu að treysta á að Króatar ynnu Svía til að komast í milliriðil. Það gerðist ekki. Sænska liðið vann öruggan sigur á heimamönnum og fór með fjögur stig inn í milliriðil. Og sendi það íslenska heim í leiðinni. Vonbrigðin eru mikil, sérstaklega eftir sigurinn góða á Svíum í fyrsta leik. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir heimamönnum, Króötum, og þrátt fyrir það tap voru Íslendingar í góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Hann var jafn í fyrri hálfleik þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru mikinn. Fyrirliðinn skoraði sex mörk og herbergisfélagi hans varði 10 skot í markinu. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði góðum tökum á leiknum, komst mest fjórum mörkum yfir og fékk tækifæri til að ná enn meiri forystu. Þrátt fyrir of marga tapaða bolta og dauðafæri sem fóru forgörðum voru Íslendingar í góðri stöðu, þremur mörkum yfir, þegar 12 mínútur voru eftir. En þessu íslenska liði virðist ekki líða vel þegar það er með forystu. Það sást á HM í fyrra og aftur núna á EM. Það er mikið áhyggjuefni. Lokakafli leiksins var átakanlega lélegur af Íslands hálfu. Vörnin var eins og vængjahurð, galopin og gisin, og ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn. Tapaðir boltar voru alltof margir í gær (10) eins og í hinum tveimur leikjunum á EM. Það var vandamál á HM í fyrra og er enn vandamál. Íslenska liðið klúðraði fimm af síðustu sex skotum sínum og það serbneska tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 26-29, Serbíu í vil, og þátttöku Íslands á EM er því lokið. EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Annað Evrópumótið í röð komst íslenska karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr sínum riðli á mótinu. Að þessu sinni voru Íslendingar í dauðafæri til að fara áfram með tvö stig í milliriðil. Eina sem þurfti var að ná í stig gegn Serbum. Og þegar 12 mínútur voru eftir benti fátt til annars enda staðan 23-20, Íslandi í vil. Þá tók við einn lélegasti kafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu á síðustu árum. Reyndustu leikmenn þess gerðu hverja skyssuna á fætur annarri í sókninni á meðan Serbar skoruðu að vild. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur á síðustu 12 mínútunum og fengu tækifæri í lokasókninni til að vinna fjögurra marka sigur sem hefði fellt Íslendinga úr leik. Björgvin Páll Gústavsson hélt hins vegar lífi í vonum Íslands með því að verja skot Petars Nenadic. Íslendingar þurftu að treysta á að Króatar ynnu Svía til að komast í milliriðil. Það gerðist ekki. Sænska liðið vann öruggan sigur á heimamönnum og fór með fjögur stig inn í milliriðil. Og sendi það íslenska heim í leiðinni. Vonbrigðin eru mikil, sérstaklega eftir sigurinn góða á Svíum í fyrsta leik. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir heimamönnum, Króötum, og þrátt fyrir það tap voru Íslendingar í góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Hann var jafn í fyrri hálfleik þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru mikinn. Fyrirliðinn skoraði sex mörk og herbergisfélagi hans varði 10 skot í markinu. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði góðum tökum á leiknum, komst mest fjórum mörkum yfir og fékk tækifæri til að ná enn meiri forystu. Þrátt fyrir of marga tapaða bolta og dauðafæri sem fóru forgörðum voru Íslendingar í góðri stöðu, þremur mörkum yfir, þegar 12 mínútur voru eftir. En þessu íslenska liði virðist ekki líða vel þegar það er með forystu. Það sást á HM í fyrra og aftur núna á EM. Það er mikið áhyggjuefni. Lokakafli leiksins var átakanlega lélegur af Íslands hálfu. Vörnin var eins og vængjahurð, galopin og gisin, og ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn. Tapaðir boltar voru alltof margir í gær (10) eins og í hinum tveimur leikjunum á EM. Það var vandamál á HM í fyrra og er enn vandamál. Íslenska liðið klúðraði fimm af síðustu sex skotum sínum og það serbneska tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 26-29, Serbíu í vil, og þátttöku Íslands á EM er því lokið.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira