Patrekur Jóhannesson er úr leik á Evrópumótinu í handbolta eftir stórtap gegn Noregi í síðasta leik B-riðils.
Austurríkismenn voru án sigurs fyrir leikinn og þurftu að vinna Noreg til þess að eiga möguleika á því að fara áfram í milliriðil.
Leikurinn byrjaði rétt fyrir þá austurrísku, Vytautas Ziura skoraði fyrsta mark leiksins og kom þeim í 1-0. Sú forysta enntist þó ekki lengi, fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-2 fyrir Norðmönnum.
Eftir það sáu Austurríkismenn ekki til sólar. Hægt og rólega fóru Norðmenn lengra fram úr þeim og komust mest sjö mörkum yfir í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 18-14 fyrir Norðmenn.
Seinni hálfleikurinn var svo bara áframhald af því sama. Forysta Norðmanna var nokkuð örugglega í kringum fimm mörkin framan af og svo undir lokin gerðu þeir út um leikinn. Lokatölur urðu 39-28, ellefu marka sigur hjá Noregi.
Það verða því Norðmenn, Hvít-Rússar og Frakkar sem fara með Svíum, Króötum og Serbum í milliriðil.
Patrekur á leiðinni heim eftir stórtap gegn Noregi
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn