Markvissar aðgerðir nauðsynlegar til að draga úr plastmengun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2018 21:00 Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast. Guðfinnur Sigurvinsson lauk nýverið við meistararitgerð sína í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu, sem nefnist „Plastmengun í hafi: Hvað er til ráða?“ Hann komst að því að stjórnvöld hér á landi verði að fara í markvissari aðgerðir til að bregðast við plastmengun. Þá þurfi meiri samhæfingu innan stjórnsýslunnar. „Það eru margir að gera margt mjög gott. Allskonar framtak í gangi, bæði hjá hinu opinbera, fyrirtækjum og grasrótarsamtökum, en fólk er ekki að tala nógu mikið saman og þar af leiðandi verða allar aðgerðir ómarkvissar,“ segir Guðfinnur. Þannig sé mikilvægt að búa til ákveðinn samhæfingarvettvang. „Og ég legg það til að það sé þá einhver ein stofnun sem kemur til með að leiða slíkt samstarf,“ segir Guðfinnur. Þá vanti íslenskar rannsóknir um plastmengun í hafi en plast í sjónum umhverfis Ísland hefur verið rannsakað afar lítið. „Við erum bara að álykta út frá alþjóðlegum rannsóknum og það í raun segir okkur ekkert um hvað við þurfum að gera. Þrátt fyrir það að við vitum auðvitað að uppsprettur plasts eru til dæmis frá skólpi og fjórðungur landsmanna býr við óhreinsað skólp. Það er auðvitað óásættanlegt. Þaðan kemst örplastið beina leið út í hafið,“ segir Guðfinnur. Þá þurfi stjórnvöld að auka upplýsingagjöf um áhrif plastnotkunar til almennings og setja reglur sem banna innflutning á vörum sem innihalda örplast. „Nú eru til dæmis Bretar að banna eyrnapinna með bláum plaststöngum. Þetta er klárt dæmi um plastsóun. Þetta er einnota plast, frekar einhæfur tilgangur sem tekur stutta stund og þetta endar ýmist óflokkað í ruslinu eða í klósettinu en við sáum það þegar skólphreinsimálið kom upp í Faxaskjóli í sumar, þá voru svona stangir um alla fjöruna,“ segir Guðfinnur. Guðfinnur segir að þetta sé mikið hagsmunamál. Ekki síst fyrir sjávarútvegsþjóð eins og Íslendinga. „Allar spár vísindamanna benda til þess að árið 2050 verði meira plast í hafinu en sjávarfangi eða fiskum. Það er 2018 núna. Við höfum bara skamman tíma til að bregðast við þessu en við erum að gera það alltof hægt,“ segir Guðfinnur. Umhverfismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast. Guðfinnur Sigurvinsson lauk nýverið við meistararitgerð sína í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu, sem nefnist „Plastmengun í hafi: Hvað er til ráða?“ Hann komst að því að stjórnvöld hér á landi verði að fara í markvissari aðgerðir til að bregðast við plastmengun. Þá þurfi meiri samhæfingu innan stjórnsýslunnar. „Það eru margir að gera margt mjög gott. Allskonar framtak í gangi, bæði hjá hinu opinbera, fyrirtækjum og grasrótarsamtökum, en fólk er ekki að tala nógu mikið saman og þar af leiðandi verða allar aðgerðir ómarkvissar,“ segir Guðfinnur. Þannig sé mikilvægt að búa til ákveðinn samhæfingarvettvang. „Og ég legg það til að það sé þá einhver ein stofnun sem kemur til með að leiða slíkt samstarf,“ segir Guðfinnur. Þá vanti íslenskar rannsóknir um plastmengun í hafi en plast í sjónum umhverfis Ísland hefur verið rannsakað afar lítið. „Við erum bara að álykta út frá alþjóðlegum rannsóknum og það í raun segir okkur ekkert um hvað við þurfum að gera. Þrátt fyrir það að við vitum auðvitað að uppsprettur plasts eru til dæmis frá skólpi og fjórðungur landsmanna býr við óhreinsað skólp. Það er auðvitað óásættanlegt. Þaðan kemst örplastið beina leið út í hafið,“ segir Guðfinnur. Þá þurfi stjórnvöld að auka upplýsingagjöf um áhrif plastnotkunar til almennings og setja reglur sem banna innflutning á vörum sem innihalda örplast. „Nú eru til dæmis Bretar að banna eyrnapinna með bláum plaststöngum. Þetta er klárt dæmi um plastsóun. Þetta er einnota plast, frekar einhæfur tilgangur sem tekur stutta stund og þetta endar ýmist óflokkað í ruslinu eða í klósettinu en við sáum það þegar skólphreinsimálið kom upp í Faxaskjóli í sumar, þá voru svona stangir um alla fjöruna,“ segir Guðfinnur. Guðfinnur segir að þetta sé mikið hagsmunamál. Ekki síst fyrir sjávarútvegsþjóð eins og Íslendinga. „Allar spár vísindamanna benda til þess að árið 2050 verði meira plast í hafinu en sjávarfangi eða fiskum. Það er 2018 núna. Við höfum bara skamman tíma til að bregðast við þessu en við erum að gera það alltof hægt,“ segir Guðfinnur.
Umhverfismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira