Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. janúar 2018 18:45 Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia Vísir/Vilhelm Gunnarsson Komi ekki meira fjármagn til reksturs innanlandsflugvalla á næstu þremur árum frá hinu opinbera gæti þurft að fækka þeim þar sem erfitt gæti reynst að uppfylla öryggiskröfur þeirra. Fjármagn hefur verið skorið niður á hverju ári síðustu ár og er langt undir viðurkenndum mörkum. Þetta kom fram á málþingi sem Isavia stóð fyrir í dag um framtíð innanlandsflugs á Íslandi í dag en þróunin hefur verið frekar neikvæð sé horft til farþegaaukningar um flugvelli landsins síðustu tuttugu ár. Fjölgun íbúa og fjölgun erlendra ferðamanna sést ekki í aukinni eftirspurn í innanlandsflugi. „Þeim hefur fjölgað aftur síðustu fimm sex ár, en þetta er búið að vera mjög sveiflukennt ef þú tekur síðustu tuttugu ár, þá hefur þróunin verið frekar neikvæð og svona eiginlega flöt lína,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Farþegar í innanlandsflugi voru rúmlega 817.000 á síðasta ári samanborið við rúmlega milljón árið 2007 þegar best lét. Íslendingar eru ekki nægilega duglegir að nýta sér innanlandsflug og segir Jón Karl að auka þarf niðurgreiðslu af hendi ríkisins til notenda. „Menn hafa verið að ræða leiðir eins og skosku leiðina en niðurgreiðslu að hálfu ríkisins beint til notenda. En allt er þetta hluti af því sem við viljum gjarnan að verði rætt á næstu vikum og mánuðum,“ segir Jón Karl. Þyrfti að viðurkenna innanlandsflugið sem almenningssamgöngur? „Það er alveg augljóst það sem við teljum að þurfi að gera,“ segir Jón Karl. Jón Karl segir að stjórnvöld þurfi að fara marka sér stefnu í innanlandsflugi því á næstu misserum þurfi að taka mikilvægar ákvarðanir. Á síðustu árum hefur hefur fjármagn verið skorið niður árlega og sé það langt undir viðurkenndum mörkum. „Við höfum haldið því fram að kerfið sé komið að þolmörkum. Það hefur verið dregið saman fjármagn sem hefur verið lagt í viðhald og uppbyggingu. Nýframkvæmdir eru litlar sem engar og það er að koma að því núna að menn þurfa að fara ákveða sig hvort þeir ætli að halda flugkerfinu eins og það er gangandi áfram eða hvort það þurfi að fara velja hvaða staðir verða áfram því það verður ekki haldið áfram á sömu braut,“ segir Jón Karl. Á næstu þremur til fimm árum er komið að mikilli endurnýjun og viðhaldi á flestum flugvöllum landsins Gert er ráð fyrir tæplega tveimur milljörðum í rekstur flugvalla á árinu 2018 og þar af fara aðeins um 270 milljónir í viðhald flugvalla. Ekki er gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum í þessum tölum.Hvað gerist ef ekki fæst meira fjármagn frá hinum opinbera til reksturs flugvallanna?„Við höfum sagt bara einfaldlega það að þá er bara komið að því að velja og forgangsraða hvaða vellir það bara einfaldlega að loka,“ segir Jón Karl. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Komi ekki meira fjármagn til reksturs innanlandsflugvalla á næstu þremur árum frá hinu opinbera gæti þurft að fækka þeim þar sem erfitt gæti reynst að uppfylla öryggiskröfur þeirra. Fjármagn hefur verið skorið niður á hverju ári síðustu ár og er langt undir viðurkenndum mörkum. Þetta kom fram á málþingi sem Isavia stóð fyrir í dag um framtíð innanlandsflugs á Íslandi í dag en þróunin hefur verið frekar neikvæð sé horft til farþegaaukningar um flugvelli landsins síðustu tuttugu ár. Fjölgun íbúa og fjölgun erlendra ferðamanna sést ekki í aukinni eftirspurn í innanlandsflugi. „Þeim hefur fjölgað aftur síðustu fimm sex ár, en þetta er búið að vera mjög sveiflukennt ef þú tekur síðustu tuttugu ár, þá hefur þróunin verið frekar neikvæð og svona eiginlega flöt lína,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Farþegar í innanlandsflugi voru rúmlega 817.000 á síðasta ári samanborið við rúmlega milljón árið 2007 þegar best lét. Íslendingar eru ekki nægilega duglegir að nýta sér innanlandsflug og segir Jón Karl að auka þarf niðurgreiðslu af hendi ríkisins til notenda. „Menn hafa verið að ræða leiðir eins og skosku leiðina en niðurgreiðslu að hálfu ríkisins beint til notenda. En allt er þetta hluti af því sem við viljum gjarnan að verði rætt á næstu vikum og mánuðum,“ segir Jón Karl. Þyrfti að viðurkenna innanlandsflugið sem almenningssamgöngur? „Það er alveg augljóst það sem við teljum að þurfi að gera,“ segir Jón Karl. Jón Karl segir að stjórnvöld þurfi að fara marka sér stefnu í innanlandsflugi því á næstu misserum þurfi að taka mikilvægar ákvarðanir. Á síðustu árum hefur hefur fjármagn verið skorið niður árlega og sé það langt undir viðurkenndum mörkum. „Við höfum haldið því fram að kerfið sé komið að þolmörkum. Það hefur verið dregið saman fjármagn sem hefur verið lagt í viðhald og uppbyggingu. Nýframkvæmdir eru litlar sem engar og það er að koma að því núna að menn þurfa að fara ákveða sig hvort þeir ætli að halda flugkerfinu eins og það er gangandi áfram eða hvort það þurfi að fara velja hvaða staðir verða áfram því það verður ekki haldið áfram á sömu braut,“ segir Jón Karl. Á næstu þremur til fimm árum er komið að mikilli endurnýjun og viðhaldi á flestum flugvöllum landsins Gert er ráð fyrir tæplega tveimur milljörðum í rekstur flugvalla á árinu 2018 og þar af fara aðeins um 270 milljónir í viðhald flugvalla. Ekki er gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum í þessum tölum.Hvað gerist ef ekki fæst meira fjármagn frá hinum opinbera til reksturs flugvallanna?„Við höfum sagt bara einfaldlega það að þá er bara komið að því að velja og forgangsraða hvaða vellir það bara einfaldlega að loka,“ segir Jón Karl.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira