Slóvenar íhuga að draga lið sitt úr keppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2018 16:36 Landsliðsþjálfari Slóvena var æfur út í dómara leiksins. Vísir/Getty Til greina kemur að draga lið Slóveníu úr keppni á EM í handbolta. Þetta staðfesta forráðamenn liðsins við fjölmiðla í heimlandinu í dag en fjallað er um málið á vef handball-world.com. Goran Cvijic, framkvæmdastjóri handknattleikssamband Slóveníu, segir málið ná út fyrir öll mörk en eftir leikinn voru úrslitin kærð til aganefndar Handknattleikssambands Evrópu, EHF.Málið hefur verið tekið fyrir og var því vísað frá. Slóvenar hafa þó frest til kvöldsins til að áfrýja. Ákvörðun dómaranna byggir á reglugerðarbreytingu sem var kynnt til sögunnar árið 2016 en samkvæmt henni er óheimilt að stöðva hraðaupphlaup á síðustu 30 sekúndum leiksins. Slóvenar náðu að komast einu marki yfir gegn Þýskalandi, 25-24, þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Slóvenar brutu þó af sér að mati dómara eftir markið og komu í veg fyrir að Þjóðverjar gætu tekið hraða miðju. Eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur af atvikinu ákváðu dómarar leiksins að reka leikmann slóvenska liðsins af velli og dæma Þjóðverjum vítakast. Tobias Reichmann skoraði úr því og tryggði Þjóðverjum jafntefli. „Sambandið íhugar alvarlega að yfirgefa EM. Við erum þó meðvitaðir um hvaða áhrif sú ákvörðun getur haft á næstu kynslóðir,“ sagði Cvijic. Veselin Vujovic, landsliðsþjálfari Slóveníu, líkti lokasekúndum leiksins við sirkus. „Þeir náðu að gera íþróttina að sirkus. Af hverju ætti ég að vilja taka þátt í þessu,“ sagði hann. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu, en mikil spenna var í báðum leikjunum. 15. janúar 2018 18:56 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Til greina kemur að draga lið Slóveníu úr keppni á EM í handbolta. Þetta staðfesta forráðamenn liðsins við fjölmiðla í heimlandinu í dag en fjallað er um málið á vef handball-world.com. Goran Cvijic, framkvæmdastjóri handknattleikssamband Slóveníu, segir málið ná út fyrir öll mörk en eftir leikinn voru úrslitin kærð til aganefndar Handknattleikssambands Evrópu, EHF.Málið hefur verið tekið fyrir og var því vísað frá. Slóvenar hafa þó frest til kvöldsins til að áfrýja. Ákvörðun dómaranna byggir á reglugerðarbreytingu sem var kynnt til sögunnar árið 2016 en samkvæmt henni er óheimilt að stöðva hraðaupphlaup á síðustu 30 sekúndum leiksins. Slóvenar náðu að komast einu marki yfir gegn Þýskalandi, 25-24, þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Slóvenar brutu þó af sér að mati dómara eftir markið og komu í veg fyrir að Þjóðverjar gætu tekið hraða miðju. Eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur af atvikinu ákváðu dómarar leiksins að reka leikmann slóvenska liðsins af velli og dæma Þjóðverjum vítakast. Tobias Reichmann skoraði úr því og tryggði Þjóðverjum jafntefli. „Sambandið íhugar alvarlega að yfirgefa EM. Við erum þó meðvitaðir um hvaða áhrif sú ákvörðun getur haft á næstu kynslóðir,“ sagði Cvijic. Veselin Vujovic, landsliðsþjálfari Slóveníu, líkti lokasekúndum leiksins við sirkus. „Þeir náðu að gera íþróttina að sirkus. Af hverju ætti ég að vilja taka þátt í þessu,“ sagði hann.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu, en mikil spenna var í báðum leikjunum. 15. janúar 2018 18:56 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu, en mikil spenna var í báðum leikjunum. 15. janúar 2018 18:56