Skjótum ekki sendiboðann Sabine Leskopf skrifar 16. janúar 2018 15:37 Þegar Íslendingar í útlöndum eru spurðir hvers þeir sakna eða meta mest er vatnið oftast nefnt. Og einmitt núna er víst rétti tíminn fyrir okkur öll að vakna af værum blundi þeirrar sannfæringar að hreina loftið og hreina vatnið séu sjálfgefin og endalaust til af hvoru tveggja. Bæði umræðan um loftgæði eftir áramót og nú um mengun vatns hafa klárlega sýnt að svo er ekki og ábyrgð stjórnmálamanna sem og okkar allra er mikil og við megum engan tíma missa. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að setja rammann sem verndar umhverfið og bæta kerfin tengd því. En ein af aðalstoðum þess að standa vörð um almannahag og gæði lofts og vatns er virkt heilbrigðiseftirlit. Eftirlit er aldrei þakklátt starf – ef allt er í góðu lagi finnst öllum slíkt apparat meira og minna óþarfi, eftirlit sem fyrirtækin þurfa að borga fyrir eða setur starfsemi þeirra verulegar hömlur er ekki hagvæmt fyrir efnahag viðkomandi. Eftirlit sem setur skemmtanalífinu eða viðburðum, sem allir hlakka til, mörk vegna hávaðamengunar er ekki alltaf vinsælt. Og með eftirliti sem þarf að framfylgja ströngum gildandi reglugerðum eins og hundaeftirliti finnst mörgum beinlinis vegið að besta vini sínum. En við höfum séð, ekki síst á allra síðustu dögum, að eftirlitið sem gætir ýtrustu varúðar í þágu íbúa kann að vera óvinsælt en samt ómissandi með því að vakta, tilkynna frávik skv. gildandi mælikvörðum og gefa út leiðbeiningar ef ástæða er til samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mikið hefur einnig verið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna í einstökum tilfellum bæði núna og síðastliðið sumar og við höfum svo sannarlega brugðist við með því að stytta boðleiðir og auka samstarf við t.d. Veitur. En í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að þótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé rekstrarlega tengt Reykjavíkurborg er það algjörlega faglega sjálfstætt. Það verður kannski hvergi skýrara en þegar maður gerir sér grein fyrir að Heilbrigðiseftirlitið þarf að fylgjast með öllum stofnunum borgarinnar eins og skólum og leikskólum og þarf að geta gripið til íþyngjandi ráðstafana ef þess þarf. Þannig að þó að það sé mjög mikilvægt að stjórnmálamenn fylgist með eftirlitinu og taki t.d. þátt í umræðunni um málaflokkinn þá MÁ pólítíkin á sama tíma ekki fara gegn faglegu mat eftirlits um frávik, mati á umhverfisáhrifum, tilkynningaskyldu og ráðstöfunum. Og þó okkur öllum hafi brugðið við fréttirnar núna, þá vonandi eykst traust borgarbúa til þess að Heilbrigðiseftirlitið gæti ýtrustu varúðar og dregur ekkert undan þótt óþægilegt kunni að vera svo að neysluvatnið sem og loftið séu áfram það sem Íslendingar geta verið stoltir af.Höfundur er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar í útlöndum eru spurðir hvers þeir sakna eða meta mest er vatnið oftast nefnt. Og einmitt núna er víst rétti tíminn fyrir okkur öll að vakna af værum blundi þeirrar sannfæringar að hreina loftið og hreina vatnið séu sjálfgefin og endalaust til af hvoru tveggja. Bæði umræðan um loftgæði eftir áramót og nú um mengun vatns hafa klárlega sýnt að svo er ekki og ábyrgð stjórnmálamanna sem og okkar allra er mikil og við megum engan tíma missa. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að setja rammann sem verndar umhverfið og bæta kerfin tengd því. En ein af aðalstoðum þess að standa vörð um almannahag og gæði lofts og vatns er virkt heilbrigðiseftirlit. Eftirlit er aldrei þakklátt starf – ef allt er í góðu lagi finnst öllum slíkt apparat meira og minna óþarfi, eftirlit sem fyrirtækin þurfa að borga fyrir eða setur starfsemi þeirra verulegar hömlur er ekki hagvæmt fyrir efnahag viðkomandi. Eftirlit sem setur skemmtanalífinu eða viðburðum, sem allir hlakka til, mörk vegna hávaðamengunar er ekki alltaf vinsælt. Og með eftirliti sem þarf að framfylgja ströngum gildandi reglugerðum eins og hundaeftirliti finnst mörgum beinlinis vegið að besta vini sínum. En við höfum séð, ekki síst á allra síðustu dögum, að eftirlitið sem gætir ýtrustu varúðar í þágu íbúa kann að vera óvinsælt en samt ómissandi með því að vakta, tilkynna frávik skv. gildandi mælikvörðum og gefa út leiðbeiningar ef ástæða er til samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mikið hefur einnig verið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna í einstökum tilfellum bæði núna og síðastliðið sumar og við höfum svo sannarlega brugðist við með því að stytta boðleiðir og auka samstarf við t.d. Veitur. En í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að þótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé rekstrarlega tengt Reykjavíkurborg er það algjörlega faglega sjálfstætt. Það verður kannski hvergi skýrara en þegar maður gerir sér grein fyrir að Heilbrigðiseftirlitið þarf að fylgjast með öllum stofnunum borgarinnar eins og skólum og leikskólum og þarf að geta gripið til íþyngjandi ráðstafana ef þess þarf. Þannig að þó að það sé mjög mikilvægt að stjórnmálamenn fylgist með eftirlitinu og taki t.d. þátt í umræðunni um málaflokkinn þá MÁ pólítíkin á sama tíma ekki fara gegn faglegu mat eftirlits um frávik, mati á umhverfisáhrifum, tilkynningaskyldu og ráðstöfunum. Og þó okkur öllum hafi brugðið við fréttirnar núna, þá vonandi eykst traust borgarbúa til þess að Heilbrigðiseftirlitið gæti ýtrustu varúðar og dregur ekkert undan þótt óþægilegt kunni að vera svo að neysluvatnið sem og loftið séu áfram það sem Íslendingar geta verið stoltir af.Höfundur er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun