Handbolti

Íslensku strákarnir næstverstir á EM að spila manni fleiri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska liðið þarf að gera betur manni fleiri.
Íslenska liðið þarf að gera betur manni fleiri. Vísir/ernir
Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki nýtt vel sóknirnar sínar þegar liðið er í yfirtölu á EM í Króatíu. Svo illa hefur gengið manni fleiri að aðeins eitt lið er með verri sóknarnýtingu á Evrópumótinu.

Það er aðeins lið Hvít-Rússa sem hefur nýtt sóknirnar sínar verr manni fleiri en íslenska liðið.

Íslensku strákarnir hafa skorað 4 mörk úr 9 sóknum manni fleiri samkvæmt tölfræði mótshaldara en það gerir aðeins 44 prósent sóknarnýtingu.

Hvít-Rússar eru með 42 prósent sóknarnýtingu manni fleiri eða 4 mörk í 12 sóknum.

Besta liðið að nýta sér yfirtöluna er lið Evrópumeistara Þýskalands sem er með 17 mörk í 19 sóknum manni fleiri sem þýðir 89 prósent sóknarnýtingu. Spænska liðið er ekki langt undan með 86 prósent sóknarnýtingu.  

14 af 16 þjóðum á Evrópumótinu hafa nýtt helming sókna sinn manni fleiri eða meira.

Versta sóknarnýting manni fleiri í fyrstu 2 leikjunum á EM 2018:

16. Hvíta-Rússland 42 prósent (5 af 12)

15. Ísland 44 prósent (4 af 9)

14. Serbía 50 prósent (8 af 16)

13. Svartfjallaland 53 prósent (10 af 19)

12. Noregur 53 prósent (9 af 17)

11. Svíþjóð 56 prósent (5 af 9)

Besta sóknarnýting manni fleiri í fyrstu 2 leikjunum á EM 2018:

1. Þýskaland 89 prósent (17 af 19)

2. Spánn 86 prósent (12 af 14)

3. Króatía 83 prósent (5 af 6)

4. Slóvenía 78 prósent (7 af 9)

5. Danmmörk 73 prósent (8 af 11)

5. Ungverjaland 73 prósent (8 af 11)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×