Björgvin Páll: Enn með Hvít-Rússa leikinn í hausnum Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 16. janúar 2018 09:30 Bjöggi er lítillega meiddur en verður vonandi í stuði í dag. vísir/ernir Keppnismaðurinn Björgvin Páll Gústavsson var ekkert að velta sér of mikið upp úr Króataleiknum í gær enda bíður leikur í dag þar sem allt er undir. Björgvin er með nýliða með sér í markinu, Ágúst Elí Björgvinsson, og svo er gamli landsliðsþjálfarinn Roland Eradze hér í Split að vinna með þeim. „Við Ágúst erum með ólíka stíla og komum með athugasemdir við hvorn annan. Svo kemur Roland inn í þetta með aðrar pælingar sem við erum kannski ekki með,“ segir Björgvin en hann varði lítið gegn Króötum en stefnir á að gera betur í dag. „Það er alltaf planið að verja meira en í síðasta leik. Króataleikurinn var ekkert spes af okkar hálfu. Það kemur dagur eftir þennan dag og lykilleikurinn i mótinu fram undan. Að fara með tvö stig í milliriðil væri frábært ef það tækist.“ Fyrir mót var helst horft til þess að íslenska liðið ætti möguleika gegn Serbum í riðlinum. Þannig er það oftast en þeir leikir hafa oftar en ekki orðið snúnir. Til að mynda á síðasta EM er strákarnir töpuðu mjög óvænt gegn Hvít-Rússum og voru sendir heim þó svo þeir hefðu lagt Norðmenn sem síðan fóru alla leið í úrslit. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og erum komnir lengra en við vorum í síðasta móti. Serbar eru með gríðarlega sterkt lið og líklega betur mannað en við. Þeir eru samt ekki með eins sterkt lið. Við verðum að sýna að við séum alvöru lið og alvöru gaurar,“ segir Björgvin en hann er alls ekki búinn að gleyma leiknum gegn Hvít-Rússum fyrir tveim árum síðan. „Ég er með þann leik í hausnum. Sérstaklega þar sem ef við erum að fara að vinna þennan leik þá erum við líklega að fara að mæta þeim. Maður reynir að nota reynsluna og fortíðina til þess að kveikja í sér.“ Strákarnir fara áfram með tvö stig ef þeir vinna Serba og eiga því möguleika á að gera framhaldið afar skemmtilegt. „Við megum samt ekki hugsa of langt en það er gaman að fá tækifæri til þess að komast áfram á eigin forsendum.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin æfði ekki með liðinu í dag Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson gat ekki tekið þátt á æfingu landsliðsins í Split í dag þar sem hann er meiddur á ökkla. 15. janúar 2018 16:43 Geir: Strákarnir þurfa að nota reiðina á réttan hátt Undirbúningur fyrir úrslitaleikinn gegn Serbíu á EM hófst strax í morgun og veitir ekki af enda að ýmsu að huga í leik serbneska liðsins. Hvernig ætlar Geir Sveinsson landsliðsþjálfari að fara að því að vinna leikinn? 15. janúar 2018 19:15 Gunnar: Öðruvísi tilfinning að sitja rólegur í stúkunni Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka í Olís-deild karla, er mættur til Króatíu til að fylgjast með strákunum okkar í handboltalandsliðinu. 15. janúar 2018 20:30 Ýmir: Aldrei áður farið á svona langa fundi Nýliðinn Ýmir Örn Gíslason fékk að spila í rúmar fjórar mínútur í leiknum gegn Króatíu í gær. Það var létt í honum hljóðið á hóteli landsliðsins í dag. 15. janúar 2018 14:15 Ásgeir Örn: Serbarnir eru óútreiknanlegir Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins búinn að ganga í gegnum margt með liðinu. Hann var lítið að stresssa sig á tapinu gegn Króatíu í dag og er farinn að horfa fram á veginn. 15. janúar 2018 16:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Keppnismaðurinn Björgvin Páll Gústavsson var ekkert að velta sér of mikið upp úr Króataleiknum í gær enda bíður leikur í dag þar sem allt er undir. Björgvin er með nýliða með sér í markinu, Ágúst Elí Björgvinsson, og svo er gamli landsliðsþjálfarinn Roland Eradze hér í Split að vinna með þeim. „Við Ágúst erum með ólíka stíla og komum með athugasemdir við hvorn annan. Svo kemur Roland inn í þetta með aðrar pælingar sem við erum kannski ekki með,“ segir Björgvin en hann varði lítið gegn Króötum en stefnir á að gera betur í dag. „Það er alltaf planið að verja meira en í síðasta leik. Króataleikurinn var ekkert spes af okkar hálfu. Það kemur dagur eftir þennan dag og lykilleikurinn i mótinu fram undan. Að fara með tvö stig í milliriðil væri frábært ef það tækist.“ Fyrir mót var helst horft til þess að íslenska liðið ætti möguleika gegn Serbum í riðlinum. Þannig er það oftast en þeir leikir hafa oftar en ekki orðið snúnir. Til að mynda á síðasta EM er strákarnir töpuðu mjög óvænt gegn Hvít-Rússum og voru sendir heim þó svo þeir hefðu lagt Norðmenn sem síðan fóru alla leið í úrslit. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og erum komnir lengra en við vorum í síðasta móti. Serbar eru með gríðarlega sterkt lið og líklega betur mannað en við. Þeir eru samt ekki með eins sterkt lið. Við verðum að sýna að við séum alvöru lið og alvöru gaurar,“ segir Björgvin en hann er alls ekki búinn að gleyma leiknum gegn Hvít-Rússum fyrir tveim árum síðan. „Ég er með þann leik í hausnum. Sérstaklega þar sem ef við erum að fara að vinna þennan leik þá erum við líklega að fara að mæta þeim. Maður reynir að nota reynsluna og fortíðina til þess að kveikja í sér.“ Strákarnir fara áfram með tvö stig ef þeir vinna Serba og eiga því möguleika á að gera framhaldið afar skemmtilegt. „Við megum samt ekki hugsa of langt en það er gaman að fá tækifæri til þess að komast áfram á eigin forsendum.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin æfði ekki með liðinu í dag Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson gat ekki tekið þátt á æfingu landsliðsins í Split í dag þar sem hann er meiddur á ökkla. 15. janúar 2018 16:43 Geir: Strákarnir þurfa að nota reiðina á réttan hátt Undirbúningur fyrir úrslitaleikinn gegn Serbíu á EM hófst strax í morgun og veitir ekki af enda að ýmsu að huga í leik serbneska liðsins. Hvernig ætlar Geir Sveinsson landsliðsþjálfari að fara að því að vinna leikinn? 15. janúar 2018 19:15 Gunnar: Öðruvísi tilfinning að sitja rólegur í stúkunni Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka í Olís-deild karla, er mættur til Króatíu til að fylgjast með strákunum okkar í handboltalandsliðinu. 15. janúar 2018 20:30 Ýmir: Aldrei áður farið á svona langa fundi Nýliðinn Ýmir Örn Gíslason fékk að spila í rúmar fjórar mínútur í leiknum gegn Króatíu í gær. Það var létt í honum hljóðið á hóteli landsliðsins í dag. 15. janúar 2018 14:15 Ásgeir Örn: Serbarnir eru óútreiknanlegir Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins búinn að ganga í gegnum margt með liðinu. Hann var lítið að stresssa sig á tapinu gegn Króatíu í dag og er farinn að horfa fram á veginn. 15. janúar 2018 16:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Björgvin æfði ekki með liðinu í dag Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson gat ekki tekið þátt á æfingu landsliðsins í Split í dag þar sem hann er meiddur á ökkla. 15. janúar 2018 16:43
Geir: Strákarnir þurfa að nota reiðina á réttan hátt Undirbúningur fyrir úrslitaleikinn gegn Serbíu á EM hófst strax í morgun og veitir ekki af enda að ýmsu að huga í leik serbneska liðsins. Hvernig ætlar Geir Sveinsson landsliðsþjálfari að fara að því að vinna leikinn? 15. janúar 2018 19:15
Gunnar: Öðruvísi tilfinning að sitja rólegur í stúkunni Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka í Olís-deild karla, er mættur til Króatíu til að fylgjast með strákunum okkar í handboltalandsliðinu. 15. janúar 2018 20:30
Ýmir: Aldrei áður farið á svona langa fundi Nýliðinn Ýmir Örn Gíslason fékk að spila í rúmar fjórar mínútur í leiknum gegn Króatíu í gær. Það var létt í honum hljóðið á hóteli landsliðsins í dag. 15. janúar 2018 14:15
Ásgeir Örn: Serbarnir eru óútreiknanlegir Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins búinn að ganga í gegnum margt með liðinu. Hann var lítið að stresssa sig á tapinu gegn Króatíu í dag og er farinn að horfa fram á veginn. 15. janúar 2018 16:00