Handbolti

Tékkar skelltu Dönum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danirnir réðu ekkert við Ondrej Zdrahala.
Danirnir réðu ekkert við Ondrej Zdrahala. vísir/afp
Tékkland gerði sér lítið fyrir og skellti Danmörku í D-riðli, en Tékkar stóðu uppi sem sigurvegarar, 28-27, eftir að Danir höfðu leitt í hálfleik, 16-15.

Leikurinn var hin mesta skemmtun og liðin skiptust á að leiða. Markverðirnir voru í miklu stuði, en hetjan var Martin Galia sem varði eins og berserkur í marki Tékka.

Under lokin var mikil spenna, en Pavel Horak reyndist hetjan þegar hann skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok. Rasmus Lauge fékk dauðafæri til að jafna, en Galia varði. Lokatölur 28-27.

Ondrej Zdrahala lék á alls oddi fyrir Tékka og skoraði átta mörk, en hann var lang markahæstur þeirra. Mikkel Hansen gerði sjö fyrir Dani sem eru komnir í vandræði.

Þessi úrslit verða að teljast ansi óvænt, en Tékkar töpuðu með sautján marka mun í fyrsta leiknum gegn Spáni. Bæði lið eru nú með tvö stig, en Spánn er á toppnum með fjögur.

Á botninum er svo Ungverjaland með tvö stig, en það er ljóst að lokaumferðin verður fróðlegt þar sem Danir spila við Spánverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×