Tugþúsundir starfa í hættu hjá breskum verktakarisa Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. janúar 2018 12:00 Carillion er annað stærsta verktakafyrirtæki Bretlands. vísir/getty Breska verktakafyrirtækið Carillion er á leiðinni í þrot og eru störf 43 þúsund í hættu. Viðræður þessa annars stærsta verktaka Bretlands, lánveitenda og breska ríkisins um að bjarga fyrirtækinu sigldu í strand um helgina. BBC greinir frá. Skuldir hafa hrannast upp hjá Carillion undanfarið eftir misheppnaða samninga í hinum ýmsu verkefnum. Fyrirtækið hefur til að mynda komið að verkefnum á borð við HS2-hraðlestarlínuna á milli London, Birmingham, Leeds og Manchester en einnig að rekstri skóla og fangelsa. Þannig stendur breska ríkið nú frammi fyrir því að þurfa að spýta inn fjármagni til þess að halda opinberri þjónustu sem fyrirtækið hefur komið nálægt gangandi. Phillip Green, stjórnarformaður Carillion, segir þetta mikil sorgartíðindi fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Þá hafa starfsmenn verið hvattir til þess að halda áfram að mæta til vinnu og þeir fullvissaðir um að þeir muni fá greitt. Mikilvæg verkefni séu framundan og þá sérstaklega í kringum hinn opinbera geira. Starfsmenn Carillion eru, sem fyrr segir, 43 þúsund talsins á heimsvísu en innan Bretlands eru þeir 20 þúsund. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif staða fyrirtækisins mun hafa á starfsmenn þess. Gjaldþrot Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Breska verktakafyrirtækið Carillion er á leiðinni í þrot og eru störf 43 þúsund í hættu. Viðræður þessa annars stærsta verktaka Bretlands, lánveitenda og breska ríkisins um að bjarga fyrirtækinu sigldu í strand um helgina. BBC greinir frá. Skuldir hafa hrannast upp hjá Carillion undanfarið eftir misheppnaða samninga í hinum ýmsu verkefnum. Fyrirtækið hefur til að mynda komið að verkefnum á borð við HS2-hraðlestarlínuna á milli London, Birmingham, Leeds og Manchester en einnig að rekstri skóla og fangelsa. Þannig stendur breska ríkið nú frammi fyrir því að þurfa að spýta inn fjármagni til þess að halda opinberri þjónustu sem fyrirtækið hefur komið nálægt gangandi. Phillip Green, stjórnarformaður Carillion, segir þetta mikil sorgartíðindi fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Þá hafa starfsmenn verið hvattir til þess að halda áfram að mæta til vinnu og þeir fullvissaðir um að þeir muni fá greitt. Mikilvæg verkefni séu framundan og þá sérstaklega í kringum hinn opinbera geira. Starfsmenn Carillion eru, sem fyrr segir, 43 þúsund talsins á heimsvísu en innan Bretlands eru þeir 20 þúsund. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif staða fyrirtækisins mun hafa á starfsmenn þess.
Gjaldþrot Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira