Arya Stark er mikið fyrir að drepa fólk og hún er orðin mjög góð í því. Hún hefur gengið í gegnum mikið þannig að það er svo sem ekkert skrítið að hún vilji slá aðeins frá sér. Nú eru hins vegar þrjú nöfn til viðbótar komin á lista hennar.
Maisie Williams, sem leikur Aryu, var gestur Graham Norton á föstudaginn og sló hún þar á létta strengi. Meðal annars sagði hún frá því að hún væri iðulega stoppuð út á götu þar sem fólk væri að biðja hana um að lesa upp listann sinn og bæta þeirra nöfnum við.
Þeir Anthony Joshua og Tom Hanks voru einnig mjög spenntir fyrir því.
„Joffrey, Cersei, Illyn Payne, The Mountain, Beric Dondarrion, Thoros of Myr, The Red Woman, Tom Hanks, Anthony Joshua og Graham Norton,“ sagði Williams við mikla kátínu meðal hinna þriggja.
Lífið