Trump rýfur þögnina um eldflaugaviðvörunina á Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 08:55 Ekki benda á mig gæti Trump verið að segja þegar hann svaraði spurningum fréttamanna í gær. Vísir/AFP Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um eldflaugaviðvörun sem send var út fyrir mistök og olli skelfingu á Havaí um helgina í meira en sólahring tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti um uppákomuna í gær. Sagði hann málið á könnu Havaíríkis en lofaði yfirvöld þar fyrir að taka ábyrgðina. Mannleg mistök urðu til þess að neyðarviðvörun var gefin út vegna yfirvofandi eldflaugarárásar á Havaí á laugardagsmorgun. Viðvörunin olli skelfingu hjá íbúum eyjanna sem töldu að kjarnorkuárás væri yfirvofandi. Mistökin voru ekki leiðrétt fyrr en um klukkustund síðar. Trump tjáði sig ekkert um uppákomuna á laugardag en var á golfvellinum þegar hún átti sér stað. Síðar um daginn hélt hann hins vegar áfram að tísta um höfund bókarinnar „Eldur og brennisteinn“ sem farið hefur fyrir brjóstið á forsetanum og gagnrýni á fjölmiðla. Hvíta húsið gaf aftur á móti út yfirlýsingu þar sem það skellti skuldinni alfarið á yfirvöld Havaíríkis.Svona litu skilaboðin sem íbúar Havaí fengu send á laugardagsmorgun út.Vísir/AFPSegir ábyrgðina algerlega hjá ríkinuÞað var ekki fyrr en í gær sem Trump lét hafa nokkuð eftir sér um atvikið sem hefur vakið efasemdir um hversu vel Bandaríkin séu undirbúin fyrir kjarnorkuárás. Lagði hann mesta áherslu á að það sem gerðist hefði verið á ábyrgð yfirvalda á Havaí. „Þetta var ríkisdæmi en við ætlum að láta til okkar taka hjá þeim. Ég elska að þau tóku ábyrgðina, þau tóku algerlega ábyrgðina en við ætlum að taka þátt,“ sagði Trump við fréttamenn í gær að sögn CNN. Trump hefur undanfarið magnað upp spennu í samskiptum Bandaríkjanna við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorku- og eldflaugatilraunir stjórnvalda þar. Hefur hann ítrekað ögrað Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, uppnefnt hann og hótað. Forsetinn var spurður að því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að mistök eins og þau sem áttu sér stað á Havaí endurtækju sig. „Ég vona að þau endurtaki sig ekki en hluti af þessu er að fólk er á nálum og kannski á endanum getum við leyst vandamálið og það þarf ekki að vera svona á nálum,“ svaraði Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um eldflaugaviðvörun sem send var út fyrir mistök og olli skelfingu á Havaí um helgina í meira en sólahring tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti um uppákomuna í gær. Sagði hann málið á könnu Havaíríkis en lofaði yfirvöld þar fyrir að taka ábyrgðina. Mannleg mistök urðu til þess að neyðarviðvörun var gefin út vegna yfirvofandi eldflaugarárásar á Havaí á laugardagsmorgun. Viðvörunin olli skelfingu hjá íbúum eyjanna sem töldu að kjarnorkuárás væri yfirvofandi. Mistökin voru ekki leiðrétt fyrr en um klukkustund síðar. Trump tjáði sig ekkert um uppákomuna á laugardag en var á golfvellinum þegar hún átti sér stað. Síðar um daginn hélt hann hins vegar áfram að tísta um höfund bókarinnar „Eldur og brennisteinn“ sem farið hefur fyrir brjóstið á forsetanum og gagnrýni á fjölmiðla. Hvíta húsið gaf aftur á móti út yfirlýsingu þar sem það skellti skuldinni alfarið á yfirvöld Havaíríkis.Svona litu skilaboðin sem íbúar Havaí fengu send á laugardagsmorgun út.Vísir/AFPSegir ábyrgðina algerlega hjá ríkinuÞað var ekki fyrr en í gær sem Trump lét hafa nokkuð eftir sér um atvikið sem hefur vakið efasemdir um hversu vel Bandaríkin séu undirbúin fyrir kjarnorkuárás. Lagði hann mesta áherslu á að það sem gerðist hefði verið á ábyrgð yfirvalda á Havaí. „Þetta var ríkisdæmi en við ætlum að láta til okkar taka hjá þeim. Ég elska að þau tóku ábyrgðina, þau tóku algerlega ábyrgðina en við ætlum að taka þátt,“ sagði Trump við fréttamenn í gær að sögn CNN. Trump hefur undanfarið magnað upp spennu í samskiptum Bandaríkjanna við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorku- og eldflaugatilraunir stjórnvalda þar. Hefur hann ítrekað ögrað Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, uppnefnt hann og hótað. Forsetinn var spurður að því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að mistök eins og þau sem áttu sér stað á Havaí endurtækju sig. „Ég vona að þau endurtaki sig ekki en hluti af þessu er að fólk er á nálum og kannski á endanum getum við leyst vandamálið og það þarf ekki að vera svona á nálum,“ svaraði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36
Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00