Ryan Giggs tilkynntur sem nýr þjálfari velska landsliðsins í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 08:00 Ryan Giggs. Vísir/Getty Ryan Giggs verður næsti þjálfari velska landsliðsins í fótbolta en enskir fjölmiðlar segja að hann verði tilkynntur á blaðamannafundi sem velska knattspyrnusambandið hefur boðað til seinna í dag. Ryan Giggs mun taka við starfinu af Chris Coleman sem hætti með liðið í nóvember og tók þess í stað við liði Sunderland. Giggs mun skrifa undir fjögurra ára samning samkvæmt heimildum BBC. Wales sló í gegn á EM í Frakklandi eins og íslenska landsliðið en náði ekki að fylgja því eftir í undankeppni HM og verður því ekki meðal liðanna 32 sem keppa í úrslitakepopni HM í Rússlandi í sumar. Ryan Giggs hefur verið lengi í umræðunni um næst stjóra velska landsliðsins og þessar fréttir koma því ekki mikið á óvart. Velska sambandið ræddi einnig við þá Craig Bellamy, Osian Roberts og Mark Bowen en ákvað síðan að ráða sigursælasta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Ryan Giggs lék 64 landsleiki fyrir Wales frá 1991 til 2007 og var fyrirliði liðsins um tíma. Hann fékk hinsvegar á sig gagnrýni fyrir að draga sig oft út úr hópnum og missa af mörgum vináttulandsleikjum. Ryan Giggs tók tímabundið við liði Manchester United í fjórum síðustu leikjum liðsins 2013-14 tímabilið eftir að David Moyes var rekinn. Hann var síðan aðstoðarmaður Louis van Gaal í tvö ár en yfirgaf Old Trafford eftir að Jose Mourinho settist í stjórastólinn. Ryan Giggs lék allan sinn feril með Manchester United frá 1990 til 2014 og er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann varð þrettán sinnum ensku meistari með United sem er met. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Sjá meira
Ryan Giggs verður næsti þjálfari velska landsliðsins í fótbolta en enskir fjölmiðlar segja að hann verði tilkynntur á blaðamannafundi sem velska knattspyrnusambandið hefur boðað til seinna í dag. Ryan Giggs mun taka við starfinu af Chris Coleman sem hætti með liðið í nóvember og tók þess í stað við liði Sunderland. Giggs mun skrifa undir fjögurra ára samning samkvæmt heimildum BBC. Wales sló í gegn á EM í Frakklandi eins og íslenska landsliðið en náði ekki að fylgja því eftir í undankeppni HM og verður því ekki meðal liðanna 32 sem keppa í úrslitakepopni HM í Rússlandi í sumar. Ryan Giggs hefur verið lengi í umræðunni um næst stjóra velska landsliðsins og þessar fréttir koma því ekki mikið á óvart. Velska sambandið ræddi einnig við þá Craig Bellamy, Osian Roberts og Mark Bowen en ákvað síðan að ráða sigursælasta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Ryan Giggs lék 64 landsleiki fyrir Wales frá 1991 til 2007 og var fyrirliði liðsins um tíma. Hann fékk hinsvegar á sig gagnrýni fyrir að draga sig oft út úr hópnum og missa af mörgum vináttulandsleikjum. Ryan Giggs tók tímabundið við liði Manchester United í fjórum síðustu leikjum liðsins 2013-14 tímabilið eftir að David Moyes var rekinn. Hann var síðan aðstoðarmaður Louis van Gaal í tvö ár en yfirgaf Old Trafford eftir að Jose Mourinho settist í stjórastólinn. Ryan Giggs lék allan sinn feril með Manchester United frá 1990 til 2014 og er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann varð þrettán sinnum ensku meistari með United sem er met.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Sjá meira