Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Keflavíkurkonur hlupu sigurhring eftir að hafa unnið Njarðvík í úrslitaleik Maltbikars kvenna. vísir/hanna Keflavík varð bikarmeistari kvenna í fimmtánda sinn eftir sigur á Njarðvík, 74-63, á laugardaginn. Úrslitaleikurinn náði ekki sömu hæðum og undanúrslitaleikirnir hvað spennu og dramatík varðar en var þó jafn lengi vel. Njarðvík, sem hefur ekki enn unnið deildarleik í vetur, hafði komið liða mest á óvart í bikarkeppninni og unnið þrjú lið úr Domino’s-deildinni. En Keflavíkurhindrunin reyndist of stór. Staðan í hálfleik var jöfn, 35-35, en í 3. leikhluta skildi leiðir. Keflavík fékk framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Shalonda Winton dró Njarðvíkurvagninn. Hún skoraði 37 stig og tók 23 fráköst í leiknum sem endaði með 11 stiga sigri Keflavíkur, 74-63. Brittanny Dinkins, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var valin maður leiksins en hún skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Embla Kristínardóttir var stigahæst í liði Keflvíkinga með 20 stig en hún hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum. Embla segir að Keflavík hafi alls ekki vanmetið lið Njarðvíkur, þrátt fyrir slæmt gengi þeirra grænu í deildinni. „Við bjuggumst við að þær yrðu góðar. Þær voru búnar að slá út þrjú góð lið. En við vorum tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla sem gekk aftur til liðs við Keflavík um áramótin, eftir tvö og hálft tímabil í herbúðum Grindavíkur. Hún segir það ekki hafa tekið langan tíma að komast inn í hlutina hjá Keflavík. „Það var mjög auðvelt. Ég hef spilað með flestum af þessum stelpum og leikurinn sem Sverrir [Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur] spilar hentar mér mjög vel,“ sagði Embla sem fyllir í skarðið sem Emelía Ósk Gunnarsdóttir skildi eftir sig þegar hún sleit krossband í hné. „Það er stórt skarð að fylla en ég reyni að gera mitt besta.“ Sem áður sagði skoraði Embla 20 stig í bikarúrslitaleiknum. Hún segist hafa fundið sig vel á fjölum Laugardalshallarinnar. „Mjög svo. Við vorum þolinmóðar í sókninni og tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla. Keflavík vann tvöfalt í fyrra og stefnan er sett á að endurtaka leikinn í ár. „Við erum á mikilli uppleið. Stefnan er að verja Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Embla sem varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík 2013. Dominos-deild kvenna Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira
Keflavík varð bikarmeistari kvenna í fimmtánda sinn eftir sigur á Njarðvík, 74-63, á laugardaginn. Úrslitaleikurinn náði ekki sömu hæðum og undanúrslitaleikirnir hvað spennu og dramatík varðar en var þó jafn lengi vel. Njarðvík, sem hefur ekki enn unnið deildarleik í vetur, hafði komið liða mest á óvart í bikarkeppninni og unnið þrjú lið úr Domino’s-deildinni. En Keflavíkurhindrunin reyndist of stór. Staðan í hálfleik var jöfn, 35-35, en í 3. leikhluta skildi leiðir. Keflavík fékk framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Shalonda Winton dró Njarðvíkurvagninn. Hún skoraði 37 stig og tók 23 fráköst í leiknum sem endaði með 11 stiga sigri Keflavíkur, 74-63. Brittanny Dinkins, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var valin maður leiksins en hún skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Embla Kristínardóttir var stigahæst í liði Keflvíkinga með 20 stig en hún hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum. Embla segir að Keflavík hafi alls ekki vanmetið lið Njarðvíkur, þrátt fyrir slæmt gengi þeirra grænu í deildinni. „Við bjuggumst við að þær yrðu góðar. Þær voru búnar að slá út þrjú góð lið. En við vorum tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla sem gekk aftur til liðs við Keflavík um áramótin, eftir tvö og hálft tímabil í herbúðum Grindavíkur. Hún segir það ekki hafa tekið langan tíma að komast inn í hlutina hjá Keflavík. „Það var mjög auðvelt. Ég hef spilað með flestum af þessum stelpum og leikurinn sem Sverrir [Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur] spilar hentar mér mjög vel,“ sagði Embla sem fyllir í skarðið sem Emelía Ósk Gunnarsdóttir skildi eftir sig þegar hún sleit krossband í hné. „Það er stórt skarð að fylla en ég reyni að gera mitt besta.“ Sem áður sagði skoraði Embla 20 stig í bikarúrslitaleiknum. Hún segist hafa fundið sig vel á fjölum Laugardalshallarinnar. „Mjög svo. Við vorum þolinmóðar í sókninni og tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla. Keflavík vann tvöfalt í fyrra og stefnan er sett á að endurtaka leikinn í ár. „Við erum á mikilli uppleið. Stefnan er að verja Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Embla sem varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík 2013.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Sjá meira