Handbolti

Norðmenn settu B-riðilinn upp í loft

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sagosen var í stuði í kvöld.
Sagosen var í stuði í kvöld. vísir/getty
Norðmenn unnu fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi, 33-28, í B-riðli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Norðmanna sem töpuðu fyrir Frökkum með minnsta mun í fyrstu umferðinni.

Noregur var sterkari aðilinn nánast frá upphafi til enda í kvöld. Þeir leiddu með þriggja marka mun í hálfleik, 15-12, og að endingu varð munurinn fimm mörk, 33-28.

Sander Sagosen, Magnus Gullerud og Kristian Björnsen skoruðu allir sex mörk fyrir Norðmenn í kvöld og drógu vagninn.

Noregur er því kominn með tvö stig í B-riðli, en þeir spila í síðustu umferðinni á þriðjudag við Patrek Jóhannesson og hans menn í Austurríki.

Artsem Karalek var markahæstur Hvít-Rússana með fmm mörk, en þeir eru með tvö stig eftir sigurinn á Austurríki í fyrstu umferðinni. Þeir mæta Frökkum á þriðjudag og það er fróðleg lokaumferð framundan þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×