Janus Daði: Höfðum bullandi trú á sigri Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2018 21:44 „Þetta er hundfúlt. Við komum í leikinn til að vinna og við höfðum bullandi trú á því eins og mér fannst við sýna alveg frá byrjun. Þetta gekk ekki í dag,“ sagði Janus Daði Smárason, sem skoraði þrjú mörk í sjö marka tapi gegn Króatíu á Evrópumótinu í kvöld, þegar Henry Birgir Gunnarsson hitti hann að máli að leik loknum. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik eftir fína frammistöðu Íslands í fyrri hálfleiknum fyrir framan troðfulla höll í Split. „Mér fannst við vera góðir og vinna fyrir því. Við vorum þéttir varnarlega, ákveðnir sóknarlega og skipulagðir. Mér fannst við síðan spila upp á fín færi í byrjun seinni hálfleiks. Það vantaði þessa seinustu sendingu eða síðasta skot til að klára sóknirnar. Þegar þeir komast á lagið þá fer þetta hratt úr höndunum á okkur," bætti Janus Daði við en Króatarnir breyttu stöðunni úr 14-14 í 23-16 í upphafi síðari hálfleiks. Stemmningin í höllinni í Split var mögnuð enda Króatar á heimavelli og ætla sér stóra hluti í keppninni. „Þetta var ógeðslega gaman og maður nýtur sín í botn á vellinum. Ég er ánægður með að ég fékk að spila mikið í dag og fannst ég njóta þess að spila.“ Eftir fínan fyrri háfleik fór eflaust um einhverja heimamenn í stúkunni og Janus jánkaði því þegar hann var spurður hvort það væri ekki gaman að þagga aðeins niður í áhorfendum. „Það er alltaf kúl. Svo er ég með liðsfélagana á bekknum sem bakka mann upp við hvert tækifæri. Þetta var mjög gaman en það þýðir ekkert að svekkja sig og við þurfum að nota þetta í eitthvað gott. Við þurfum að bæta okkur með hverjum leiknum og það er markmiðið.“ Janus sagðist engar áhyggjur hafa af því að tapið í kvöld hefði slæm áhrif á liðið fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbum. „Þetta eru allt svo miklir fagmenn og margir sem hafa gert þetta svo oft að það þýðir ekkert. Þetta gekk ekki í dag og við svekkjum okkur aðeins inni í klefa en svo erum við bara klárir í næsta leik.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
„Þetta er hundfúlt. Við komum í leikinn til að vinna og við höfðum bullandi trú á því eins og mér fannst við sýna alveg frá byrjun. Þetta gekk ekki í dag,“ sagði Janus Daði Smárason, sem skoraði þrjú mörk í sjö marka tapi gegn Króatíu á Evrópumótinu í kvöld, þegar Henry Birgir Gunnarsson hitti hann að máli að leik loknum. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik eftir fína frammistöðu Íslands í fyrri hálfleiknum fyrir framan troðfulla höll í Split. „Mér fannst við vera góðir og vinna fyrir því. Við vorum þéttir varnarlega, ákveðnir sóknarlega og skipulagðir. Mér fannst við síðan spila upp á fín færi í byrjun seinni hálfleiks. Það vantaði þessa seinustu sendingu eða síðasta skot til að klára sóknirnar. Þegar þeir komast á lagið þá fer þetta hratt úr höndunum á okkur," bætti Janus Daði við en Króatarnir breyttu stöðunni úr 14-14 í 23-16 í upphafi síðari hálfleiks. Stemmningin í höllinni í Split var mögnuð enda Króatar á heimavelli og ætla sér stóra hluti í keppninni. „Þetta var ógeðslega gaman og maður nýtur sín í botn á vellinum. Ég er ánægður með að ég fékk að spila mikið í dag og fannst ég njóta þess að spila.“ Eftir fínan fyrri háfleik fór eflaust um einhverja heimamenn í stúkunni og Janus jánkaði því þegar hann var spurður hvort það væri ekki gaman að þagga aðeins niður í áhorfendum. „Það er alltaf kúl. Svo er ég með liðsfélagana á bekknum sem bakka mann upp við hvert tækifæri. Þetta var mjög gaman en það þýðir ekkert að svekkja sig og við þurfum að nota þetta í eitthvað gott. Við þurfum að bæta okkur með hverjum leiknum og það er markmiðið.“ Janus sagðist engar áhyggjur hafa af því að tapið í kvöld hefði slæm áhrif á liðið fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbum. „Þetta eru allt svo miklir fagmenn og margir sem hafa gert þetta svo oft að það þýðir ekkert. Þetta gekk ekki í dag og við svekkjum okkur aðeins inni í klefa en svo erum við bara klárir í næsta leik.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira