Aron: Voru ekki betri en við fannst mér Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2018 21:38 Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti. „Fyrstu tíu mínúturnar voru svekkjandi. Við spilum mjög vel, en náum ekki að klára sóknirnar. Okkur er refsað fyrir það,” sagði Aron aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis í síðari hálfleik. „Við náðum að opna þá og koma okkur í færi, en náum ekki að klára með marki. Við vorum að fá góða sénsa og það er rosalega svekkjandi.” Fyrri hálfleikurinn var ansi góður, en Aron segir ekki að íslenska liðinu hafi liðið eitthvað alltof vel í hálfleik.Umfjöllun:Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik „Tilfinningin var auðvitað góð í hálfleik, en samt sem áður bara á pari við það sem við ætluðum að gera. Tapa með einu í hálfleik, jafn leikur og þetta var í fínu standi, þess vegna er þetta rosalega svekkjandi.” „Við spiluðum áfram vel, en vorum ekki að ná að klára færin. Það er ástæða fyrir því að þeir ná þessu góða forskoti og halda því bara út allan leikinn. Þeir eru bestir í því.” Dómararnir voru oft á tíðum nokkuð skrautlegir, en Aron segir að það hafi verið vitað enda ellefu þúsund Króatar í höllinni og þeir á heimavelli. „Auðvitað fá þeir 50-50 boltana til sín og það vissum við fyrir leikinn. Ég gæti farið út í þá sálma og það var vitað. Maður pirraði sig einu sinni eða tvisvar, en ég er ekki að fara kenna því um.” Hvað pirrar Aron mest í leikslok? „Það eru þessar tíu mínútur í síðari hálfleik þar sem við spilum vel, en erum ekki að ná að klára; síðasta sendingin eða skot. Það er mest svekkjandi af því að þeir voru ekki betri en við fannst mér. Að þeir hafi náð þessu forskoti þar fer í mig,” sagði Aron að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31 HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15 Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30 Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti. „Fyrstu tíu mínúturnar voru svekkjandi. Við spilum mjög vel, en náum ekki að klára sóknirnar. Okkur er refsað fyrir það,” sagði Aron aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis í síðari hálfleik. „Við náðum að opna þá og koma okkur í færi, en náum ekki að klára með marki. Við vorum að fá góða sénsa og það er rosalega svekkjandi.” Fyrri hálfleikurinn var ansi góður, en Aron segir ekki að íslenska liðinu hafi liðið eitthvað alltof vel í hálfleik.Umfjöllun:Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik „Tilfinningin var auðvitað góð í hálfleik, en samt sem áður bara á pari við það sem við ætluðum að gera. Tapa með einu í hálfleik, jafn leikur og þetta var í fínu standi, þess vegna er þetta rosalega svekkjandi.” „Við spiluðum áfram vel, en vorum ekki að ná að klára færin. Það er ástæða fyrir því að þeir ná þessu góða forskoti og halda því bara út allan leikinn. Þeir eru bestir í því.” Dómararnir voru oft á tíðum nokkuð skrautlegir, en Aron segir að það hafi verið vitað enda ellefu þúsund Króatar í höllinni og þeir á heimavelli. „Auðvitað fá þeir 50-50 boltana til sín og það vissum við fyrir leikinn. Ég gæti farið út í þá sálma og það var vitað. Maður pirraði sig einu sinni eða tvisvar, en ég er ekki að fara kenna því um.” Hvað pirrar Aron mest í leikslok? „Það eru þessar tíu mínútur í síðari hálfleik þar sem við spilum vel, en erum ekki að ná að klára; síðasta sendingin eða skot. Það er mest svekkjandi af því að þeir voru ekki betri en við fannst mér. Að þeir hafi náð þessu forskoti þar fer í mig,” sagði Aron að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31 HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15 Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30 Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31
HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15
Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30