Tók tvær milljónir löngu eftir starfslok Sveinn Arnarsson skrifar 15. janúar 2018 06:00 Magnús Garðarsson er borinn þungum sökum í skýrslu KPMG sem fer ítarlega yfir fjármálaóreiðu United Silicon í stjórnendatíð hans. Vísir/eyþór Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon í Helguvík, millifærði tvær milljónir króna út úr dótturfélagi kísilversins og inn á reikning félags í eigu hans um fimm mánuðum eftir að hann lét af störfum fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir stjórn United Silicon í nóvember og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar segir að Magnús hafi millifært upphæðina þann 25. ágúst án þess að hafa til þess réttindi frá stjórn dótturfélagsins Geysis Capital eða United. Í skýrslunni segir að Magnúsi hafi áður en hann lét af störfum að öllum líkindum verið ljóst að verulega vantaði upp á fjármögnun fyrirtækisins og hann hafi því reynt að fresta greiðslum, fegra bókhaldið og villa um fyrir stjórn þess. Um tíma var íhugað að færa bókhald United Silicon alfarið upp á nýtt fyrir árið 2016 vegna fjölda rangfærslna. Magnús á einnig að hafa talið stjórn kísilversins trú um að mál sem verktakafyrirtækið ÍAV höfðaði gegn fyrirtækinu væri vegna vangoldinna reikninga upp á 400 milljónir króna. Það hafi því komið stjórnarmönnum í opna skjöldu þegar niðurstaðan varð rúmur milljarður króna. Einnig á hann að hafa leynt því að félagið ætti bankareikninga í Danmörku. Segir í skýrslunni að ágallar hafi verið miklir í aðgreiningu starfa því Magnús hafi í raun stjórnað United Silicon og samþykkt reikninga. „Þannig má segja að Magnús hafi verið í ákjósanlegri stöðu til að draga sér fé og villa um fyrir stjórn og stjórnendum,“ segir í skýrslunni. Stjórn kísilversins, sem nú er í greiðslustöðvun, kærði Magnús til héraðssaksóknara í september í fyrra og Arion banki, stærsti hluthafi og lánveitandi kísilversins, um mánuði síðar. Þær byggjast á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur mótmælt þeim sem „röngum og tilhæfulausum“ og sagt þær hluta af slag um eignarhald. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon í Helguvík, millifærði tvær milljónir króna út úr dótturfélagi kísilversins og inn á reikning félags í eigu hans um fimm mánuðum eftir að hann lét af störfum fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir stjórn United Silicon í nóvember og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar segir að Magnús hafi millifært upphæðina þann 25. ágúst án þess að hafa til þess réttindi frá stjórn dótturfélagsins Geysis Capital eða United. Í skýrslunni segir að Magnúsi hafi áður en hann lét af störfum að öllum líkindum verið ljóst að verulega vantaði upp á fjármögnun fyrirtækisins og hann hafi því reynt að fresta greiðslum, fegra bókhaldið og villa um fyrir stjórn þess. Um tíma var íhugað að færa bókhald United Silicon alfarið upp á nýtt fyrir árið 2016 vegna fjölda rangfærslna. Magnús á einnig að hafa talið stjórn kísilversins trú um að mál sem verktakafyrirtækið ÍAV höfðaði gegn fyrirtækinu væri vegna vangoldinna reikninga upp á 400 milljónir króna. Það hafi því komið stjórnarmönnum í opna skjöldu þegar niðurstaðan varð rúmur milljarður króna. Einnig á hann að hafa leynt því að félagið ætti bankareikninga í Danmörku. Segir í skýrslunni að ágallar hafi verið miklir í aðgreiningu starfa því Magnús hafi í raun stjórnað United Silicon og samþykkt reikninga. „Þannig má segja að Magnús hafi verið í ákjósanlegri stöðu til að draga sér fé og villa um fyrir stjórn og stjórnendum,“ segir í skýrslunni. Stjórn kísilversins, sem nú er í greiðslustöðvun, kærði Magnús til héraðssaksóknara í september í fyrra og Arion banki, stærsti hluthafi og lánveitandi kísilversins, um mánuði síðar. Þær byggjast á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur mótmælt þeim sem „röngum og tilhæfulausum“ og sagt þær hluta af slag um eignarhald.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent