Í svartnætti fátæktarinnar Ellert B. Schram skrifar 15. janúar 2018 07:00 Það gengur á ýmsu að því er varðar málefni eldri borgara. Ég held samt að stjórnvöld hafi toppað allar aðgerðir sínar, þegar fjárlög voru samþykkt í lok ársins. Ferillinn er þessi: Eins og við öll vitum, greiða Almannatryggingar ellilífeyri til eldri borgara. Þær voru hæstar 280 þús. kr. pr. mánuð á síðasta ári. Hækkanir á ellilífeyri eru í samræmi við neysluvísitölu samkvæmt lögum þar að lútandi. Fyrir tveim árum þótti ljóst að ellilífeyrir væri of lágur og síðasta ríkisstjórn setti lög um að hækka ellilífeyri TR í áföngum, allt upp í 300 þú.s kr. pr. mánuð án tillits til neysluvísitölunnar. Lokahækkunin átti að eiga sér stað um áramótin núna. Svo er stofnað til nýrrar ríkisstjórnar í desember og hvað gerist? Jú, staðið er við gildandi lög um 20 þús. kr. hækkunina, úr 280 þús. í 300 þús. kr. en með þeirri aðferð að fella hækkun neysluvísitölunnar (4,7%) inn í þá upphæð. Gefa með vinstri, til að taka með hægri. Ríkisútgjöldin er notuð til að borga sig sjálf. Þetta gerist á þeim tíma, þegar upplýst er um ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir hjá margvíslegum stéttum og starfsmönnum, um tugi prósenta og afturvirkar til margra mánaða. Samfélagið virðist hafa efni á að stórhækka kjör fólks hér og þar í kerfinu, en síðan er notuð sú aðferð hjá ríkinu, gagnvart eldri borgurum, að láta þá borga sína litlu hækkun með fé úr sínum eigin vasa. Og við erum ekki að tala um milljónir eða milljarða. Við erum að tala um fátækustu eldri borgarana, sem verða að lifa af greiðslum frá TR. Hverjar tuttugu þúsund krónur skipta þennan hóp miklu máli og þessi vinnubrögð eru fyrir neðan alla virðingu og réttlæti. Fólk, sem hefur ekki meira til framfærslu en hér hefur verið rakið, er fólkið, sem við skiljum eftir í svartnætti fátæktarinnar.Höfundur er form. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það gengur á ýmsu að því er varðar málefni eldri borgara. Ég held samt að stjórnvöld hafi toppað allar aðgerðir sínar, þegar fjárlög voru samþykkt í lok ársins. Ferillinn er þessi: Eins og við öll vitum, greiða Almannatryggingar ellilífeyri til eldri borgara. Þær voru hæstar 280 þús. kr. pr. mánuð á síðasta ári. Hækkanir á ellilífeyri eru í samræmi við neysluvísitölu samkvæmt lögum þar að lútandi. Fyrir tveim árum þótti ljóst að ellilífeyrir væri of lágur og síðasta ríkisstjórn setti lög um að hækka ellilífeyri TR í áföngum, allt upp í 300 þú.s kr. pr. mánuð án tillits til neysluvísitölunnar. Lokahækkunin átti að eiga sér stað um áramótin núna. Svo er stofnað til nýrrar ríkisstjórnar í desember og hvað gerist? Jú, staðið er við gildandi lög um 20 þús. kr. hækkunina, úr 280 þús. í 300 þús. kr. en með þeirri aðferð að fella hækkun neysluvísitölunnar (4,7%) inn í þá upphæð. Gefa með vinstri, til að taka með hægri. Ríkisútgjöldin er notuð til að borga sig sjálf. Þetta gerist á þeim tíma, þegar upplýst er um ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir hjá margvíslegum stéttum og starfsmönnum, um tugi prósenta og afturvirkar til margra mánaða. Samfélagið virðist hafa efni á að stórhækka kjör fólks hér og þar í kerfinu, en síðan er notuð sú aðferð hjá ríkinu, gagnvart eldri borgurum, að láta þá borga sína litlu hækkun með fé úr sínum eigin vasa. Og við erum ekki að tala um milljónir eða milljarða. Við erum að tala um fátækustu eldri borgarana, sem verða að lifa af greiðslum frá TR. Hverjar tuttugu þúsund krónur skipta þennan hóp miklu máli og þessi vinnubrögð eru fyrir neðan alla virðingu og réttlæti. Fólk, sem hefur ekki meira til framfærslu en hér hefur verið rakið, er fólkið, sem við skiljum eftir í svartnætti fátæktarinnar.Höfundur er form. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar