„Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 12:27 Skyggni var um tíma lítið í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og allt norðurland. Veður hefur verið hvað verst í Eyjafirði í morgun, en þar hafa vindhviður hafa farið yfir 45 m/s og hafa björgunarsveitir þurft að sinna nokkrum útköllum. Þá er skyggni slæmt og éljagangur víða um land og hefur því verið gripið til lokana á vegum. Þannig er ófært um Öxnadalsheiði og Þröskulda milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar. Auk þess eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, gerir ráð fyrir að veðrið skáni nokkuð þegar líður á daginn. „Það var smá hvellur á Norðurlandi í morgun. Það gekk mjög kröpp og djúp lægð Norðaustur yfir landið. Það voru víða mjög öflugar vindhviður í Skagafirði, á Tröllaskaga og við Eyjafjörðinn. Það er nú heldur betur að lagast núna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn á þó von á því að áfram verði éljagangur í allan dag. Það sé því ástæða til að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hann segir ekki ráðlegt að halda í mikil ferðalög nema fyrir þeim mun vanari bílstjóra, enda geti skyggni verið afar lítið. „Svo auk auk þess er hálka sumstaðar og leiðinleg færð á köflum þannig að þetta er svona hörkuvetrarveður núna sem gengur yfir landið,“ segir Þorsteinn. Búast megi við miklu vetrarveðri áfram í vikunni. „Það fer í ákveðna norðanátt núna strax á morgun og verður þannig út vikuna. Þá náttúrulega verður éljagangurinn og ofankomin bundin við norðanvert landið en á sunnanverðu landinu verður víða bjart og úrkomulítið í vikunni en kalt. Það er svona heldur að bæta í frostið.“ Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og allt norðurland. Veður hefur verið hvað verst í Eyjafirði í morgun, en þar hafa vindhviður hafa farið yfir 45 m/s og hafa björgunarsveitir þurft að sinna nokkrum útköllum. Þá er skyggni slæmt og éljagangur víða um land og hefur því verið gripið til lokana á vegum. Þannig er ófært um Öxnadalsheiði og Þröskulda milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar. Auk þess eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, gerir ráð fyrir að veðrið skáni nokkuð þegar líður á daginn. „Það var smá hvellur á Norðurlandi í morgun. Það gekk mjög kröpp og djúp lægð Norðaustur yfir landið. Það voru víða mjög öflugar vindhviður í Skagafirði, á Tröllaskaga og við Eyjafjörðinn. Það er nú heldur betur að lagast núna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn á þó von á því að áfram verði éljagangur í allan dag. Það sé því ástæða til að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hann segir ekki ráðlegt að halda í mikil ferðalög nema fyrir þeim mun vanari bílstjóra, enda geti skyggni verið afar lítið. „Svo auk auk þess er hálka sumstaðar og leiðinleg færð á köflum þannig að þetta er svona hörkuvetrarveður núna sem gengur yfir landið,“ segir Þorsteinn. Búast megi við miklu vetrarveðri áfram í vikunni. „Það fer í ákveðna norðanátt núna strax á morgun og verður þannig út vikuna. Þá náttúrulega verður éljagangurinn og ofankomin bundin við norðanvert landið en á sunnanverðu landinu verður víða bjart og úrkomulítið í vikunni en kalt. Það er svona heldur að bæta í frostið.“
Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18
Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18