Handbolti

Arnar Freyr: Þetta verður klikkað

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Arnar Freyr fékk að taka á því gegn Svíum.
Arnar Freyr fékk að taka á því gegn Svíum. vísir/ernir
Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson var enn brosandi daginn eftir sigurinn á Svíum. Sérstaklega sætt fyrir hann þar sem hann spilar í Svíþjóð.

„Þetta var alveg frábært. Maður er að spila með þessum gæjum og það verður æðislegt að koma til baka. Ég hef ekki strítt neinum enda hafa þeir lítið látið sjá sig,“ segir Arnar Freyr léttur.

Hann stóð í miklum átökum á línunni allan leikinn enda var ekkert gefið eftir.

„Þetta var geggjað. Að ná sigri og maður er að berjast fyrir liðið. Þetta voru hörkuslagsmál,“ segir Arnar sem þó náði ekki að skora í leiknum. Hann sótti þó nokkur vítaköst.

„Það vantaði mörkin og komu bara víti. Mörkin koma vonandi og vonandi næ ég líka að gera meira fyrir liðið.“

Línumaðurinn bíður spenntur eftir leiknum í kvöld enda verður stemningin engu lík.

„Þetta verður klikkað. Það mun reyna á andlegu hliðina að halda fókus. Þetta er það skemmtilegasta sem maður lendir í.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×