Svíarnir slegnir í rot í Split Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2018 06:00 Ólafur Guðmundsson skoraði sjö mörk þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Svíþjóð, 26-24, í fyrsta leik sínum á EM í Króatíu. vísir/ernir Handbolti Þeir sem hafa fylgst með íslenska landsliðinu í gegnum árin bjuggust væntanlega seint við því að sjá það 10 mörkum yfir gegn Svíþjóð á stórmóti. Sú var samt raunin í leik liðanna í A-riðli Evrópumótsins í Króatíu í gær. Íslenska liðið spilaði stórkostlega fyrstu 40 mínútur leiksins og yljaði manni um hjartaræturnar. Ísland gaf tóninn með því að skora fyrstu fjögur mörk leiksins. Eftir 14 mínútur var staðan 11-4, Íslendingum í vil, og Kristján Andrésson, þjálfari Svía, sá sig knúinn til að taka sitt annað leikhlé. Sænska liðið, sem spilaði svo vel á HM í fyrra, var í miklum vandræðum á báðum endum vallarins. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og ef Svíarnir komust í gegnum hana beið þeirra Björgvin Páll Gústavsson. Bakarinn úr Kópavogi varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Lygileg frammistaða. Aron Pálmarsson stýrði sóknarleiknum af mikilli festu og Ólafur Guðmundsson valdi rétta tímapunktinn til að eiga sinn besta leik á stórmóti. Hann skoraði fjögur af fyrstu níu mörkum Íslands og endaði með sjö mörk, flest í íslenska liðinu. Hægra megin var Rúnar Kárason heitur og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og fimm alls. Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks en til allrar hamingju gáfu vörnin og Björgvin Páll ekkert eftir. Staðan í hálfleik var 15-8, Íslandi í vil. Svíar skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik en Íslendingar svöruðu með 4-1 kafla og komust 10 mörkum yfir, 21-11. Í stöðunni 22-12 fór að halla undan fæti og sænska liðið gekk á lagið. Íslenska liðið fór afar illa að ráði sínu manni fleiri og fékk m.a. á sig þrjú mörk í röð í yfirtölu. Svíar skoruðu átta mörk gegn einu og minnkuðu muninn í þrjú mörk. En Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu, skoraði og fiskaði víti sem gaf mark. Strákarnir gerðu nóg til að landa sigrinum sem var tæpari en hann hefði átt að vera. En frammistaðan lengst af var frábær og gefur okkar mönnum byr í seglin fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun. EM 2018 í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Handbolti Þeir sem hafa fylgst með íslenska landsliðinu í gegnum árin bjuggust væntanlega seint við því að sjá það 10 mörkum yfir gegn Svíþjóð á stórmóti. Sú var samt raunin í leik liðanna í A-riðli Evrópumótsins í Króatíu í gær. Íslenska liðið spilaði stórkostlega fyrstu 40 mínútur leiksins og yljaði manni um hjartaræturnar. Ísland gaf tóninn með því að skora fyrstu fjögur mörk leiksins. Eftir 14 mínútur var staðan 11-4, Íslendingum í vil, og Kristján Andrésson, þjálfari Svía, sá sig knúinn til að taka sitt annað leikhlé. Sænska liðið, sem spilaði svo vel á HM í fyrra, var í miklum vandræðum á báðum endum vallarins. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og ef Svíarnir komust í gegnum hana beið þeirra Björgvin Páll Gústavsson. Bakarinn úr Kópavogi varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Lygileg frammistaða. Aron Pálmarsson stýrði sóknarleiknum af mikilli festu og Ólafur Guðmundsson valdi rétta tímapunktinn til að eiga sinn besta leik á stórmóti. Hann skoraði fjögur af fyrstu níu mörkum Íslands og endaði með sjö mörk, flest í íslenska liðinu. Hægra megin var Rúnar Kárason heitur og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og fimm alls. Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks en til allrar hamingju gáfu vörnin og Björgvin Páll ekkert eftir. Staðan í hálfleik var 15-8, Íslandi í vil. Svíar skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik en Íslendingar svöruðu með 4-1 kafla og komust 10 mörkum yfir, 21-11. Í stöðunni 22-12 fór að halla undan fæti og sænska liðið gekk á lagið. Íslenska liðið fór afar illa að ráði sínu manni fleiri og fékk m.a. á sig þrjú mörk í röð í yfirtölu. Svíar skoruðu átta mörk gegn einu og minnkuðu muninn í þrjú mörk. En Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu, skoraði og fiskaði víti sem gaf mark. Strákarnir gerðu nóg til að landa sigrinum sem var tæpari en hann hefði átt að vera. En frammistaðan lengst af var frábær og gefur okkar mönnum byr í seglin fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira