Titlarnir teknir af lögmönnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Lögmenn eru ekki lengur titlaðir með hdl eða hrl. vísir/anton brink Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. „Hinn formlegi titill er nú lögmaður. Mönnum þótti kannski þetta titlatog almennt ekki vera í samræmi við íslenskar hefðir og óþjált að vera með þrenns konar titla sem hefði orðið tilvikið eftir að Landsréttur tók til starfa,” segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Að auki sé þetta ákveðin leið til þess að gæta jafnræðis innan lögmannastéttarinnar. „Þetta sendir einnig þau skilaboð að allir lögmenn séu jafnir – þannig lagað. Við sáum það til dæmis mikið í gamla daga hjá lögmönnum sem fluttu aldrei mál og ætluðu kannski aldrei að leggja það fyrir sig, að þeir upplifðu þörf til þess að afla sér réttinda með tilheyrandi umstangi og veseni bara til þess að vera á pari við félagana varðandi titil. Þannig að hugmyndin er sú að senda þau skilaboð að það sé enginn munur á lögmönnum og lögmönnum þó þeir fáist við mismunandi hluti,” segir Reimar. Nú þurfi hver að hafa sinn háttinn á varðandi auðkenningu réttinda sinna. „Lögmenn hafa mismunandi rétt gagnvart dómstólum. Sumir hafa rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum, aðrir fyrir Landsrétti og enn aðrir fyrir Hæstarétti, en það er ekkert vikið að því í lögum hvernig menn auðkenna sig eða greina viðskiptavinum frá réttindi sínum. Það er auðvitað ákveðin þrepaskipting í réttindum manna, en ekki gerður neinn titilsmunur á þeim í lögum.” Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. „Hinn formlegi titill er nú lögmaður. Mönnum þótti kannski þetta titlatog almennt ekki vera í samræmi við íslenskar hefðir og óþjált að vera með þrenns konar titla sem hefði orðið tilvikið eftir að Landsréttur tók til starfa,” segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Að auki sé þetta ákveðin leið til þess að gæta jafnræðis innan lögmannastéttarinnar. „Þetta sendir einnig þau skilaboð að allir lögmenn séu jafnir – þannig lagað. Við sáum það til dæmis mikið í gamla daga hjá lögmönnum sem fluttu aldrei mál og ætluðu kannski aldrei að leggja það fyrir sig, að þeir upplifðu þörf til þess að afla sér réttinda með tilheyrandi umstangi og veseni bara til þess að vera á pari við félagana varðandi titil. Þannig að hugmyndin er sú að senda þau skilaboð að það sé enginn munur á lögmönnum og lögmönnum þó þeir fáist við mismunandi hluti,” segir Reimar. Nú þurfi hver að hafa sinn háttinn á varðandi auðkenningu réttinda sinna. „Lögmenn hafa mismunandi rétt gagnvart dómstólum. Sumir hafa rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum, aðrir fyrir Landsrétti og enn aðrir fyrir Hæstarétti, en það er ekkert vikið að því í lögum hvernig menn auðkenna sig eða greina viðskiptavinum frá réttindi sínum. Það er auðvitað ákveðin þrepaskipting í réttindum manna, en ekki gerður neinn titilsmunur á þeim í lögum.”
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira