Látinn borga fyrir fyrri flugleið til að halda þeirri seinni Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. janúar 2018 17:45 Skilmálarnir eru til endurskoðunar segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Vísir/Vilhelm Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda eigi það pantað flug með sama félagi heim. Theódór Hjalti Valsson lenti í slíku en hann greinir frá reynslu sinni á Facebook. Átti Theódór bókað flug til Osló með Icelandair nú í morgun en vegna óhapps, sem varð þess valdandi að hann er nú í gifsi, má hann ekki fljúga. Hann mun því koma sér til Oslóar með öðrum leiðum en á pantað flug heim til Íslands, frá Osló, með flugfélaginu í lok mánaðar og ákvað því í gærkvöldi að hringja til þess að láta vita að hann myndi þó mæta í það flug. Fékk hann þau skilaboð að greiða þyrfti breytingargjald og fargjaldamismun í ofanálag vildi hann geta innritað sig í það flug. Í samtali við Vísi segir hann að upphæðin sem hann þurfti að reiða fram hafi numið tæplega 24 þúsund krónum. Um 16-17 þúsund í breytingargjald og 7 þúsund í fargjaldamismun. „Það var ekki upphæðin sem fór í taugarnar á mér. Þetta er aðallega bara prinsippið,“ segir hann og setur spurningarmerki við gjaldtökuna. „Ég er bara með miða sem gildir og þó ég noti ekki alla þjónustuna þá er það bara mitt vandamál. Ef ég færi til dæmis í bíó væri ekki hægt að meina mér aðgang í hléi.“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir fyrirkomulagið óásættanlegt.mynd/neytendasamtökin„Óásættanlegt fyrirkomulag“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir í samtali við Vísi að hann sjái ekki alveg sjá rökin fyrir slíkri gjaldtöku. Búið er að greiða fyrir sæti báðar leiðir og þrátt fyrir að viðkomandi nýti ekki aðra leið komi það ekki niður á flugfélaginu. Annað hvort selji félagið sætið aftur eða skilur það eftir autt. Búið er að borga fyrir bæði flug og sér hann því ekki hvernig það fæst staðist að forföll í fyrra flug hafi áhrif á það seinna. „Þetta er óásættanlegt fyrirkomulag að mínu mati,“ segir Hrannar að lokum.Endurskoða skilmálanaÍ svari við fyrirspurn Vísis segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki kannast við tiltekið mál og átti því sig ekki fullkomlega á atvikum. Það sé hins vegar þannig að skilmálar flugfarseðla eru mismunandi. Gjarnan séu ódýrustu og þar með algengustu miðarnir með slíkum skilmálum. Það er að segja að ef ekki er mætt í fyrsta legg flugs þá falli þeir leggir sem á eftir koma niður. „Við erum að endurskoða þessa skilmála líkt og mörg önnur alþjóðleg flugfélög,“ segir Guðjón og hvetur fólk til þess að hafa samband við þjónustuver hafi það gilda ástæðu fyrir forföllum. „Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver okkar, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“Lesa má Facebook-færslu Theódórs í heild hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda eigi það pantað flug með sama félagi heim. Theódór Hjalti Valsson lenti í slíku en hann greinir frá reynslu sinni á Facebook. Átti Theódór bókað flug til Osló með Icelandair nú í morgun en vegna óhapps, sem varð þess valdandi að hann er nú í gifsi, má hann ekki fljúga. Hann mun því koma sér til Oslóar með öðrum leiðum en á pantað flug heim til Íslands, frá Osló, með flugfélaginu í lok mánaðar og ákvað því í gærkvöldi að hringja til þess að láta vita að hann myndi þó mæta í það flug. Fékk hann þau skilaboð að greiða þyrfti breytingargjald og fargjaldamismun í ofanálag vildi hann geta innritað sig í það flug. Í samtali við Vísi segir hann að upphæðin sem hann þurfti að reiða fram hafi numið tæplega 24 þúsund krónum. Um 16-17 þúsund í breytingargjald og 7 þúsund í fargjaldamismun. „Það var ekki upphæðin sem fór í taugarnar á mér. Þetta er aðallega bara prinsippið,“ segir hann og setur spurningarmerki við gjaldtökuna. „Ég er bara með miða sem gildir og þó ég noti ekki alla þjónustuna þá er það bara mitt vandamál. Ef ég færi til dæmis í bíó væri ekki hægt að meina mér aðgang í hléi.“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir fyrirkomulagið óásættanlegt.mynd/neytendasamtökin„Óásættanlegt fyrirkomulag“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir í samtali við Vísi að hann sjái ekki alveg sjá rökin fyrir slíkri gjaldtöku. Búið er að greiða fyrir sæti báðar leiðir og þrátt fyrir að viðkomandi nýti ekki aðra leið komi það ekki niður á flugfélaginu. Annað hvort selji félagið sætið aftur eða skilur það eftir autt. Búið er að borga fyrir bæði flug og sér hann því ekki hvernig það fæst staðist að forföll í fyrra flug hafi áhrif á það seinna. „Þetta er óásættanlegt fyrirkomulag að mínu mati,“ segir Hrannar að lokum.Endurskoða skilmálanaÍ svari við fyrirspurn Vísis segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki kannast við tiltekið mál og átti því sig ekki fullkomlega á atvikum. Það sé hins vegar þannig að skilmálar flugfarseðla eru mismunandi. Gjarnan séu ódýrustu og þar með algengustu miðarnir með slíkum skilmálum. Það er að segja að ef ekki er mætt í fyrsta legg flugs þá falli þeir leggir sem á eftir koma niður. „Við erum að endurskoða þessa skilmála líkt og mörg önnur alþjóðleg flugfélög,“ segir Guðjón og hvetur fólk til þess að hafa samband við þjónustuver hafi það gilda ástæðu fyrir forföllum. „Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver okkar, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“Lesa má Facebook-færslu Theódórs í heild hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira