Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er kominn aftur á upphafsreitinn, þar sem langur og glæsilegur ferill hans á stórmótum hófst. Guðjón Valur var tvítugur leikmaður KA þegar Þorbjörn Jensson valdi hann í íslenska landsliðshópinn fyrir EM í Króatíu árið 2000. EM, sem hefst í dag, fer einnig fram í Króatíu að þessu sinni. Og það er 21. stórmót Guðjóns Vals. Geri aðrir betur. „Mér finnst ekkert sérstakt að koma hingað aftur því ég hef oft spilað hérna með mínum félagsliðum í Meistaradeildinni. En þegar maður horfir til baka og hversu langyngstur ég var þá, það setur þetta í annað samhengi. Manni finnst maður ekki vera kominn á síðustu metrana. Ég er bara þakklátur og glaður að fá að vera hérna,“ sagði Guðjón Valur sem finnur alltaf fyrir fiðringi fyrir fyrsta leik á stórmóti. „Í hvert einasta skipti. Það er engin lygi. Hugsunin sem þú verður að temja þér er að það er bara næsti dagur sem telur. Það sem maður gerði fyrir einhverjum árum, og í mínu tilfelli áratugum, hjálpar manni ekki.“ Guðjón Valur er sem kunnugt er nýbakaður heimsmethafi. Í vináttuleiknum gegn Þýskalandi á sunnudaginn skoraði hann sitt 1.798 landsliðsmark. Hann sló þar með met Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk skoruð frá upphafi.Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið markahæstur í íslenska liðinu á sjö stórmótum í röð, eða frá EM 2012 sem fór fram í Serbíu.vísir/ernir„Ég er rosalega feginn að þetta sé búið,“ sagði Guðjón Valur. „Blaðamenn eru búnir að vera duglegir að halda þessu að manni og auðvitað er maður stoltur að eiga möguleika á að slá met. Það sem gleður mann enn meira eru viðbrögð strákanna. Við vorum mikið undir gegn Þýskalandi en þeir stóðu upp og samglöddust manni. Ég fæ enn gæsahúð að hugsa um það.“ Svíar eru andstæðingar Íslendinga í fyrsta leik á EM. Þjálfari þeirra er Kristján Andrésson, fyrrverandi samherji Guðjóns Vals í íslenska landsliðinu. Kristján tók við sænska liðinu haustið 2016 og undir hans stjórn endaði það í 6. sæti á HM 2017. „Hann er búinn að standa sig frábærlega sem þjálfari og gera merkilega hluti með þetta lið,“ sagði Guðjón Valur. „Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem þekkja til þessa liðs en ungu strákarnir þeirra eru að fara í topplið í Þýskalandi. Þetta eru góðir handboltamenn og með þjálfara sem hefur gert mjög skemmtilegt lið úr þessu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn sem deilir stöðu vinstri hornamanns hjá Rhein-Neckar Löwen með sænska ungstirninu Jerry Tollbring. Þrátt fyrir að árangurinn gegn Svíum hafi verið misjafn í gegnum tíðina segir Guðjón Valur alltaf skemmtilegt að spila á móti þeim. „Það er ótrúlega gaman fyrir okkur Íslendinga að spila við Svía, Norðmenn og Dani. Það var alltaf þessi Svíagrýla en svo tókst okkur að leggja hana. Það eru hæðir og lægðir í þessu og þeir eru núna á hraðri uppleið eftir nokkur mögur ár. Það verður gaman að eiga við þá. Ég hlakka mikið til,“ sagði Guðjón Valur að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er kominn aftur á upphafsreitinn, þar sem langur og glæsilegur ferill hans á stórmótum hófst. Guðjón Valur var tvítugur leikmaður KA þegar Þorbjörn Jensson valdi hann í íslenska landsliðshópinn fyrir EM í Króatíu árið 2000. EM, sem hefst í dag, fer einnig fram í Króatíu að þessu sinni. Og það er 21. stórmót Guðjóns Vals. Geri aðrir betur. „Mér finnst ekkert sérstakt að koma hingað aftur því ég hef oft spilað hérna með mínum félagsliðum í Meistaradeildinni. En þegar maður horfir til baka og hversu langyngstur ég var þá, það setur þetta í annað samhengi. Manni finnst maður ekki vera kominn á síðustu metrana. Ég er bara þakklátur og glaður að fá að vera hérna,“ sagði Guðjón Valur sem finnur alltaf fyrir fiðringi fyrir fyrsta leik á stórmóti. „Í hvert einasta skipti. Það er engin lygi. Hugsunin sem þú verður að temja þér er að það er bara næsti dagur sem telur. Það sem maður gerði fyrir einhverjum árum, og í mínu tilfelli áratugum, hjálpar manni ekki.“ Guðjón Valur er sem kunnugt er nýbakaður heimsmethafi. Í vináttuleiknum gegn Þýskalandi á sunnudaginn skoraði hann sitt 1.798 landsliðsmark. Hann sló þar með met Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk skoruð frá upphafi.Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið markahæstur í íslenska liðinu á sjö stórmótum í röð, eða frá EM 2012 sem fór fram í Serbíu.vísir/ernir„Ég er rosalega feginn að þetta sé búið,“ sagði Guðjón Valur. „Blaðamenn eru búnir að vera duglegir að halda þessu að manni og auðvitað er maður stoltur að eiga möguleika á að slá met. Það sem gleður mann enn meira eru viðbrögð strákanna. Við vorum mikið undir gegn Þýskalandi en þeir stóðu upp og samglöddust manni. Ég fæ enn gæsahúð að hugsa um það.“ Svíar eru andstæðingar Íslendinga í fyrsta leik á EM. Þjálfari þeirra er Kristján Andrésson, fyrrverandi samherji Guðjóns Vals í íslenska landsliðinu. Kristján tók við sænska liðinu haustið 2016 og undir hans stjórn endaði það í 6. sæti á HM 2017. „Hann er búinn að standa sig frábærlega sem þjálfari og gera merkilega hluti með þetta lið,“ sagði Guðjón Valur. „Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem þekkja til þessa liðs en ungu strákarnir þeirra eru að fara í topplið í Þýskalandi. Þetta eru góðir handboltamenn og með þjálfara sem hefur gert mjög skemmtilegt lið úr þessu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn sem deilir stöðu vinstri hornamanns hjá Rhein-Neckar Löwen með sænska ungstirninu Jerry Tollbring. Þrátt fyrir að árangurinn gegn Svíum hafi verið misjafn í gegnum tíðina segir Guðjón Valur alltaf skemmtilegt að spila á móti þeim. „Það er ótrúlega gaman fyrir okkur Íslendinga að spila við Svía, Norðmenn og Dani. Það var alltaf þessi Svíagrýla en svo tókst okkur að leggja hana. Það eru hæðir og lægðir í þessu og þeir eru núna á hraðri uppleið eftir nokkur mögur ár. Það verður gaman að eiga við þá. Ég hlakka mikið til,“ sagði Guðjón Valur að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn