Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum Haraldur Guðmundsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Fasteignaviðskiptum þar sem keypt er yfir ásettu verði hefur fækkað hratt síðan í vor. Fréttablaðið/Vilhelm Viðskipti „Það er ekkert sem bendir til þess að fasteignaverð muni lækka enda hafa vextir lækkað og kaupmáttur að aukast,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala (FF), um þær tölur sem birtast í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um þróun húsnæðismarkaðarins. Í skýrslunni segir að sumir geti orðið varir um sig í ljósi sögunnar eftir að 0,7 prósenta lækkun varð á fasteignaverði í nóvember síðastliðnum. Það hafi verið í fyrsta skipti síðan í júní 2014 sem verð á fjölbýli og sérbýli lækkaði milli mánaða. Sex mánaða hækkun íbúðaverðs sé nú aðeins 1,8 prósent og hækkunartakturinn minnkað mikið síðan í sumar. Einnig er bent á að þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 16 prósent í desember miðað við mánuðinn á undan og 20 prósent miðað við sama mánuð 2016. „Þessi 0,7 prósenta lækkun er mjög óveruleg og segir ekki til um að markaðurinn sé á niðurleið heldur sé þetta allt að ná jafnvægi með minniháttar sveiflum eftir að hann ofreis um síðustu páska. Árið lítur vel út með auknu framboði á nýbyggingum og okkar reynsla er sú að það hefur alltaf ruðningsáhrif og aðrir losa sig við eignir og markaðurinn kemst í eðlilega hringrás,“ segir Kjartan. „Þetta hefur einkennst af meira jafnvægi og framboði og eðlilegri markaði. Þessar tölur sýna hvað er að seljast yfir ásettu verði og er eðlilegt hlutfall að mínu mati,“ segir Kjartan en í skýrslunni kemur fram að um 78 prósent íbúða hafi selst undir ásettu verði í nóvember. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali hjá Híbýlum og fyrrverandi formaður FF, tekur undir með Kjartani og spáir að verð muni hækka. „Þessir mánuðir sem þarna er um að ræða eru einmitt þeir rólegustu á árinu. Núna á nýju ári finn ég strax að markaðurinn er að taka allvel við sér en hins vegar er það fagnaðarefni að það hægist að einhverju leyti á honum því ástandið í byrjun árs í fyrra með þeim hækkunum var ekki gott,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Viðskipti Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffihúsi Samhjálpar Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Viðskipti „Það er ekkert sem bendir til þess að fasteignaverð muni lækka enda hafa vextir lækkað og kaupmáttur að aukast,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala (FF), um þær tölur sem birtast í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um þróun húsnæðismarkaðarins. Í skýrslunni segir að sumir geti orðið varir um sig í ljósi sögunnar eftir að 0,7 prósenta lækkun varð á fasteignaverði í nóvember síðastliðnum. Það hafi verið í fyrsta skipti síðan í júní 2014 sem verð á fjölbýli og sérbýli lækkaði milli mánaða. Sex mánaða hækkun íbúðaverðs sé nú aðeins 1,8 prósent og hækkunartakturinn minnkað mikið síðan í sumar. Einnig er bent á að þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 16 prósent í desember miðað við mánuðinn á undan og 20 prósent miðað við sama mánuð 2016. „Þessi 0,7 prósenta lækkun er mjög óveruleg og segir ekki til um að markaðurinn sé á niðurleið heldur sé þetta allt að ná jafnvægi með minniháttar sveiflum eftir að hann ofreis um síðustu páska. Árið lítur vel út með auknu framboði á nýbyggingum og okkar reynsla er sú að það hefur alltaf ruðningsáhrif og aðrir losa sig við eignir og markaðurinn kemst í eðlilega hringrás,“ segir Kjartan. „Þetta hefur einkennst af meira jafnvægi og framboði og eðlilegri markaði. Þessar tölur sýna hvað er að seljast yfir ásettu verði og er eðlilegt hlutfall að mínu mati,“ segir Kjartan en í skýrslunni kemur fram að um 78 prósent íbúða hafi selst undir ásettu verði í nóvember. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali hjá Híbýlum og fyrrverandi formaður FF, tekur undir með Kjartani og spáir að verð muni hækka. „Þessir mánuðir sem þarna er um að ræða eru einmitt þeir rólegustu á árinu. Núna á nýju ári finn ég strax að markaðurinn er að taka allvel við sér en hins vegar er það fagnaðarefni að það hægist að einhverju leyti á honum því ástandið í byrjun árs í fyrra með þeim hækkunum var ekki gott,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Viðskipti Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffihúsi Samhjálpar Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira