James Franco hafnar ásökunum um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 18:18 Franco hefur áður verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð 17 ára stúlku. Vísir/Getty Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. Mikil umræða skapaðist um Franco í kjölfar Golden Globe verðlaunanna þar sem hann vann til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Tommy Wiseau í myndinni The Disaster Artist. Mörgum þótti óviðeigandi að Franco væri með „Time‘s Up“ nælu til að styðja herferð kvenna um að kynferðisleg áreitni muni ekki lengur líðast á vinnustöðum, þá sérstaklega í skemmtanaiðnaðinum. Leikkonan Ally Sheedy tók til Twitter og sagði að Franco væri skýrt dæmi um hvers vegna hún hafi ákveðið að hætta í kvikmynda og sjónvarpsiðnaðinum. Sheedy hefur síðan eytt tístum sínum um Franco en nokkur önnur standa enn. Til dæmis frásögn Sarah Tither-Kaplan sem sagði að Franco hefði fyrir örfáum vikum sagt henni að nektaratriði sem hún hafi þurft að leika í í tveimur myndum Franco fyrir 100 dollara á dal hafi ekki verið misnotkun á aðstæðum vegna þess að hún hafi skrifað undir samning þess efnis. Hey James Franco, nice #timesup pin at the #GoldenGlobes , remember a few weeks ago when you told me the full nudity you had me do in two of your movies for $100/day wasn't exploitative because I signed a contract to do it? Times up on that!— Sarah Tither-Kaplan (@sarahtk) January 8, 2018 Önnur kona, Violet Paley, segir að Franco hafi þrýst höfði sínu að getnaðarlim hans. Þá hafi hann einnig beðið vinkonu hennar að hitta sig á hótelherbergi þegar hún var 17 ára gömul. Þá hafði Franco verið sakaður um að gera hosur sínar grænar fyrir annarri 17 ára stúlku. Það vakti athygli fjölmiðla árið 2014 þegar Franco var 35 ára. Cute #TIMESUP pin James Franco. Remember the time you pushed my head down in a car towards your exposed penis & that other time you told my friend to come to your hotel when she was 17? After you had already been caught doing that to a different 17 year old?— Violet Paley (@VioletPaley) January 8, 2018 Franco ræddi þessar ásakanir í viðtali við Stephen Colbert í spjallþætti hins síðarnefnda. Þar sagðist hann ekki sjálfur hafa séð tístin þar sem hann er sakaður um ósæmilega hegðun en að honum hafi verið bent á þau. Hann segir þau ekki rétt og segist ekki vita hvers vegna Ally Sheedy sé honum reið, en þau unnu saman þegar Franco leikstýrði Sheedy í leikriti árið 2014. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hún var reið,“ sagði Franco. „Hinar, sjáðu til, ég er stoltur af því að taka ábyrgð á því sem ég geri. Ég verð að gera það til að viðhalda eigin geðheilsu. Ég geri það þegar ég veit að eitthvað er að eða að ég þarf að breyta einhverju. Ég er mjög meðvitaður um það.“ „Hlutirnir sem ég frétti að væru á Twitter eru ekki réttir, en ég styð fólk fullkomlega við að stíga fram og láta rödd sína heyrast því þessi hópur hefur verið raddlaus í svo langan tíma. Ég vil ekki þagga niður í þeim á neinn hátt. Þetta er að mínu mati af hinu góða og ég styð þetta.“ Franco átti að koma fram ásamt bróður sínum Dave Franco á viðburði á vegum The New York Times til að ræða kvikmyndina The Disaster Artist í dag en hætt var við viðburðinn eftir að umræða um athæfi Franco kom upp í vikunni. MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. Mikil umræða skapaðist um Franco í kjölfar Golden Globe verðlaunanna þar sem hann vann til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Tommy Wiseau í myndinni The Disaster Artist. Mörgum þótti óviðeigandi að Franco væri með „Time‘s Up“ nælu til að styðja herferð kvenna um að kynferðisleg áreitni muni ekki lengur líðast á vinnustöðum, þá sérstaklega í skemmtanaiðnaðinum. Leikkonan Ally Sheedy tók til Twitter og sagði að Franco væri skýrt dæmi um hvers vegna hún hafi ákveðið að hætta í kvikmynda og sjónvarpsiðnaðinum. Sheedy hefur síðan eytt tístum sínum um Franco en nokkur önnur standa enn. Til dæmis frásögn Sarah Tither-Kaplan sem sagði að Franco hefði fyrir örfáum vikum sagt henni að nektaratriði sem hún hafi þurft að leika í í tveimur myndum Franco fyrir 100 dollara á dal hafi ekki verið misnotkun á aðstæðum vegna þess að hún hafi skrifað undir samning þess efnis. Hey James Franco, nice #timesup pin at the #GoldenGlobes , remember a few weeks ago when you told me the full nudity you had me do in two of your movies for $100/day wasn't exploitative because I signed a contract to do it? Times up on that!— Sarah Tither-Kaplan (@sarahtk) January 8, 2018 Önnur kona, Violet Paley, segir að Franco hafi þrýst höfði sínu að getnaðarlim hans. Þá hafi hann einnig beðið vinkonu hennar að hitta sig á hótelherbergi þegar hún var 17 ára gömul. Þá hafði Franco verið sakaður um að gera hosur sínar grænar fyrir annarri 17 ára stúlku. Það vakti athygli fjölmiðla árið 2014 þegar Franco var 35 ára. Cute #TIMESUP pin James Franco. Remember the time you pushed my head down in a car towards your exposed penis & that other time you told my friend to come to your hotel when she was 17? After you had already been caught doing that to a different 17 year old?— Violet Paley (@VioletPaley) January 8, 2018 Franco ræddi þessar ásakanir í viðtali við Stephen Colbert í spjallþætti hins síðarnefnda. Þar sagðist hann ekki sjálfur hafa séð tístin þar sem hann er sakaður um ósæmilega hegðun en að honum hafi verið bent á þau. Hann segir þau ekki rétt og segist ekki vita hvers vegna Ally Sheedy sé honum reið, en þau unnu saman þegar Franco leikstýrði Sheedy í leikriti árið 2014. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hún var reið,“ sagði Franco. „Hinar, sjáðu til, ég er stoltur af því að taka ábyrgð á því sem ég geri. Ég verð að gera það til að viðhalda eigin geðheilsu. Ég geri það þegar ég veit að eitthvað er að eða að ég þarf að breyta einhverju. Ég er mjög meðvitaður um það.“ „Hlutirnir sem ég frétti að væru á Twitter eru ekki réttir, en ég styð fólk fullkomlega við að stíga fram og láta rödd sína heyrast því þessi hópur hefur verið raddlaus í svo langan tíma. Ég vil ekki þagga niður í þeim á neinn hátt. Þetta er að mínu mati af hinu góða og ég styð þetta.“ Franco átti að koma fram ásamt bróður sínum Dave Franco á viðburði á vegum The New York Times til að ræða kvikmyndina The Disaster Artist í dag en hætt var við viðburðinn eftir að umræða um athæfi Franco kom upp í vikunni.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira