Litlar væntingar en möguleikar fyrir hendi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Varnarleikur Íslands þarf að vera góður á EM. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á tíunda Evrópumótinu í röð á morgun. Þá mæta strákarnir okkar Svíum sem Íslendingurinn Kristján Andrésson þjálfar. Auk Svíþjóðar er Ísland í riðli með Króatíu og Serbíu. Þrjú efstu liðin komast í milliriðla. Ísland rúllaði yfir Japan, 42-25, í fyrsta leiknum fyrir EM en tapaði svo tveimur leikjum gegn Evrópumeisturum Þýskalands með samtals 16 mörkum. Þjóðverjar eru með gríðarlega sterkt lið sem þykir líklegt til afreka á EM. Þrátt fyrir það olli frammistaða Íslendinga í leikjunum tveimur vonbrigðum. Vörnin var slök í fyrri leiknum en í þeim seinni brást sóknin. Stefán Árnason, þjálfari KA, segir að væntingastuðullinn fyrir EM í Króatíu sé ekkert rosalega hár. „Það eru ekki miklar væntingar til liðsins. En stundum hefur gengið vel í undirbúningsleikjunum en svo allt annað verið uppi á teningnum í mótinu sjálfu. Og svo öfugt,“ sagði Stefán en skemmst er að minnast þess að Ísland vann Þýskaland á útivelli í undirbúningnum fyrir EM 2016. Íslendingar komust svo ekki upp úr sínum riðli á EM á meðan Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar. „Það er erfitt verkefni fyrir höndum en það er alveg möguleiki að gera eitthvað. Ég held að fyrsti leikurinn gegn Svíum sé galopinn og okkar menn munu mæta gríðarlega vel stemmdir.“ Aron Pálmarsson lék ekki með Íslandi í seinni leiknum gegn Þýskalandi vegna meiðsla í baki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Aron verður með á EM en líkurnar á því þykja meiri en minni. „Það breytir öllu að hann sé með. Það er einn dagur á milli leikja í riðlakeppninni og það hjálpar,“ sagði Stefán en án Arons er skotógnin fyrir utan hjá Íslandi ekki jafn mikil og þegar hans nýtur við. „Þjóðverjarnir voru mjög aftarlega gegn okkur í seinni leiknum og stigu ekkert út. Skotógnin fyrir utan var ekki nægilega mikil. Án Arons verður þetta brekka en með hann getum við unnið alla, ef allt gengur upp.“ Síðan Geir Sveinsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrir tæpum tveimur árum hefur varnarleikur þess verið nokkuð sterkur. Það voru hins vegar miklar brotalamir í honum í leiknum gegn Þjóðverjum. „Það er algjört lykilatriði að við höfum vörn og markvörslu til að byggja á,“ sagði Stefán sem telur allar líkur á því að Ísland byrji í sinni hefðbundnu 6-0 vörn en geti breytt yfir í 5-1 vörnina, sem liðið hefur spilað með ágætum árangri að undanförnu, ef þörf krefur. Stefán telur að möguleikar Íslands liggi í leikjunum gegn Svíþjóð og Serbíu. „Króatarnir verða gífurlega erfiðir á heimavelli og ég held að það sé klárt að þeir fari í það minnsta í undanúrslit,“ sagði Stefán sem var hrifinn af sænska liðinu á HM í fyrra. „Það eru ekkert rosalega margir þekktir leikmenn hjá þeim. Þeir eru vel spilandi og með sitt á hreinu. En ég held að það sé ekkert verra að mæta þeim í fyrsta leik. Það er mikil hvatning fyrir okkur og það er gaman að spila gegn Svíunum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á tíunda Evrópumótinu í röð á morgun. Þá mæta strákarnir okkar Svíum sem Íslendingurinn Kristján Andrésson þjálfar. Auk Svíþjóðar er Ísland í riðli með Króatíu og Serbíu. Þrjú efstu liðin komast í milliriðla. Ísland rúllaði yfir Japan, 42-25, í fyrsta leiknum fyrir EM en tapaði svo tveimur leikjum gegn Evrópumeisturum Þýskalands með samtals 16 mörkum. Þjóðverjar eru með gríðarlega sterkt lið sem þykir líklegt til afreka á EM. Þrátt fyrir það olli frammistaða Íslendinga í leikjunum tveimur vonbrigðum. Vörnin var slök í fyrri leiknum en í þeim seinni brást sóknin. Stefán Árnason, þjálfari KA, segir að væntingastuðullinn fyrir EM í Króatíu sé ekkert rosalega hár. „Það eru ekki miklar væntingar til liðsins. En stundum hefur gengið vel í undirbúningsleikjunum en svo allt annað verið uppi á teningnum í mótinu sjálfu. Og svo öfugt,“ sagði Stefán en skemmst er að minnast þess að Ísland vann Þýskaland á útivelli í undirbúningnum fyrir EM 2016. Íslendingar komust svo ekki upp úr sínum riðli á EM á meðan Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar. „Það er erfitt verkefni fyrir höndum en það er alveg möguleiki að gera eitthvað. Ég held að fyrsti leikurinn gegn Svíum sé galopinn og okkar menn munu mæta gríðarlega vel stemmdir.“ Aron Pálmarsson lék ekki með Íslandi í seinni leiknum gegn Þýskalandi vegna meiðsla í baki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Aron verður með á EM en líkurnar á því þykja meiri en minni. „Það breytir öllu að hann sé með. Það er einn dagur á milli leikja í riðlakeppninni og það hjálpar,“ sagði Stefán en án Arons er skotógnin fyrir utan hjá Íslandi ekki jafn mikil og þegar hans nýtur við. „Þjóðverjarnir voru mjög aftarlega gegn okkur í seinni leiknum og stigu ekkert út. Skotógnin fyrir utan var ekki nægilega mikil. Án Arons verður þetta brekka en með hann getum við unnið alla, ef allt gengur upp.“ Síðan Geir Sveinsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrir tæpum tveimur árum hefur varnarleikur þess verið nokkuð sterkur. Það voru hins vegar miklar brotalamir í honum í leiknum gegn Þjóðverjum. „Það er algjört lykilatriði að við höfum vörn og markvörslu til að byggja á,“ sagði Stefán sem telur allar líkur á því að Ísland byrji í sinni hefðbundnu 6-0 vörn en geti breytt yfir í 5-1 vörnina, sem liðið hefur spilað með ágætum árangri að undanförnu, ef þörf krefur. Stefán telur að möguleikar Íslands liggi í leikjunum gegn Svíþjóð og Serbíu. „Króatarnir verða gífurlega erfiðir á heimavelli og ég held að það sé klárt að þeir fari í það minnsta í undanúrslit,“ sagði Stefán sem var hrifinn af sænska liðinu á HM í fyrra. „Það eru ekkert rosalega margir þekktir leikmenn hjá þeim. Þeir eru vel spilandi og með sitt á hreinu. En ég held að það sé ekkert verra að mæta þeim í fyrsta leik. Það er mikil hvatning fyrir okkur og það er gaman að spila gegn Svíunum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira