Öldruðum áfram haldið niðri við fátæktarmörk Björgvin Guðmundsson skrifar 11. janúar 2018 07:00 Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2018 á lífeyrir hjá einhleypum öldruðum og öryrkjum að hækka um 4,7% frá áramótum. Auk þess kemur örlítil hækkun til viðbótar til þess að upphæð lífeyris einstaklinga fyrir skatt nái 300 þúsund á mánuði í samræmi við það, sem ákveðið var í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga, þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi. Þá var ákveðið að lífeyrir mundi hækka árið 2018 í sömu fjárhæð og lágmarkslaun en þau verða 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. 5% verkafólks eru á lágmarkslaunum en hinir sem betur fer á hærri töxtum. Því er það furðulegt, að lífeyrir aldraðra skuli miðaður við slíkan pappírstaxta. En á þennan hátt er tryggt að aldraðir og öryrkjar séu áfram niðri við fátæktarmörk! Nýja ríkisstjórnin, sem er undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hækkaði ekkert lífeyri aldraðra og öryrkja í jólamánuðinum. Aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð voru látnir halda jólin með 197 þúsund kr. í lífeyri eftir skatt í mánuðinum, þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir fengu 230 þúsund kr. eftir skatt í mánuðinum. Þetta var jólagjöf ríkisstjórnar Vinstri grænna til aldraðra og öryrkja og allir geta litið í eigin barm og séð, að ekki er unnt að halda jól á þessari hungurlús. Það er ekki einu sinni unnt að greiða öll brýnustu útgjöld af þessu lítilræði. Lyf eða læknishjálp verða oft útundan en það er mannréttindabrot. Jólamaturinn verður fábrotinn, þegar stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svona naumt. Og erfitt er fyrir afa og ömmu, langafa og langömmu að gefa jólagjafir, þegar ríkisstjórnin þrýstir lífeyrinum svona niður. Það breytir engu þó lífeyrir hækki í byrjun árs 2018 um 4,7%. Bæði Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, og Landssamband eldri borgara hafa mótmælt því við stjórnvöld, að svo naumt eigi að skammta öldruðum og öryrkjum áfram. Aðeins 29% öryrkja fá örlitla viðbótarhækkun! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í viðtali á Hringbraut, sjónvarpsstöð. Hún sagðist ekki skilja hvernig kjararáð, ríkisstofnun, úrskurðaði á grundvelli laga og launaþróunar, að laun stjórnmálamanna og embættismanna ættu að hækka um marga tugi prósenta og langt til baka á sama tíma og ríkisvaldið úrskurðaði að á grundvelli 69. greinar laga um almannatryggingar, sem einnig ætti að byggja á launaþróun, að laun öryrkja (og aldraðra) ættu að hækka um 4,7%. (Launahækkun þingmanna 2016 44%, laun 1,1 milljón fyrir utan aukagreiðslur, launahækkun ráðherra 36%, laun 1,8 milljón fyrir utan aukagreiðslur, laun forsætisráðherra hækkuð í rúmar tvær millj. fyrir utan aukagreiðslur. Þetta gerðist haustið 2016 en fyrr á árinu, 1. júní, höfðu þessir aðilar einnig fengið mikla hækkun). Meðallaun í landinu eru tæpar 700 þúsund kr. fyrir skatt. Það er því ljóst, að það stenst ekki að halda lífeyri aldraðra og öryrkja svo langt niðri eins raun ber vitni. Það er furðulegt, að Vinstri grænir, sem kalla sig róttækan vinstri flokk, skuli standa að því að níðast á þennan hátt á kjörum aldraðra og öryrkja. Í umræddu viðtali við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, á Hringbraut sagði hún frá því, að svo virtist sem stjórnvöld vildu að kjarabætur, sem öryrkjar hugsanlega fengju, yrðu einhvers konar skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat. En stjórnvöld hafa um tveggja ára skeið þrýst mjög á, að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. lagði mikla áherslu á það 2016 við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar. Ríkisstjórn Sigurðar Inga gekk svo langt gegn Öryrkjabandalaginu, að hún beitti það þvingunaraðgerðum. Þegar ÖBÍ var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumatið strax, vildi kynna sér það betur, sem eðlilegt er, þá beitti ríkisstjórn Sigurðar Inga öryrkja hefndaraðgerðum: Ríkisstjórnin ákvað að öryrkjar fengju ekki sömu kjarabætur og aldraðir! Þetta var fáheyrt og minnti helst á vinnubrögð í austantjaldslöndum. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en hún var látin haldast hjá öryrkjum og er þar enn í gildi. Þetta var gert í hefndarskyni gegn öryrkjum. Og ríkisstjórn Sigurðar Inga komst upp með þetta! Það eru viðhöfð sömu vinnubrögð nú gegn öryrkjum og ríkisstjórn Sigurðar Inga beitti. Nýja ríkisstjórnin reynir að þvinga öryrkja til hlýðni i starfsgetumatsmálinu. Það er lygilegt. Það er furðulegt. Þetta er eins og í bananalýðveldi. Og samkvæmt frásögn nýs formanns ÖBÍ virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp þessi sömu þvingunarvinnubrögð! Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2018 á lífeyrir hjá einhleypum öldruðum og öryrkjum að hækka um 4,7% frá áramótum. Auk þess kemur örlítil hækkun til viðbótar til þess að upphæð lífeyris einstaklinga fyrir skatt nái 300 þúsund á mánuði í samræmi við það, sem ákveðið var í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga, þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi. Þá var ákveðið að lífeyrir mundi hækka árið 2018 í sömu fjárhæð og lágmarkslaun en þau verða 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. 5% verkafólks eru á lágmarkslaunum en hinir sem betur fer á hærri töxtum. Því er það furðulegt, að lífeyrir aldraðra skuli miðaður við slíkan pappírstaxta. En á þennan hátt er tryggt að aldraðir og öryrkjar séu áfram niðri við fátæktarmörk! Nýja ríkisstjórnin, sem er undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hækkaði ekkert lífeyri aldraðra og öryrkja í jólamánuðinum. Aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð voru látnir halda jólin með 197 þúsund kr. í lífeyri eftir skatt í mánuðinum, þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir fengu 230 þúsund kr. eftir skatt í mánuðinum. Þetta var jólagjöf ríkisstjórnar Vinstri grænna til aldraðra og öryrkja og allir geta litið í eigin barm og séð, að ekki er unnt að halda jól á þessari hungurlús. Það er ekki einu sinni unnt að greiða öll brýnustu útgjöld af þessu lítilræði. Lyf eða læknishjálp verða oft útundan en það er mannréttindabrot. Jólamaturinn verður fábrotinn, þegar stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svona naumt. Og erfitt er fyrir afa og ömmu, langafa og langömmu að gefa jólagjafir, þegar ríkisstjórnin þrýstir lífeyrinum svona niður. Það breytir engu þó lífeyrir hækki í byrjun árs 2018 um 4,7%. Bæði Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, og Landssamband eldri borgara hafa mótmælt því við stjórnvöld, að svo naumt eigi að skammta öldruðum og öryrkjum áfram. Aðeins 29% öryrkja fá örlitla viðbótarhækkun! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í viðtali á Hringbraut, sjónvarpsstöð. Hún sagðist ekki skilja hvernig kjararáð, ríkisstofnun, úrskurðaði á grundvelli laga og launaþróunar, að laun stjórnmálamanna og embættismanna ættu að hækka um marga tugi prósenta og langt til baka á sama tíma og ríkisvaldið úrskurðaði að á grundvelli 69. greinar laga um almannatryggingar, sem einnig ætti að byggja á launaþróun, að laun öryrkja (og aldraðra) ættu að hækka um 4,7%. (Launahækkun þingmanna 2016 44%, laun 1,1 milljón fyrir utan aukagreiðslur, launahækkun ráðherra 36%, laun 1,8 milljón fyrir utan aukagreiðslur, laun forsætisráðherra hækkuð í rúmar tvær millj. fyrir utan aukagreiðslur. Þetta gerðist haustið 2016 en fyrr á árinu, 1. júní, höfðu þessir aðilar einnig fengið mikla hækkun). Meðallaun í landinu eru tæpar 700 þúsund kr. fyrir skatt. Það er því ljóst, að það stenst ekki að halda lífeyri aldraðra og öryrkja svo langt niðri eins raun ber vitni. Það er furðulegt, að Vinstri grænir, sem kalla sig róttækan vinstri flokk, skuli standa að því að níðast á þennan hátt á kjörum aldraðra og öryrkja. Í umræddu viðtali við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, á Hringbraut sagði hún frá því, að svo virtist sem stjórnvöld vildu að kjarabætur, sem öryrkjar hugsanlega fengju, yrðu einhvers konar skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat. En stjórnvöld hafa um tveggja ára skeið þrýst mjög á, að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. lagði mikla áherslu á það 2016 við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar. Ríkisstjórn Sigurðar Inga gekk svo langt gegn Öryrkjabandalaginu, að hún beitti það þvingunaraðgerðum. Þegar ÖBÍ var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumatið strax, vildi kynna sér það betur, sem eðlilegt er, þá beitti ríkisstjórn Sigurðar Inga öryrkja hefndaraðgerðum: Ríkisstjórnin ákvað að öryrkjar fengju ekki sömu kjarabætur og aldraðir! Þetta var fáheyrt og minnti helst á vinnubrögð í austantjaldslöndum. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en hún var látin haldast hjá öryrkjum og er þar enn í gildi. Þetta var gert í hefndarskyni gegn öryrkjum. Og ríkisstjórn Sigurðar Inga komst upp með þetta! Það eru viðhöfð sömu vinnubrögð nú gegn öryrkjum og ríkisstjórn Sigurðar Inga beitti. Nýja ríkisstjórnin reynir að þvinga öryrkja til hlýðni i starfsgetumatsmálinu. Það er lygilegt. Það er furðulegt. Þetta er eins og í bananalýðveldi. Og samkvæmt frásögn nýs formanns ÖBÍ virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp þessi sömu þvingunarvinnubrögð! Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar