Verðbólgan í fótbolta er rétt að byrja Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvernig gat hann kostað 20 milljarða? Eru þessar upphæðir í fótboltanum ekki komnar út í bölvaða vitleysu? Í kjölfar félagsskipta Philippes Coutinho til Barcelona um helgina hefur mikið verið rætt um óðaverðbólgu í knattspyrnuheiminum og hvort einhver innistæða sé fyrir henni. Ég tel svo vera og ekki bara vegna aukins fjölda ofurríkra eigenda. Bráðlega hefjast viðræður um næsta útsendingarrétt frá enska boltanum. Sá samningur sem nú er í gildi var um 70% hærri en sá fyrri og þrefalt dýrari en árin 2010-2013. Fréttir herma að nú muni sjónvarpsstöðvarnar fá samkeppni frá aðilum á borð við Amazon, Google og Facebook og verðið gæti hækkað enn frekar. Það skiptir samt fleira máli en sjónvarpið og þó ef til vill sé minna rætt um markaðssetningu knattspyrnuliða en leikmannasölur og sjónvarpsútsendingar hefur vöxturinn einnig verið gríðarlegur á þeirri hlið rekstursins. Nýr samningur Barcelona við Nike tekur gildi á næsta tímabili, en hann mun skila liðinu 140 milljónum punda (20 milljörðum króna) á ári. Ný auglýsing á treyjunum bætir 44 milljónum punda (6 milljörðum) við. Hvert sem litið er virðast upphæðirnar hækka, einkum þó hjá þekktustu félagsliðum Evrópu og í ensku úrvalsdeildinni. Allt er þetta afleiðing sömu þróunar, vaxtar alþjóðlegu millistéttarinnar. Sá vöxtur er vonandi bara rétt að byrja. Raunar spáir bandaríska hugveitan Brookings 30% vexti milli áranna 2016 og 2022, en það er milljarður manna. Reiknað er með að 88% þess vaxtar verði í Asíu, þar sem markaðssetning fótboltans hefur verið á fleygiferð. Vexti millistéttar fylgir að fleiri hafa einhverja aura á milli handanna til að kaupa sér áskrift að áhugamálinu, varning eða horfa á leikinn með félögunum á hverfisbarnum. Meiri neyslu fylgja enn fremur meiri tekjur fyrir stærstu auglýsendur heims, sem eru einmitt Facebook og Google. Áhugi þeirra á að festa þennan spennandi markhóp á miðlum sínum ætti því ekki að koma á óvart. Hið neikvæða er að þetta mun að öllum líkindum hafa í för með sér enn meiri ójöfnuð í fjárhagslegum styrk þekktustu liðanna og allra hinna. Sjónvarpstekjum er vissulega dreift með merkilega jöfnum hætti í ensku úrvalsdeildinni en á meðan General Motors greiðir Manchester United 53 milljónir punda fyrir auglýsinguna fær Burnley 2,5 milljónir frá Dafabet. Það heldur enginn með Burnley í Asíu. Kannski var það ekki svo vitlaust þegar breyta átti nafni Hull í Hull City Tigers og merki Cardiff city var breytt í rauðan dreka. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig gat hann kostað 20 milljarða? Eru þessar upphæðir í fótboltanum ekki komnar út í bölvaða vitleysu? Í kjölfar félagsskipta Philippes Coutinho til Barcelona um helgina hefur mikið verið rætt um óðaverðbólgu í knattspyrnuheiminum og hvort einhver innistæða sé fyrir henni. Ég tel svo vera og ekki bara vegna aukins fjölda ofurríkra eigenda. Bráðlega hefjast viðræður um næsta útsendingarrétt frá enska boltanum. Sá samningur sem nú er í gildi var um 70% hærri en sá fyrri og þrefalt dýrari en árin 2010-2013. Fréttir herma að nú muni sjónvarpsstöðvarnar fá samkeppni frá aðilum á borð við Amazon, Google og Facebook og verðið gæti hækkað enn frekar. Það skiptir samt fleira máli en sjónvarpið og þó ef til vill sé minna rætt um markaðssetningu knattspyrnuliða en leikmannasölur og sjónvarpsútsendingar hefur vöxturinn einnig verið gríðarlegur á þeirri hlið rekstursins. Nýr samningur Barcelona við Nike tekur gildi á næsta tímabili, en hann mun skila liðinu 140 milljónum punda (20 milljörðum króna) á ári. Ný auglýsing á treyjunum bætir 44 milljónum punda (6 milljörðum) við. Hvert sem litið er virðast upphæðirnar hækka, einkum þó hjá þekktustu félagsliðum Evrópu og í ensku úrvalsdeildinni. Allt er þetta afleiðing sömu þróunar, vaxtar alþjóðlegu millistéttarinnar. Sá vöxtur er vonandi bara rétt að byrja. Raunar spáir bandaríska hugveitan Brookings 30% vexti milli áranna 2016 og 2022, en það er milljarður manna. Reiknað er með að 88% þess vaxtar verði í Asíu, þar sem markaðssetning fótboltans hefur verið á fleygiferð. Vexti millistéttar fylgir að fleiri hafa einhverja aura á milli handanna til að kaupa sér áskrift að áhugamálinu, varning eða horfa á leikinn með félögunum á hverfisbarnum. Meiri neyslu fylgja enn fremur meiri tekjur fyrir stærstu auglýsendur heims, sem eru einmitt Facebook og Google. Áhugi þeirra á að festa þennan spennandi markhóp á miðlum sínum ætti því ekki að koma á óvart. Hið neikvæða er að þetta mun að öllum líkindum hafa í för með sér enn meiri ójöfnuð í fjárhagslegum styrk þekktustu liðanna og allra hinna. Sjónvarpstekjum er vissulega dreift með merkilega jöfnum hætti í ensku úrvalsdeildinni en á meðan General Motors greiðir Manchester United 53 milljónir punda fyrir auglýsinguna fær Burnley 2,5 milljónir frá Dafabet. Það heldur enginn með Burnley í Asíu. Kannski var það ekki svo vitlaust þegar breyta átti nafni Hull í Hull City Tigers og merki Cardiff city var breytt í rauðan dreka. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar