Alec Baldwin stekkur til varnar Woody Allen Þórdís Valsdóttir skrifar 29. janúar 2018 22:15 Woody Allen leikstýrði Alec Baldwin í kvikmyndinni To Rome With Love frá árinu 2012. Vísir/getty Leikarinn Alec Baldwin notaði Twitter síðuna sína til þess að verja leikstjórann Woody Allen opinberlega. Dylan Farrow, dóttir leikstjórans hefur sakað föður sinn um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. Alec Baldwin sagði á Twitter að Farrow myndi nýta tár sín til þess að láta fólk trúa frásögn sinni af misnotkuninni. Farrow hefur að undanförnu sakað fólk innan skemmtanabransans vestanhafs um hræsni fyrir það að vinna með föður hennar í ljósi ásakana hennar. Farrow var ættleidd af Woody Allen og leikkonunni Miu Farrow og hún greindi fyrst frá misnotkuninni árið 2014. Hún segir að misnotkunin hafi átt sér stað þegar hún var sjö ára gömul en Woody Allen hefur neitað sök. Á Twitter líkir Alec Baldwin Farrow við sögupersónuna Mayella Ewell úr hinni frægu bók „To Kill a Mockingbird“ eftir Harper Lee. Í bókinni sakar Mayella, sem er hvít kona, svartan mann um nauðgun án þess að hafa fyrir því nokkrar sannanir. „Eitt af því áhrifaríkasta sem Dylan Farrow hefur í vopnabúri sínu er „tilfinningaleg þrautseigja“. Eins og Mayella í To Kill a Mockingbird, eru tár hennar/eggjun til þess gerð að láta fólk trúa sögu hennar. En ég þarf meira en það áður en ég legg einhvern í rúst, óháð frægð hans. Ég þarf mun meira,“ segir Baldwin. 1 of the most effective things Dylan Farrow has in her arsenal is the “persistence of emotion.” Like Mayella in TKAM, her tears/exhortations r meant 2 shame u in2 belief in her story. But I need more than that before I destroy some1, regardless of their fame. I need a lot more. — ABFoundation (@ABFalecbaldwin) January 28, 2018 Hvernig er hægt að trúa öðru systkininu en ekki hinu? Alec Baldwin lét ekki þar við liggja á Twitter og ýjar að því að annað hvort Dylan Farrow eða Moses Farrow, bróðir hennar, séu að ljúga. Moses Farrow hefur haldið fram sakleysi föður þeirra frá því Dylan Farrow ásakaði Allen fyrst um misnotkun. Hann hefur einnig haldið því fram að Dylan Farrow sé undir áhrifum móður þeirra og kennir henni um að Dylan ásaki föður þeirra. „Það að segja að Dylan Farrow sé að segja sannleikann er það sama og að segja að Moses Farrow sé að ljúga. Hvort barna Miu fékk heiðarleika-genið og hvort þeirra gerði það ekki?,“ sagði Alec Baldwin á Twitter. To say that @RealDylanFarrow is telling the truth is to say that @MosesFarrow is lying. Which of Mia’s kids got the honesty gene and which did not?https://t.co/vpPhe5VFcG — ABFoundation (@ABFalecbaldwin) January 28, 2018 Hefur starfað með Woody Allen Alec Baldwin lék í Woody Allen myndinni To Rome with Love árið 2012 með leikkonunni Ellen Page, sem hefur nú sagt að samstarfið við Allen hafi verið „stærstu mistök ferilsins“, og sagðist skammast sín fyrir það. Fyrr í mánuðinum tjáði Alec Baldwin sig einnig um það að fjölmargir í Hollywood hafi útskúfað Woody Allen og sagði útskúfunina „ósanngjarna“. „Woody Allen var rannsakaður réttartæknilega í tveimur ríkjum og engin ákæra var gefin út. Það að útskúfa hann hefur án efa einhvern tilgang en það er ósanngjarnt og sorglegt fyrir mér. Ég hef unnið þrisvar með Woody Allen og það voru ein mestu forréttindi ferils míns.“ Woody Allen was investigated forensically by two states (NY and CT) and no charges were filed. The renunciation of him and his work, no doubt, has some purpose. But it’s unfair and sad to me. I worked w WA 3 times and it was one of the privileges of my career. — ABFoundation (@ABFalecbaldwin) January 16, 2018 MeToo Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. 24. janúar 2018 19:45 Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. 16. janúar 2018 12:12 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Leikarinn Alec Baldwin notaði Twitter síðuna sína til þess að verja leikstjórann Woody Allen opinberlega. Dylan Farrow, dóttir leikstjórans hefur sakað föður sinn um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. Alec Baldwin sagði á Twitter að Farrow myndi nýta tár sín til þess að láta fólk trúa frásögn sinni af misnotkuninni. Farrow hefur að undanförnu sakað fólk innan skemmtanabransans vestanhafs um hræsni fyrir það að vinna með föður hennar í ljósi ásakana hennar. Farrow var ættleidd af Woody Allen og leikkonunni Miu Farrow og hún greindi fyrst frá misnotkuninni árið 2014. Hún segir að misnotkunin hafi átt sér stað þegar hún var sjö ára gömul en Woody Allen hefur neitað sök. Á Twitter líkir Alec Baldwin Farrow við sögupersónuna Mayella Ewell úr hinni frægu bók „To Kill a Mockingbird“ eftir Harper Lee. Í bókinni sakar Mayella, sem er hvít kona, svartan mann um nauðgun án þess að hafa fyrir því nokkrar sannanir. „Eitt af því áhrifaríkasta sem Dylan Farrow hefur í vopnabúri sínu er „tilfinningaleg þrautseigja“. Eins og Mayella í To Kill a Mockingbird, eru tár hennar/eggjun til þess gerð að láta fólk trúa sögu hennar. En ég þarf meira en það áður en ég legg einhvern í rúst, óháð frægð hans. Ég þarf mun meira,“ segir Baldwin. 1 of the most effective things Dylan Farrow has in her arsenal is the “persistence of emotion.” Like Mayella in TKAM, her tears/exhortations r meant 2 shame u in2 belief in her story. But I need more than that before I destroy some1, regardless of their fame. I need a lot more. — ABFoundation (@ABFalecbaldwin) January 28, 2018 Hvernig er hægt að trúa öðru systkininu en ekki hinu? Alec Baldwin lét ekki þar við liggja á Twitter og ýjar að því að annað hvort Dylan Farrow eða Moses Farrow, bróðir hennar, séu að ljúga. Moses Farrow hefur haldið fram sakleysi föður þeirra frá því Dylan Farrow ásakaði Allen fyrst um misnotkun. Hann hefur einnig haldið því fram að Dylan Farrow sé undir áhrifum móður þeirra og kennir henni um að Dylan ásaki föður þeirra. „Það að segja að Dylan Farrow sé að segja sannleikann er það sama og að segja að Moses Farrow sé að ljúga. Hvort barna Miu fékk heiðarleika-genið og hvort þeirra gerði það ekki?,“ sagði Alec Baldwin á Twitter. To say that @RealDylanFarrow is telling the truth is to say that @MosesFarrow is lying. Which of Mia’s kids got the honesty gene and which did not?https://t.co/vpPhe5VFcG — ABFoundation (@ABFalecbaldwin) January 28, 2018 Hefur starfað með Woody Allen Alec Baldwin lék í Woody Allen myndinni To Rome with Love árið 2012 með leikkonunni Ellen Page, sem hefur nú sagt að samstarfið við Allen hafi verið „stærstu mistök ferilsins“, og sagðist skammast sín fyrir það. Fyrr í mánuðinum tjáði Alec Baldwin sig einnig um það að fjölmargir í Hollywood hafi útskúfað Woody Allen og sagði útskúfunina „ósanngjarna“. „Woody Allen var rannsakaður réttartæknilega í tveimur ríkjum og engin ákæra var gefin út. Það að útskúfa hann hefur án efa einhvern tilgang en það er ósanngjarnt og sorglegt fyrir mér. Ég hef unnið þrisvar með Woody Allen og það voru ein mestu forréttindi ferils míns.“ Woody Allen was investigated forensically by two states (NY and CT) and no charges were filed. The renunciation of him and his work, no doubt, has some purpose. But it’s unfair and sad to me. I worked w WA 3 times and it was one of the privileges of my career. — ABFoundation (@ABFalecbaldwin) January 16, 2018
MeToo Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. 24. janúar 2018 19:45 Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. 16. janúar 2018 12:12 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. 24. janúar 2018 19:45
Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. 16. janúar 2018 12:12
Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42