„Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 10:45 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að efla þurfi lögreglu og tollgæslu til að takast á við innflutning á fíkniefnum hingað til lands. vísir/anton brink Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. Þá segir hann að verið sé að normalísera eiturlyf til dæmis með umræðu um lögleiðingu og um að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Hann segir lögleiðingu ekki lausn á vímuefnavandanum. Það sem af er ári hafa minnst fjórir látist vegna ofneyslu fíkniefna. „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri. Það er umræða um lögleiðingu, það er umræða um tapað stríð, það er umræða um að það sé hallærislegt að við séum ekki búin að leyfa það og það geta salarnir og innflytjendur nýtt sér gagnvart venjulegu fólki. Samt sem áður held ég að venjulegt fólk sé ekki mikið að fara út [sem burðardýr], það eru þá einhver vandræði sem eru að toga fólkið út í þennan heim,“ sagði Magnús í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði jafnframt að það þyrfti að hugarfarsbreytingu gagnvart ólöglegum hlutum. „Þegar heildarmyndin er skoðuð þá er það ekki lausn að leyfa ólöglega hluti sem eru skaðlegar fyrir ungmenni þegar allar rannsóknir benda á að auðveldara aðgengi að ólöglegum og hættulegum efnum það eykst við lögleiðingu og normalíseringu. Og það er hættan sem við stöndum frammi fyrir núna, þessi normalísering í umræðunni. Við verðum að senda skýr skilaboð til ungmennanna, til fjölskyldunnar til fólks sem er ekki að hugsa um þetta dags daglega,“ sagði Magnús.Þarf að efla lögreglu og tollgæslu Einnig var rætt við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í Bítinu í tengslum við frásögn viðmælanda í Burðardýrum. Hann sagði þáttinn hafa verið sláandi. „Það sem sló mig auðvitað mest þó að það hafi kannski ekki komið mér fullkomlega á óvart er hversu óskaplega ósvífnir menn eru í þessum innflutningi,“ sagði Ólafur Helgi. Aðspurður hvort að þátturinn hafi verið raunveruleg lýsing á fíkniefnaheiminum sagði lögreglustjórinn: „Við skulum orða það þannig að þó maður hafi haft grunsemdir um hvernig hlutirnir væru gerðir og annað slíkt þá var þetta mjög ýkt miðað við hugmyndirnar sem maður hafði fram að þessu en þó ekki þannig að mér hafi brugðið svo mikið að segja þetta getur ekki verið.“ Hann segir að styrkja þurfi lögregluna og tollgæslu og minntist einnig á breytt hugarfar. „Svo þarf að breyta ákveðnu hugarfari meðal þjóðarinnar þannig að menn líti ekki á það sem sjálfsagðan hlut að fíkniefnaneysla, hvort sem það eru unglingar eða aðrir sé bara eitthvað sem tíðkast. Hugsunarhátturinn hjá okkur þarf að breytast mjög mikið. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að aðalatriðið í sambandi við þetta stríð, eins og þú orðaðir það er að við höfum mannskap sem getur greint hvað er að gerast,“ sagði Ólafur Helgi. Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. Þá segir hann að verið sé að normalísera eiturlyf til dæmis með umræðu um lögleiðingu og um að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Hann segir lögleiðingu ekki lausn á vímuefnavandanum. Það sem af er ári hafa minnst fjórir látist vegna ofneyslu fíkniefna. „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri. Það er umræða um lögleiðingu, það er umræða um tapað stríð, það er umræða um að það sé hallærislegt að við séum ekki búin að leyfa það og það geta salarnir og innflytjendur nýtt sér gagnvart venjulegu fólki. Samt sem áður held ég að venjulegt fólk sé ekki mikið að fara út [sem burðardýr], það eru þá einhver vandræði sem eru að toga fólkið út í þennan heim,“ sagði Magnús í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði jafnframt að það þyrfti að hugarfarsbreytingu gagnvart ólöglegum hlutum. „Þegar heildarmyndin er skoðuð þá er það ekki lausn að leyfa ólöglega hluti sem eru skaðlegar fyrir ungmenni þegar allar rannsóknir benda á að auðveldara aðgengi að ólöglegum og hættulegum efnum það eykst við lögleiðingu og normalíseringu. Og það er hættan sem við stöndum frammi fyrir núna, þessi normalísering í umræðunni. Við verðum að senda skýr skilaboð til ungmennanna, til fjölskyldunnar til fólks sem er ekki að hugsa um þetta dags daglega,“ sagði Magnús.Þarf að efla lögreglu og tollgæslu Einnig var rætt við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í Bítinu í tengslum við frásögn viðmælanda í Burðardýrum. Hann sagði þáttinn hafa verið sláandi. „Það sem sló mig auðvitað mest þó að það hafi kannski ekki komið mér fullkomlega á óvart er hversu óskaplega ósvífnir menn eru í þessum innflutningi,“ sagði Ólafur Helgi. Aðspurður hvort að þátturinn hafi verið raunveruleg lýsing á fíkniefnaheiminum sagði lögreglustjórinn: „Við skulum orða það þannig að þó maður hafi haft grunsemdir um hvernig hlutirnir væru gerðir og annað slíkt þá var þetta mjög ýkt miðað við hugmyndirnar sem maður hafði fram að þessu en þó ekki þannig að mér hafi brugðið svo mikið að segja þetta getur ekki verið.“ Hann segir að styrkja þurfi lögregluna og tollgæslu og minntist einnig á breytt hugarfar. „Svo þarf að breyta ákveðnu hugarfari meðal þjóðarinnar þannig að menn líti ekki á það sem sjálfsagðan hlut að fíkniefnaneysla, hvort sem það eru unglingar eða aðrir sé bara eitthvað sem tíðkast. Hugsunarhátturinn hjá okkur þarf að breytast mjög mikið. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að aðalatriðið í sambandi við þetta stríð, eins og þú orðaðir það er að við höfum mannskap sem getur greint hvað er að gerast,“ sagði Ólafur Helgi.
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45
Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent