Stærstu og feitustu hundar landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. janúar 2018 20:16 Nokkrir af stærstu og feitustu hundum landsins komu saman í dag en þeir eru allir skyldir. Hundarnir geta náð allt að 200 kílóa þyngd. Það var mikið fjör í Hellisskógi á Selfossi þegar nokkrir af hundunum koma saman. Hluti af þeim á heima á Selfossi og hluti á höfuðborgarsvæðinu. Innan við 30 hundar af þessari tegund eru til á Íslandi. „Þeir eru sem sagt blendingar af frönskum mastiff og bullmastiff,“ segir Eyjólfur Ari Jónsson, einn af eigendum hundanna. „Þeir eru þriggja ára og við erum með eina fimm ára tík líka.“ Eyjólfur segir hundana yfirleitt ná um 120 kílóa þyngd en sá þyngsti sem hann hafi séð hafi verið 200 kíló og risa stór. „Þetta eru voða rólegir hundar, þó þeir virki ekki þannig núna.“ Það var mikill leikur í hundunum þegar þeir komu saman í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Eyjólfur á stærsta hund hópsins sem heitir Þór. Hann segir þetta vera mikla heimilishunda. „Þeir liggja bara í leti allan daginn og það er ekkert vesen á þeim. Það er aðallega stærðin á þeim sem að flækist fyrir fólki en annars er þetta bara eins og ofvaxinn chihuahua.“ Sara Mjöll á hundinn Hektor sem er fjögurra ára gamall. „Þetta er litla barnið mitt. Það er svolítið svoleiðis,“ segir Sara og bætir við: „Eða stóra barnið.“ Hún segir þessa hunda vera mjög trausta og þeir séu mjög næmir. „Þetta er mannlegasti hundur sem að ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Nokkrir af stærstu og feitustu hundum landsins komu saman í dag en þeir eru allir skyldir. Hundarnir geta náð allt að 200 kílóa þyngd. Það var mikið fjör í Hellisskógi á Selfossi þegar nokkrir af hundunum koma saman. Hluti af þeim á heima á Selfossi og hluti á höfuðborgarsvæðinu. Innan við 30 hundar af þessari tegund eru til á Íslandi. „Þeir eru sem sagt blendingar af frönskum mastiff og bullmastiff,“ segir Eyjólfur Ari Jónsson, einn af eigendum hundanna. „Þeir eru þriggja ára og við erum með eina fimm ára tík líka.“ Eyjólfur segir hundana yfirleitt ná um 120 kílóa þyngd en sá þyngsti sem hann hafi séð hafi verið 200 kíló og risa stór. „Þetta eru voða rólegir hundar, þó þeir virki ekki þannig núna.“ Það var mikill leikur í hundunum þegar þeir komu saman í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Eyjólfur á stærsta hund hópsins sem heitir Þór. Hann segir þetta vera mikla heimilishunda. „Þeir liggja bara í leti allan daginn og það er ekkert vesen á þeim. Það er aðallega stærðin á þeim sem að flækist fyrir fólki en annars er þetta bara eins og ofvaxinn chihuahua.“ Sara Mjöll á hundinn Hektor sem er fjögurra ára gamall. „Þetta er litla barnið mitt. Það er svolítið svoleiðis,“ segir Sara og bætir við: „Eða stóra barnið.“ Hún segir þessa hunda vera mjög trausta og þeir séu mjög næmir. „Þetta er mannlegasti hundur sem að ég hef nokkurn tímann kynnst.“
Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira