Handbolti

Kristján missir sinn markahæsta mann rétt fyrir undanúrslitaleikinn á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albin Lagergren.
Albin Lagergren. Vísir/EPA
Sænska handboltalandsliðið varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda undanúrslitaleiks síns á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu.

Svíar mæta Dönum í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti annaðhvort Frökkum eða Spánverjum.

Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Svía á EM síðan að þeir unnu Íslendinga í undanúrslitum EM í Svíþjóð fyrir sextán árum síðan.

Kristján Andrésson, íslenski þjálfari sænska landsliðsins, getur ekki notað sinn markahæsta mann í leiknum í kvöld.





Hægri skyttan Albin Lagergren er búinn að skora 23 mörk í mótinu til þessa en hann spilar með Íslendingaliðinu IFK Kristianstad.

Lagergren fékk höfuðhögg í leiknum á móti Noregi og nú er ljóst að hann fékk heilahristing. Hann má því ekki spila handbolta næstu daga og einmitt þegar hann átti möguleika á því að spila tvo af stærstu leikjunum á ferli sínum. Þetta er því mikið áfall fyrir Lagergren líka.

Kristján varð að skipta Albin Lagergren út og kallaði hann á Andreas Cederholm í staðinn. Cederholm spilar með GWD Minden í þýsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×