Það kemur þó ekki af góðu því aðalmarkvörður liðsins, Gonzalo Perez de Vargas, er meiddur og getur ekki spilað fleiri leiki á mótinu.
Þá er nú ekki ónýtt að geta hóað í hinn 38 ára gamla Sterbik sem er einn besti markvörður heims og klárlega einn besti markvörður allra tíma.
Sterbik er orðinn 38 ára gamall og leikur með Veszprém í dag. Hann hefur einnig leikið með Vardar, Barcelona, Atletico Madrid og Ciudad Real á glæstum ferli sínum.
Leikur Spánverja og Frakka í undanúrslitum EM hefst klukkan 17.00 í dag.
FLASH NEWS:
Arpad Sterbik will replace Gonzalo Perez de Vargas. #ehfeuro2018#hypnoticgame@RFEBalonmanopic.twitter.com/FUOwmbuRx4
— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2018