Leikskólamál eru réttlætismál Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2018 13:51 Nú líður að kosningum og greinar um leikskólamál frá körlum í framvarðasveitum stjórnmálaflokkanna eru þegar byrjaðar að birtast í fjölmiðlum. Sem starfsmaður á einum af leikskólum borgarinnar til margra ára hef ég bæði áhuga og þekkingu á málefninu og ætla því að leggja orð í belg. Nær öll börn sem búa á Íslandi sækja leikskóla og hvergi í veröldinni dvelja þau lengur á leikskólunum en hér, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að Ísland er það sem kalla má alvinnusamfélag: Næstum allt fullorðið fólk er í fullri vinnu, flest fram á gamals aldur. Samkvæmt skýrslu OECD um leikskólamál frá árinu 2017 eyðir starfsfólk íslensku leikskólanna líka mestum tíma í starfi með börnunum, samanborið við önnur lönd sem skoðuð voru. En þrátt fyrir þessar staðreyndir; að börnin okkar eyði svo miklum tíma á leikskólunum og með starfsfólki þar og að þessi mikla viðvera hafi mótandi áhrif á allt þeirra líf, hefur enginn flokkur eða stjórnmálahreyfing í Reykjavík sýnt vilja til að gerast talsmaður þessara hópa. Í stað þess að gera allt sem þarf til að gæta að hagsmunum reykvískra barna hefur grimmilegri niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar verið framfylgt árum saman, sama hverjir fara með völd og sama hverjar afleiðingarnar eru. Með þessu hefur yfirstjórn borgarinnar tekið að sér hlutverk útsendara kapítalistanna; í stað þess að standa með börnum samfélagsins og gera sitt til að vernda þau fyrir afleiðingum manngerðra hörmunga sem alltaf dynja yfir með reglulegu millibili í samfélagi sem er bundið á klafa auðvaldsins er látið eins og ekkert komi til greina annað en svokölluð hagræðing. Skeytingarleysi gagnvart fólki er jú innbyggt í kapítalismann og hjá þeim sem aðhyllast þá hugmyndafræði er sjálfsagt að „hagræða“ í daglegu lífi barna. Sífellt fleirum verður nú ljóst að samfélagsgerð kapítalismans, með öllum sínum árásum á velferðarkerfið í formi sparnaðar og niðurskurðar og svo auðvitað hinni viðbjóðslegu auðsöfnun fárra á kostnað allra annara, er mannfjandsamleg samfélagsgerð. Við þurfum að sammælast um að stíga hið mikilvæga skref; að koma leikskólunum undan hugmyndafræði fíflsins svo að krónu- og aura þráhyggja peningaaðdáenda fái ekki lengur að stýra gæðum í starfi með börnum. Við getum ekki boðið börnum samfélagsins eða okkur sjálfum upp á brútalisma hins kapítalíska kerfis sem stendur á sama um allt, svo lengi sem auðæfi samfélagsins halda áfram að safnast á hendur fárra. Það er eitt helsta réttlætismál samtímans og sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg tryggi að öll börn njóti sín í leikskólum borgarinnar við bestu mögulegu aðstæður, að þar eigi þau rólega, þroskandi og áhyggjulausa daga, að þar starfi fjölbreyttur hópur fólks með metnað og áhuga á starfinu, að starfsfólkinu séu greidd mannsæmandi laun sem hægt er að lifa af, að ströngustu viðhaldskröfum sé fylgt þegar kemur að húsnæði og nægilegt pláss sé til staðar fyrir allt það fjölbreytta mennta og menningarstarf sem unnið er, að ávallt sé í boði nóg af bragðgóðum og næringarríkum mat fyrir alla, að nægilegt fjármagn sé tryggt svo hægt sé að endurnýja leikföng og skólagögn og síðast en ekki síst; að rausnarlega sé úthlutað af fé í sérkennslu og stuðning svo öll þau börn sem eiga rétt á sértækri þjónustu, í öllum leikskólum borgarinnar, fái hana alltaf, án undantekninga. Leikskólar borgarinnar eiga ekki að vera undirseldir „lögmálum“ efnahagsgerðar sem er gjörsamlega ófær um að taka tillit til þarfa barna og rekstur leikskóla er ekki kostnaðarsöm kvöð á borg og sveitarfélög, þvert á móti: Fyrsta flokks leikskóli fyrir öll börn er samfélagslegt réttlætismál, mál sem Reykvíkingar hljóta að geta sameinast um. Höfundur er ófaglærður starfsmaður í leikskóla, ein af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú líður að kosningum og greinar um leikskólamál frá körlum í framvarðasveitum stjórnmálaflokkanna eru þegar byrjaðar að birtast í fjölmiðlum. Sem starfsmaður á einum af leikskólum borgarinnar til margra ára hef ég bæði áhuga og þekkingu á málefninu og ætla því að leggja orð í belg. Nær öll börn sem búa á Íslandi sækja leikskóla og hvergi í veröldinni dvelja þau lengur á leikskólunum en hér, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að Ísland er það sem kalla má alvinnusamfélag: Næstum allt fullorðið fólk er í fullri vinnu, flest fram á gamals aldur. Samkvæmt skýrslu OECD um leikskólamál frá árinu 2017 eyðir starfsfólk íslensku leikskólanna líka mestum tíma í starfi með börnunum, samanborið við önnur lönd sem skoðuð voru. En þrátt fyrir þessar staðreyndir; að börnin okkar eyði svo miklum tíma á leikskólunum og með starfsfólki þar og að þessi mikla viðvera hafi mótandi áhrif á allt þeirra líf, hefur enginn flokkur eða stjórnmálahreyfing í Reykjavík sýnt vilja til að gerast talsmaður þessara hópa. Í stað þess að gera allt sem þarf til að gæta að hagsmunum reykvískra barna hefur grimmilegri niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar verið framfylgt árum saman, sama hverjir fara með völd og sama hverjar afleiðingarnar eru. Með þessu hefur yfirstjórn borgarinnar tekið að sér hlutverk útsendara kapítalistanna; í stað þess að standa með börnum samfélagsins og gera sitt til að vernda þau fyrir afleiðingum manngerðra hörmunga sem alltaf dynja yfir með reglulegu millibili í samfélagi sem er bundið á klafa auðvaldsins er látið eins og ekkert komi til greina annað en svokölluð hagræðing. Skeytingarleysi gagnvart fólki er jú innbyggt í kapítalismann og hjá þeim sem aðhyllast þá hugmyndafræði er sjálfsagt að „hagræða“ í daglegu lífi barna. Sífellt fleirum verður nú ljóst að samfélagsgerð kapítalismans, með öllum sínum árásum á velferðarkerfið í formi sparnaðar og niðurskurðar og svo auðvitað hinni viðbjóðslegu auðsöfnun fárra á kostnað allra annara, er mannfjandsamleg samfélagsgerð. Við þurfum að sammælast um að stíga hið mikilvæga skref; að koma leikskólunum undan hugmyndafræði fíflsins svo að krónu- og aura þráhyggja peningaaðdáenda fái ekki lengur að stýra gæðum í starfi með börnum. Við getum ekki boðið börnum samfélagsins eða okkur sjálfum upp á brútalisma hins kapítalíska kerfis sem stendur á sama um allt, svo lengi sem auðæfi samfélagsins halda áfram að safnast á hendur fárra. Það er eitt helsta réttlætismál samtímans og sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg tryggi að öll börn njóti sín í leikskólum borgarinnar við bestu mögulegu aðstæður, að þar eigi þau rólega, þroskandi og áhyggjulausa daga, að þar starfi fjölbreyttur hópur fólks með metnað og áhuga á starfinu, að starfsfólkinu séu greidd mannsæmandi laun sem hægt er að lifa af, að ströngustu viðhaldskröfum sé fylgt þegar kemur að húsnæði og nægilegt pláss sé til staðar fyrir allt það fjölbreytta mennta og menningarstarf sem unnið er, að ávallt sé í boði nóg af bragðgóðum og næringarríkum mat fyrir alla, að nægilegt fjármagn sé tryggt svo hægt sé að endurnýja leikföng og skólagögn og síðast en ekki síst; að rausnarlega sé úthlutað af fé í sérkennslu og stuðning svo öll þau börn sem eiga rétt á sértækri þjónustu, í öllum leikskólum borgarinnar, fái hana alltaf, án undantekninga. Leikskólar borgarinnar eiga ekki að vera undirseldir „lögmálum“ efnahagsgerðar sem er gjörsamlega ófær um að taka tillit til þarfa barna og rekstur leikskóla er ekki kostnaðarsöm kvöð á borg og sveitarfélög, þvert á móti: Fyrsta flokks leikskóli fyrir öll börn er samfélagslegt réttlætismál, mál sem Reykvíkingar hljóta að geta sameinast um. Höfundur er ófaglærður starfsmaður í leikskóla, ein af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun