Leikskólamál eru réttlætismál Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2018 13:51 Nú líður að kosningum og greinar um leikskólamál frá körlum í framvarðasveitum stjórnmálaflokkanna eru þegar byrjaðar að birtast í fjölmiðlum. Sem starfsmaður á einum af leikskólum borgarinnar til margra ára hef ég bæði áhuga og þekkingu á málefninu og ætla því að leggja orð í belg. Nær öll börn sem búa á Íslandi sækja leikskóla og hvergi í veröldinni dvelja þau lengur á leikskólunum en hér, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að Ísland er það sem kalla má alvinnusamfélag: Næstum allt fullorðið fólk er í fullri vinnu, flest fram á gamals aldur. Samkvæmt skýrslu OECD um leikskólamál frá árinu 2017 eyðir starfsfólk íslensku leikskólanna líka mestum tíma í starfi með börnunum, samanborið við önnur lönd sem skoðuð voru. En þrátt fyrir þessar staðreyndir; að börnin okkar eyði svo miklum tíma á leikskólunum og með starfsfólki þar og að þessi mikla viðvera hafi mótandi áhrif á allt þeirra líf, hefur enginn flokkur eða stjórnmálahreyfing í Reykjavík sýnt vilja til að gerast talsmaður þessara hópa. Í stað þess að gera allt sem þarf til að gæta að hagsmunum reykvískra barna hefur grimmilegri niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar verið framfylgt árum saman, sama hverjir fara með völd og sama hverjar afleiðingarnar eru. Með þessu hefur yfirstjórn borgarinnar tekið að sér hlutverk útsendara kapítalistanna; í stað þess að standa með börnum samfélagsins og gera sitt til að vernda þau fyrir afleiðingum manngerðra hörmunga sem alltaf dynja yfir með reglulegu millibili í samfélagi sem er bundið á klafa auðvaldsins er látið eins og ekkert komi til greina annað en svokölluð hagræðing. Skeytingarleysi gagnvart fólki er jú innbyggt í kapítalismann og hjá þeim sem aðhyllast þá hugmyndafræði er sjálfsagt að „hagræða“ í daglegu lífi barna. Sífellt fleirum verður nú ljóst að samfélagsgerð kapítalismans, með öllum sínum árásum á velferðarkerfið í formi sparnaðar og niðurskurðar og svo auðvitað hinni viðbjóðslegu auðsöfnun fárra á kostnað allra annara, er mannfjandsamleg samfélagsgerð. Við þurfum að sammælast um að stíga hið mikilvæga skref; að koma leikskólunum undan hugmyndafræði fíflsins svo að krónu- og aura þráhyggja peningaaðdáenda fái ekki lengur að stýra gæðum í starfi með börnum. Við getum ekki boðið börnum samfélagsins eða okkur sjálfum upp á brútalisma hins kapítalíska kerfis sem stendur á sama um allt, svo lengi sem auðæfi samfélagsins halda áfram að safnast á hendur fárra. Það er eitt helsta réttlætismál samtímans og sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg tryggi að öll börn njóti sín í leikskólum borgarinnar við bestu mögulegu aðstæður, að þar eigi þau rólega, þroskandi og áhyggjulausa daga, að þar starfi fjölbreyttur hópur fólks með metnað og áhuga á starfinu, að starfsfólkinu séu greidd mannsæmandi laun sem hægt er að lifa af, að ströngustu viðhaldskröfum sé fylgt þegar kemur að húsnæði og nægilegt pláss sé til staðar fyrir allt það fjölbreytta mennta og menningarstarf sem unnið er, að ávallt sé í boði nóg af bragðgóðum og næringarríkum mat fyrir alla, að nægilegt fjármagn sé tryggt svo hægt sé að endurnýja leikföng og skólagögn og síðast en ekki síst; að rausnarlega sé úthlutað af fé í sérkennslu og stuðning svo öll þau börn sem eiga rétt á sértækri þjónustu, í öllum leikskólum borgarinnar, fái hana alltaf, án undantekninga. Leikskólar borgarinnar eiga ekki að vera undirseldir „lögmálum“ efnahagsgerðar sem er gjörsamlega ófær um að taka tillit til þarfa barna og rekstur leikskóla er ekki kostnaðarsöm kvöð á borg og sveitarfélög, þvert á móti: Fyrsta flokks leikskóli fyrir öll börn er samfélagslegt réttlætismál, mál sem Reykvíkingar hljóta að geta sameinast um. Höfundur er ófaglærður starfsmaður í leikskóla, ein af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að kosningum og greinar um leikskólamál frá körlum í framvarðasveitum stjórnmálaflokkanna eru þegar byrjaðar að birtast í fjölmiðlum. Sem starfsmaður á einum af leikskólum borgarinnar til margra ára hef ég bæði áhuga og þekkingu á málefninu og ætla því að leggja orð í belg. Nær öll börn sem búa á Íslandi sækja leikskóla og hvergi í veröldinni dvelja þau lengur á leikskólunum en hér, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að Ísland er það sem kalla má alvinnusamfélag: Næstum allt fullorðið fólk er í fullri vinnu, flest fram á gamals aldur. Samkvæmt skýrslu OECD um leikskólamál frá árinu 2017 eyðir starfsfólk íslensku leikskólanna líka mestum tíma í starfi með börnunum, samanborið við önnur lönd sem skoðuð voru. En þrátt fyrir þessar staðreyndir; að börnin okkar eyði svo miklum tíma á leikskólunum og með starfsfólki þar og að þessi mikla viðvera hafi mótandi áhrif á allt þeirra líf, hefur enginn flokkur eða stjórnmálahreyfing í Reykjavík sýnt vilja til að gerast talsmaður þessara hópa. Í stað þess að gera allt sem þarf til að gæta að hagsmunum reykvískra barna hefur grimmilegri niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar verið framfylgt árum saman, sama hverjir fara með völd og sama hverjar afleiðingarnar eru. Með þessu hefur yfirstjórn borgarinnar tekið að sér hlutverk útsendara kapítalistanna; í stað þess að standa með börnum samfélagsins og gera sitt til að vernda þau fyrir afleiðingum manngerðra hörmunga sem alltaf dynja yfir með reglulegu millibili í samfélagi sem er bundið á klafa auðvaldsins er látið eins og ekkert komi til greina annað en svokölluð hagræðing. Skeytingarleysi gagnvart fólki er jú innbyggt í kapítalismann og hjá þeim sem aðhyllast þá hugmyndafræði er sjálfsagt að „hagræða“ í daglegu lífi barna. Sífellt fleirum verður nú ljóst að samfélagsgerð kapítalismans, með öllum sínum árásum á velferðarkerfið í formi sparnaðar og niðurskurðar og svo auðvitað hinni viðbjóðslegu auðsöfnun fárra á kostnað allra annara, er mannfjandsamleg samfélagsgerð. Við þurfum að sammælast um að stíga hið mikilvæga skref; að koma leikskólunum undan hugmyndafræði fíflsins svo að krónu- og aura þráhyggja peningaaðdáenda fái ekki lengur að stýra gæðum í starfi með börnum. Við getum ekki boðið börnum samfélagsins eða okkur sjálfum upp á brútalisma hins kapítalíska kerfis sem stendur á sama um allt, svo lengi sem auðæfi samfélagsins halda áfram að safnast á hendur fárra. Það er eitt helsta réttlætismál samtímans og sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg tryggi að öll börn njóti sín í leikskólum borgarinnar við bestu mögulegu aðstæður, að þar eigi þau rólega, þroskandi og áhyggjulausa daga, að þar starfi fjölbreyttur hópur fólks með metnað og áhuga á starfinu, að starfsfólkinu séu greidd mannsæmandi laun sem hægt er að lifa af, að ströngustu viðhaldskröfum sé fylgt þegar kemur að húsnæði og nægilegt pláss sé til staðar fyrir allt það fjölbreytta mennta og menningarstarf sem unnið er, að ávallt sé í boði nóg af bragðgóðum og næringarríkum mat fyrir alla, að nægilegt fjármagn sé tryggt svo hægt sé að endurnýja leikföng og skólagögn og síðast en ekki síst; að rausnarlega sé úthlutað af fé í sérkennslu og stuðning svo öll þau börn sem eiga rétt á sértækri þjónustu, í öllum leikskólum borgarinnar, fái hana alltaf, án undantekninga. Leikskólar borgarinnar eiga ekki að vera undirseldir „lögmálum“ efnahagsgerðar sem er gjörsamlega ófær um að taka tillit til þarfa barna og rekstur leikskóla er ekki kostnaðarsöm kvöð á borg og sveitarfélög, þvert á móti: Fyrsta flokks leikskóli fyrir öll börn er samfélagslegt réttlætismál, mál sem Reykvíkingar hljóta að geta sameinast um. Höfundur er ófaglærður starfsmaður í leikskóla, ein af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar