Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar: Ungmenni horfa mikið á klám og vilja meiri kynfræðslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 21:00 Skortur á kynfræðslu og mikið áhorf á klám veldur því að mörk kynlífs og kláms eru lítil. Í rannsókn um upplifun ungra kvenna og karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanemenda kemur fram að ungar konur fari yfir mörk sín til að þóknast öðrum og ungir menn séu með frammistöðukvíða eftir mikið áhorf á klám. Á fundi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur í morgun voru tvær viðtalsrannsóknir kynntar sem fjölluðu um upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu. Helstu niðurstöður eru að ungt fólk horfi mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur en íslenskir strákar eiga Norðurlandamet í iðjunni, og að kynfræðslan snúist fyrst og fremst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla ungmenna. „Og ef þetta er kynfræðslan sem krakkarnir fá þá skilar það sér út í kynlífið þeirra. Okkar viðmælendur, bæði strákar og stelpur upplifa að allir séu að tapa á þessu vegna þess að strákarnir eru að koma inn með óraunhæfar væntingar. Þeir eru að gera kröfur á stelpurnar, stelpurnar eru jafnvel að láta undan, þær eru að þóknast strákunum og líður svo kannski endilega ekki vel á eftir,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega nefndu ungmennin endaþarmsmök í því samhengi þar sem stúlkur láta undan þrýstingi. „Og þegar ég var að spyrja þær „En er þetta eitthvað sem þig langar til að gera, ertu að gera þetta fyrir þig?“ því auðvitað mega krakkarnir gera allt sem þau vilja ef að þeim langar til þess. En þá sögðu þær: „Ja, maður gerir þetta kannski bara svo að hann fari ekki og geri þetta með einhverri annarri, maður gerir þetta kannski bara til að vera ekki leiðinlega kærastan.““ „Og síðan þetta að þegar kom að því að stunda kynlíf að það ætti að vera eitthvað í átt við það sem þú hefur séð í klámmynd, þá kemur frammistöðukvíði og kvíði yfir því að líkami þinn sé ekki eins og meitluð klámmyndastjarna,“ segir Þórður Kristinsson, menntaskólakennari og mannfræðingur. Ungmennin kölluðu sjálf eftir betri kynfræðslu og er Reykjavíkurborg að fara af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum þar sem kynfræðsla verður kennd frá því í fyrsta bekk með áherslu á samskipti og samtal um kynlíf. „Svona eldra fólki á mínum aldri er ekki tamt að tala um kynlíf opinskátt og ég veit að mörgum kennurum finnst þetta óþægilegt og hluti af því sem við verðum að fara í núna er bara að kenna kennurum að tala um kynlíf við börn,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur. Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Skortur á kynfræðslu og mikið áhorf á klám veldur því að mörk kynlífs og kláms eru lítil. Í rannsókn um upplifun ungra kvenna og karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanemenda kemur fram að ungar konur fari yfir mörk sín til að þóknast öðrum og ungir menn séu með frammistöðukvíða eftir mikið áhorf á klám. Á fundi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur í morgun voru tvær viðtalsrannsóknir kynntar sem fjölluðu um upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu. Helstu niðurstöður eru að ungt fólk horfi mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur en íslenskir strákar eiga Norðurlandamet í iðjunni, og að kynfræðslan snúist fyrst og fremst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla ungmenna. „Og ef þetta er kynfræðslan sem krakkarnir fá þá skilar það sér út í kynlífið þeirra. Okkar viðmælendur, bæði strákar og stelpur upplifa að allir séu að tapa á þessu vegna þess að strákarnir eru að koma inn með óraunhæfar væntingar. Þeir eru að gera kröfur á stelpurnar, stelpurnar eru jafnvel að láta undan, þær eru að þóknast strákunum og líður svo kannski endilega ekki vel á eftir,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega nefndu ungmennin endaþarmsmök í því samhengi þar sem stúlkur láta undan þrýstingi. „Og þegar ég var að spyrja þær „En er þetta eitthvað sem þig langar til að gera, ertu að gera þetta fyrir þig?“ því auðvitað mega krakkarnir gera allt sem þau vilja ef að þeim langar til þess. En þá sögðu þær: „Ja, maður gerir þetta kannski bara svo að hann fari ekki og geri þetta með einhverri annarri, maður gerir þetta kannski bara til að vera ekki leiðinlega kærastan.““ „Og síðan þetta að þegar kom að því að stunda kynlíf að það ætti að vera eitthvað í átt við það sem þú hefur séð í klámmynd, þá kemur frammistöðukvíði og kvíði yfir því að líkami þinn sé ekki eins og meitluð klámmyndastjarna,“ segir Þórður Kristinsson, menntaskólakennari og mannfræðingur. Ungmennin kölluðu sjálf eftir betri kynfræðslu og er Reykjavíkurborg að fara af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum þar sem kynfræðsla verður kennd frá því í fyrsta bekk með áherslu á samskipti og samtal um kynlíf. „Svona eldra fólki á mínum aldri er ekki tamt að tala um kynlíf opinskátt og ég veit að mörgum kennurum finnst þetta óþægilegt og hluti af því sem við verðum að fara í núna er bara að kenna kennurum að tala um kynlíf við börn,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira