Spilum oft best gegn þeim bestu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2018 06:00 Íslensku strákarnir mæta Belgum og Svisslendingum í Þjóðadeildinni. vísir/anton „Við vissum alltaf að við myndum mæta góðum þjóðum. Þetta er niðurstaðan og okkur líst bara vel á hana,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir að dregið var í Þjóðadeild UEFA í gær. Heimir var viðstaddur dráttinn í Lausanne í Sviss. Ísland er í A-deild Þjóðadeildarinnar og dróst í riðil með Belgíu og Sviss. Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram næsta haust. „Við getum strítt báðum þessum þjóðum og við höfum sýnt að við spilum oft betur á móti bestu þjóðunum. Þetta er gott tækifæri til að halda áfram að bæta okkur sem landslið,“ sagði Heimir. Andstæðingar Íslands á þessu ári eru engir aumingjar. Í mars mætir íslenska liðið Perú og Mexíkó í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum og á HM mæta okkar menn Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta verður geggjað fótboltaár fyrir okkur. Alvöru lið vilja spila við þau bestu,“ sagði Heimir. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild Þjóðadeildarinnar komast í úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra falla hins vegar niður í B-deild. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna fjögurra í B-deild. Þjóðadeildin er einnig samtvinnuð undankeppni EM 2020 eins og sjá má á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Heimir er spenntur fyrir þessari nýju keppni sem hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Markmiðið með Þjóðadeildinni er að fjölga alvöru keppnisleikjum og fækka þýðingarlausum vináttulandsleikjum. „Þótt við séum vinsælir núna hefur Íslandi oft gengið erfiðlega að fá vináttulandsleiki. Ég hef rætt við þjálfara stærri og minna þjóða og mér finnst almennt allir vera ánægðir með þessa nýju keppni,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn viðurkennir að með tilkomu Þjóðadeildarinnar sé minna svigrúm til að prófa nýja leikmenn í landsleikjum. „Við vissum það fyrir löngu síðan að þessum vináttulandsleikjum, þar sem þú getur gert tilraunir, myndi fækka. Í Þjóðadeildinni skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli,“ sagði Heimir. „Fyrsta verkefnið er að halda okkur í A-deildinni og vera þannig í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM. Þá forðast þú að spila við stærstu liðin. Það er svo mikið í húfi.“ Heimir segir undirbúninginn fyrir HM ganga vel. „Við erum að undirbúa mars-leikina og þegar það er búið klárum við leikina sem við ætlum að spila í byrjun júní. Það er langt komið.“grafík/fréttablaðið EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
„Við vissum alltaf að við myndum mæta góðum þjóðum. Þetta er niðurstaðan og okkur líst bara vel á hana,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir að dregið var í Þjóðadeild UEFA í gær. Heimir var viðstaddur dráttinn í Lausanne í Sviss. Ísland er í A-deild Þjóðadeildarinnar og dróst í riðil með Belgíu og Sviss. Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram næsta haust. „Við getum strítt báðum þessum þjóðum og við höfum sýnt að við spilum oft betur á móti bestu þjóðunum. Þetta er gott tækifæri til að halda áfram að bæta okkur sem landslið,“ sagði Heimir. Andstæðingar Íslands á þessu ári eru engir aumingjar. Í mars mætir íslenska liðið Perú og Mexíkó í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum og á HM mæta okkar menn Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta verður geggjað fótboltaár fyrir okkur. Alvöru lið vilja spila við þau bestu,“ sagði Heimir. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild Þjóðadeildarinnar komast í úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra falla hins vegar niður í B-deild. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna fjögurra í B-deild. Þjóðadeildin er einnig samtvinnuð undankeppni EM 2020 eins og sjá má á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Heimir er spenntur fyrir þessari nýju keppni sem hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Markmiðið með Þjóðadeildinni er að fjölga alvöru keppnisleikjum og fækka þýðingarlausum vináttulandsleikjum. „Þótt við séum vinsælir núna hefur Íslandi oft gengið erfiðlega að fá vináttulandsleiki. Ég hef rætt við þjálfara stærri og minna þjóða og mér finnst almennt allir vera ánægðir með þessa nýju keppni,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn viðurkennir að með tilkomu Þjóðadeildarinnar sé minna svigrúm til að prófa nýja leikmenn í landsleikjum. „Við vissum það fyrir löngu síðan að þessum vináttulandsleikjum, þar sem þú getur gert tilraunir, myndi fækka. Í Þjóðadeildinni skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli,“ sagði Heimir. „Fyrsta verkefnið er að halda okkur í A-deildinni og vera þannig í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM. Þá forðast þú að spila við stærstu liðin. Það er svo mikið í húfi.“ Heimir segir undirbúninginn fyrir HM ganga vel. „Við erum að undirbúa mars-leikina og þegar það er búið klárum við leikina sem við ætlum að spila í byrjun júní. Það er langt komið.“grafík/fréttablaðið
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti