Fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 12:20 Freydís Halla Einarsdóttir, Vísir/Getty Fimm keppendur og átta manna starfslið mun fara fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang í Suður Kóreu sem fara fram í næsta mánuði. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest val á keppendum og öðrum þátttakendum á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang 2018 í Suður-Kóreu, en leikarnir fara fram dagana 9. til 25. febrúar næstkomandi. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) hefur Ísland fengið úthlutað kvóta fyrir einn keppanda í alpagreinum karla, einn keppanda í alpagreinum kvenna, einn keppanda í skíða¬göngu kvenna og tvo keppendur í skíðagöngu karla. Alls er því um fimm keppendur að ræða og hefur verið staðfest við FIS að Ísland muni nýta þann kvóta að fullu. Úthlutun kvóta byggir á lágmörkum og árangri íslenskra keppenda á alþjóðlegum mótum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 21. janúar 2018.Eftirtaldir keppendur verða fulltrúar Íslands á XXIII Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018: - Freydís Halla Einarsdóttir, alpagreinar kvenna – svig og stórsvig - Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig - Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga og/eða 10 km F (frjáls aðferð)* - Snorri Einarsson, skíðaganga karla – sprettganga, 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð) - Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og/eða 15km ganga F (frjáls aðferð) (Ákvörðun um keppnisgreinar þeirra Elsu Guðrúnar og Isaks Stianson verða teknar á næstu dögum, en skráningarfrestur í einstaka keppnisgreinar er til 28. janúar næstkomandi)Aðrir þátttakendur verða: Aðalfararstjóri: Andri Stefánsson Flokksstjóri skíðamanna: Jón Viðar Þorvaldsson Sjúkraþjálfari: María Magnúsdóttir Aðalþjálfari alpagreina: Egill Ingi Jónsson Aðstoðarþjálfari alpagreina: Grímur Rúnarsson Aðalþjálfari skíðagöngu: Vegard Karlstrøm Aðstoðarþjálfarar skíðagöngu: Dag Elevold og Oystein Anesen Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ verða viðstödd leikana auk þess sem að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun verða viðstödd setningarhátíð leikanna og fyrstu keppnisdaga. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Fimm keppendur og átta manna starfslið mun fara fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang í Suður Kóreu sem fara fram í næsta mánuði. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest val á keppendum og öðrum þátttakendum á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang 2018 í Suður-Kóreu, en leikarnir fara fram dagana 9. til 25. febrúar næstkomandi. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) hefur Ísland fengið úthlutað kvóta fyrir einn keppanda í alpagreinum karla, einn keppanda í alpagreinum kvenna, einn keppanda í skíða¬göngu kvenna og tvo keppendur í skíðagöngu karla. Alls er því um fimm keppendur að ræða og hefur verið staðfest við FIS að Ísland muni nýta þann kvóta að fullu. Úthlutun kvóta byggir á lágmörkum og árangri íslenskra keppenda á alþjóðlegum mótum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 21. janúar 2018.Eftirtaldir keppendur verða fulltrúar Íslands á XXIII Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018: - Freydís Halla Einarsdóttir, alpagreinar kvenna – svig og stórsvig - Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig - Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga og/eða 10 km F (frjáls aðferð)* - Snorri Einarsson, skíðaganga karla – sprettganga, 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð) - Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og/eða 15km ganga F (frjáls aðferð) (Ákvörðun um keppnisgreinar þeirra Elsu Guðrúnar og Isaks Stianson verða teknar á næstu dögum, en skráningarfrestur í einstaka keppnisgreinar er til 28. janúar næstkomandi)Aðrir þátttakendur verða: Aðalfararstjóri: Andri Stefánsson Flokksstjóri skíðamanna: Jón Viðar Þorvaldsson Sjúkraþjálfari: María Magnúsdóttir Aðalþjálfari alpagreina: Egill Ingi Jónsson Aðstoðarþjálfari alpagreina: Grímur Rúnarsson Aðalþjálfari skíðagöngu: Vegard Karlstrøm Aðstoðarþjálfarar skíðagöngu: Dag Elevold og Oystein Anesen Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ verða viðstödd leikana auk þess sem að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun verða viðstödd setningarhátíð leikanna og fyrstu keppnisdaga.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira