Handbolti

Danir komnir í undanúrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sama hvað gerist á morgun þá spila Danir um verðlaun
Sama hvað gerist á morgun þá spila Danir um verðlaun vísir/epa
Eftir sigur Tékka á Makedóníumönnum í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta er ljóst að Danir eru öruggir með sæti í undanúrslitum.

Tékkar fóru með 25-24 sigur, en Makedóníumenn fengu vítakast á loka sekúndunum og hefðu getað tryggt sér stig úr leiknum. Dejan Manaskov lét verja frá sér vítið og Tékkar lönduðu sigrinum.

Danir eru fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum, en eftir sigur Tékka er öruggt að Danir munu enda í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins.



Danir eru efstir í riðlinum með sex stig. Þjóðverjar, Spánverjar og Tékkar eru allir með fjögur stig og geta jafnað Dani að stigum fari svo að Danir tapi fyrir Makedóníu. Vegna innbyrðisviðureigna munu Danir þó ekki lenda neðar en í öðru sæti, sama hvernig fer á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×