Fjögur prósent Eyþór Arnalds skrifar 24. janúar 2018 07:00 Almenningssamgöngur þarf að bæta á raunhæfan hátt. Alla daga lendir Strætó í umferðartöppum og töfum ekkert síður en fjölskyldubílar í Reykjavík. Forgangsakreinar létta þetta að hluta, en á meðan umferðin þyngist ár frá ári verður vandi Strætó áfram mikill. Sú leið hefur verið farin nú í fimm ár að taka milljarð úr framkvæmdafé Vegagerðarinnar og setja hann í tilraunverkefni sem átti að skila meiri notkun á Strætó. Um 4% ferða voru með Strætó 2013 og var markmið samningsins að sú tala færi í 8% á tíu árum. Nú, fimm árum og fimm milljörðum síðar, er hlutfallið enn þá 4% og verkefnið því fallið um sjálft sig. Þegar ég leyfði mér að benda á þessa staðreynd reyndu sumir að slá pólitískar keilur með því að halda því fram að ég hafi sett í grein að í Strætó væru „tómir vagnar“. Fóru þá margir á flug, átu hver upp eftir öðrum þótt ég hafi þetta hvergi skrifað. Það er einkenni rökþrota fólks þegar það vitnar vísvitandi ranglega í annarra manna orð. Það er einmitt svona málflutningur sem hefur fært stjórnmálin niður á svo lágt plan að almenningur ber litla sem enga virðingu fyrir stjórnmálamönnum. Við skulum horfast í augu við raunveruleikann og ræða saman út frá staðreyndum. Eingöngu þannig getum við tekist á við vandann sem fer vaxandi. Ég vil bæta almenningssamgöngur með þeim leiðum sem eru raunhæfar og markvissar og bæta leiðakerfið. Svo er hægt að styðja við ungt fólk í strætó óháð efnahag. Það gerði ég með félögum mínum í Árborg þegar við samþykktum að leyfa grunnskólabörnum að ferðast ókeypis með strætó innan sveitarfélagsins. Þeir sem ekki hafa fengið bílpróf hafa jú engan annan kost. Þetta minnkar skutl og nýtir vagnana betur. Ennfremur er það jafnréttismál að ungt fólk komist kostnaðarlítið í íþrótta- og tómstundastarf frá heimili sínu. Kannski væri hægt að læra af þessari reynslu og ná raunhæfum árangri án þess að veðja á risalausnir fyrir tugi milljarða sem verulegar efasemdir eru um að gangi upp.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Almenningssamgöngur þarf að bæta á raunhæfan hátt. Alla daga lendir Strætó í umferðartöppum og töfum ekkert síður en fjölskyldubílar í Reykjavík. Forgangsakreinar létta þetta að hluta, en á meðan umferðin þyngist ár frá ári verður vandi Strætó áfram mikill. Sú leið hefur verið farin nú í fimm ár að taka milljarð úr framkvæmdafé Vegagerðarinnar og setja hann í tilraunverkefni sem átti að skila meiri notkun á Strætó. Um 4% ferða voru með Strætó 2013 og var markmið samningsins að sú tala færi í 8% á tíu árum. Nú, fimm árum og fimm milljörðum síðar, er hlutfallið enn þá 4% og verkefnið því fallið um sjálft sig. Þegar ég leyfði mér að benda á þessa staðreynd reyndu sumir að slá pólitískar keilur með því að halda því fram að ég hafi sett í grein að í Strætó væru „tómir vagnar“. Fóru þá margir á flug, átu hver upp eftir öðrum þótt ég hafi þetta hvergi skrifað. Það er einkenni rökþrota fólks þegar það vitnar vísvitandi ranglega í annarra manna orð. Það er einmitt svona málflutningur sem hefur fært stjórnmálin niður á svo lágt plan að almenningur ber litla sem enga virðingu fyrir stjórnmálamönnum. Við skulum horfast í augu við raunveruleikann og ræða saman út frá staðreyndum. Eingöngu þannig getum við tekist á við vandann sem fer vaxandi. Ég vil bæta almenningssamgöngur með þeim leiðum sem eru raunhæfar og markvissar og bæta leiðakerfið. Svo er hægt að styðja við ungt fólk í strætó óháð efnahag. Það gerði ég með félögum mínum í Árborg þegar við samþykktum að leyfa grunnskólabörnum að ferðast ókeypis með strætó innan sveitarfélagsins. Þeir sem ekki hafa fengið bílpróf hafa jú engan annan kost. Þetta minnkar skutl og nýtir vagnana betur. Ennfremur er það jafnréttismál að ungt fólk komist kostnaðarlítið í íþrótta- og tómstundastarf frá heimili sínu. Kannski væri hægt að læra af þessari reynslu og ná raunhæfum árangri án þess að veðja á risalausnir fyrir tugi milljarða sem verulegar efasemdir eru um að gangi upp.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar