Tékkland bar sigurorð af Makedóníu í hörku spennandi leik í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu.
Liðin voru á botni riðilsins fyrir leikinn, en voru þó bæði enn í séns á að ná undanúrslitasæti. Makedóníumenn eiga nú ekki möguleika á því, en Tékkar þurfa að vinna Slóveníu á morgun og treysta á hagstæð úrslit til þess að komast í undanúrslitin.
Makedóníumenn byrjuðu leikinn betur og komust mest fjórum mörkum yfir. Munurinn var þó aðeins tvö mörk, 13-11, þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Áfram héldu Makedóníumenn í upphafi seinni hálfleiks og komu forystu sinni aftur upp í fimm mörk þegar um 40 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá fóru Tékkar hægt og rólega að minnka muninn og náðu að jafna þegar sjö mínútur lifðu af leiknum, 22-22.
Þeir komust yfir á 57. mínútu og voru einu marki yfir á lokasekúndunum. Þá var dæmt vítakast á Ondreij Zdrahala en Dejan Manaskov lét verja frá sér í stað þess að jafna leikinn og Tékkar fóru með 24-25 sigur.
Tékkar unnu dramatískan sigur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn