Sér ekki loftslagsmarkmið og olíuvinnslu ganga saman Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2018 16:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það ljóst að Vinstri Græn eru á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Mynd/samsett „Almennt séð að þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum“ Segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra en Orkustofnun tilkynnti í gær að CNOOC Iceland ehf, og Petoro Iceland AS, dótturfélög Kínversku og Norsku ríkisolíufyrirtækjanna, hefðu skilað inn leyfum sínum til kolvetnisrannsókna á svæðinu á milli Íslands og Jan Mayen og þar af leiðandi rétti til olíuvinnslu. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun metur það sem svo að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, telur að önnur fyrirtæki geti komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro Iceland.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö í gær að ákvörðun ríkisolíufyrirtækjanna hafi komið sér á óvart. Á fundi fyrir tveimur mánuðum hafi legið fyrir vilji til að halda áfram rannsóknum. Sjá: „Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík“ „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ sagði Heiðar en fyrirtækið leitar nú skýringa og vill halda áfram rannsóknum. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Guðmundur Ingi er efins um að liðkað verði fyrir frekari leyfisveitingum vegna kolvetnisrannsókna á kjörtímabilinu. „Það er alveg ljóst að Vinstri Græn eru ekki hlynnt olíuvinnslu á Drekasvæðinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að það þurfi að skoða þetta allt með loftslagsmálin í huga. Getum við virkilega gert þetta hvoru tveggja? Gert okkur gildandi í loftslagsumræðunni og loftslagsmálaflokknum og fara í olíuleit en ég sé þessi markmið ekki fara saman.“ Loftslagsmál Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Almennt séð að þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum“ Segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra en Orkustofnun tilkynnti í gær að CNOOC Iceland ehf, og Petoro Iceland AS, dótturfélög Kínversku og Norsku ríkisolíufyrirtækjanna, hefðu skilað inn leyfum sínum til kolvetnisrannsókna á svæðinu á milli Íslands og Jan Mayen og þar af leiðandi rétti til olíuvinnslu. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun metur það sem svo að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, telur að önnur fyrirtæki geti komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro Iceland.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö í gær að ákvörðun ríkisolíufyrirtækjanna hafi komið sér á óvart. Á fundi fyrir tveimur mánuðum hafi legið fyrir vilji til að halda áfram rannsóknum. Sjá: „Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík“ „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ sagði Heiðar en fyrirtækið leitar nú skýringa og vill halda áfram rannsóknum. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Guðmundur Ingi er efins um að liðkað verði fyrir frekari leyfisveitingum vegna kolvetnisrannsókna á kjörtímabilinu. „Það er alveg ljóst að Vinstri Græn eru ekki hlynnt olíuvinnslu á Drekasvæðinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að það þurfi að skoða þetta allt með loftslagsmálin í huga. Getum við virkilega gert þetta hvoru tveggja? Gert okkur gildandi í loftslagsumræðunni og loftslagsmálaflokknum og fara í olíuleit en ég sé þessi markmið ekki fara saman.“
Loftslagsmál Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira