Flóðbylgjuviðvörun eftir skjálfta 7,9 að stærð við Alaska Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2018 09:56 Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi. USGS Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Alaska og allri vesturströnd Kanada vegna gríðarmikils skjálfta, 7,9 að stærð, sem varð suður af strönd Alaska í morgun. Viðvörunin var afturkölluð um klukkan 13 að íslenskum tíma. Á síðu Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar (USGS) segir að upptök skjálftans hafi verið 278 kílómetrum suðaustur af Kodiak og á tíu kílómetra dýpi. Skjálftinn varð klukkan 9:31 að íslenskum tíma, eða um hálf eitt að nóttu til að staðartíma. Fólk á hættusvæðum, eins og á Kodiak, var hvatt til að halda inn til landsins, og halda þar kyrru fyrir. A Tsunami Watch is in effect for California, the Coast from the Cal/Mexico Boarder to the Oregon/Cal Border including the San Francisco Bay. Updates will be provided as soon as we have them#CAwx— NWS Bay Area (@NWSBayArea) January 23, 2018 Vel er fylgst með gangi mögulegum áhrifum skjálftans bæði í Bresku Kólumbíu, Alaska og víða annars staðar í norðanverðu Kyrrahafi og var fólk hvatt til að leita til fjalla af ótta við flóðbylgju. Öflugasti skjálftinn frá 1965Skjálftinn er sá öflugasti í eða við Alaska frá árinu 1986 þegar skjálfti 8,0 að stærð reið yfir. Þann 27. mars 1964, varð skjálfti 9,2 að stærð, sem varð 139 manns að bana vegna flóðbylgju og þegar byggingar eyðilögðust. Fjölmiðlar í Alaska segja að víða hafi fundist fyrir skjálftanum. Kodiak er stærsti bærinn á samnefndri eyju, en árið 2010 bjuggu þar um 13.400 manns.Að neðan má sjá tíst fréttamanns fjölmiðils í Alaska. Just called the Kodiak police departmentUnprompted: "If this is about the tsunami, going to ask you to get to higher ground.""Can you talk to a reporter?" "Keith, do we have time for a reporter right now." "No""We're going to have to call you back. Lives at stake."— Nat Herz (@Nat_Herz) January 23, 2018 Varað hefur verið við að fyrstu bylgjurnar kunni að skella á Alaska um klukkan tvö að staðartíma, eða ellefu að íslenskum tíma. A #tsunami warning is in effect for the outer coast of SE #Alaska. First waves may arrive around 2:00 AM, according to Tsunami Warning Center. Further updates may be found at https://t.co/FIgKd7XW5Y or via NOAA wx radio. #akwx— NWS Juneau (@NWSJuneau) January 23, 2018 Tue Jan 23 09:38:01 UTC 2018 event picture pic.twitter.com/AHbKZ8xPuJ— NWS Tsunami Alerts (@NWS_NTWC) January 23, 2018 Upphaflega mældist styrkur skjálftans 8,2, en á síðu USGS hefur styrkurinn nú verið lækkaður í 7,9. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá öflugasti 5,0 að stærð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:42. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Alaska og allri vesturströnd Kanada vegna gríðarmikils skjálfta, 7,9 að stærð, sem varð suður af strönd Alaska í morgun. Viðvörunin var afturkölluð um klukkan 13 að íslenskum tíma. Á síðu Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar (USGS) segir að upptök skjálftans hafi verið 278 kílómetrum suðaustur af Kodiak og á tíu kílómetra dýpi. Skjálftinn varð klukkan 9:31 að íslenskum tíma, eða um hálf eitt að nóttu til að staðartíma. Fólk á hættusvæðum, eins og á Kodiak, var hvatt til að halda inn til landsins, og halda þar kyrru fyrir. A Tsunami Watch is in effect for California, the Coast from the Cal/Mexico Boarder to the Oregon/Cal Border including the San Francisco Bay. Updates will be provided as soon as we have them#CAwx— NWS Bay Area (@NWSBayArea) January 23, 2018 Vel er fylgst með gangi mögulegum áhrifum skjálftans bæði í Bresku Kólumbíu, Alaska og víða annars staðar í norðanverðu Kyrrahafi og var fólk hvatt til að leita til fjalla af ótta við flóðbylgju. Öflugasti skjálftinn frá 1965Skjálftinn er sá öflugasti í eða við Alaska frá árinu 1986 þegar skjálfti 8,0 að stærð reið yfir. Þann 27. mars 1964, varð skjálfti 9,2 að stærð, sem varð 139 manns að bana vegna flóðbylgju og þegar byggingar eyðilögðust. Fjölmiðlar í Alaska segja að víða hafi fundist fyrir skjálftanum. Kodiak er stærsti bærinn á samnefndri eyju, en árið 2010 bjuggu þar um 13.400 manns.Að neðan má sjá tíst fréttamanns fjölmiðils í Alaska. Just called the Kodiak police departmentUnprompted: "If this is about the tsunami, going to ask you to get to higher ground.""Can you talk to a reporter?" "Keith, do we have time for a reporter right now." "No""We're going to have to call you back. Lives at stake."— Nat Herz (@Nat_Herz) January 23, 2018 Varað hefur verið við að fyrstu bylgjurnar kunni að skella á Alaska um klukkan tvö að staðartíma, eða ellefu að íslenskum tíma. A #tsunami warning is in effect for the outer coast of SE #Alaska. First waves may arrive around 2:00 AM, according to Tsunami Warning Center. Further updates may be found at https://t.co/FIgKd7XW5Y or via NOAA wx radio. #akwx— NWS Juneau (@NWSJuneau) January 23, 2018 Tue Jan 23 09:38:01 UTC 2018 event picture pic.twitter.com/AHbKZ8xPuJ— NWS Tsunami Alerts (@NWS_NTWC) January 23, 2018 Upphaflega mældist styrkur skjálftans 8,2, en á síðu USGS hefur styrkurinn nú verið lækkaður í 7,9. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá öflugasti 5,0 að stærð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:42.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira