Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 10:00 Stelpurnar í bandaríska fimleikaliðinu sem vann ÓL-gull í London 2012. Fjórar þeirra voru misnotaðar af Nassar. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. Læknirinn Larry Nassar er á leiðinni í fangelsi en það er líka ljóst að miklar breytingar eru framundan hjá bandaríska fimleikasambandinu. Það hefur þó tekið sinn tíma að fá fólk hjá sambandinu til að taka ábyrgð á málinu en eftir að hver konan á fætur annarri hefur komið fram og sagt frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassar þá ákvað forystufólk sambandsins að segja af sér. Þrír hátt settir stjórnarmenn bandaríska fimleikasambandsins létu af störfum í gær en það eru formaður fimleikasambandsins Paul Parilla,, varaformaðurinn Jay Binder og gjaldkerinn Bitsy Kelley. NBC segir frá. Síðast en ekki síst þá hefur John Geddert, þjálfara fimleikalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og nánum samstarfsmanni Larry Nassar, verið vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á málum hans. Fjórir liðsmenn bandaríska liðsins sem vann Ólympíugullið í London 2012, Aly Raisman, Jordyn Wieber, Gabby Douglas og McKayla Maroney, eru meðal þeirra sem voru misnotaðar af Larry Nassar. Meira en hundrað konur hafa sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni Larry Nassar. Hann hefur sjálfur játað á sig tíu kynferðisbrot og gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Talsmaður bandarísku Ólympíunefndarnnar greindi einnig frá því að háttsettir menn innan nefndarinnar hefðu beðið Parilla um að segja af sér 11. janúar síðastliðinn á sérstökum fundi í Colorado. „Við styðjum ákvörðun þeirra að segja af sér á þessum tímapunkti,“ sagði Kerry Perry, sem er núverandi forseti og framkvæmdastjóri bandaríska fimleiksambandsins. „Við trúum því að þetta skref muni gefa okkur betra tækifæri til að koma á breytingum innan sambandsins,“ sagði Perry. Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. Læknirinn Larry Nassar er á leiðinni í fangelsi en það er líka ljóst að miklar breytingar eru framundan hjá bandaríska fimleikasambandinu. Það hefur þó tekið sinn tíma að fá fólk hjá sambandinu til að taka ábyrgð á málinu en eftir að hver konan á fætur annarri hefur komið fram og sagt frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassar þá ákvað forystufólk sambandsins að segja af sér. Þrír hátt settir stjórnarmenn bandaríska fimleikasambandsins létu af störfum í gær en það eru formaður fimleikasambandsins Paul Parilla,, varaformaðurinn Jay Binder og gjaldkerinn Bitsy Kelley. NBC segir frá. Síðast en ekki síst þá hefur John Geddert, þjálfara fimleikalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og nánum samstarfsmanni Larry Nassar, verið vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á málum hans. Fjórir liðsmenn bandaríska liðsins sem vann Ólympíugullið í London 2012, Aly Raisman, Jordyn Wieber, Gabby Douglas og McKayla Maroney, eru meðal þeirra sem voru misnotaðar af Larry Nassar. Meira en hundrað konur hafa sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni Larry Nassar. Hann hefur sjálfur játað á sig tíu kynferðisbrot og gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Talsmaður bandarísku Ólympíunefndarnnar greindi einnig frá því að háttsettir menn innan nefndarinnar hefðu beðið Parilla um að segja af sér 11. janúar síðastliðinn á sérstökum fundi í Colorado. „Við styðjum ákvörðun þeirra að segja af sér á þessum tímapunkti,“ sagði Kerry Perry, sem er núverandi forseti og framkvæmdastjóri bandaríska fimleiksambandsins. „Við trúum því að þetta skref muni gefa okkur betra tækifæri til að koma á breytingum innan sambandsins,“ sagði Perry.
Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Sjá meira
Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30
Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44