Handbolti

„Íslenski“ Daninn gerði meira gegn Evrópumeisturunum en á öllu EM þar á undan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hans Óttar Lindberg.
Hans Óttar Lindberg. Vísir/Getty
Hornamaðurinn Hans Óttar Lindberg á íslenska foreldra en hefur alla tíð spilað með danska handboltalandsliðinu. Í gær sýndi hann mikilvægi sitt í sigri Dana á Evrópumeisturum Þýskalands.

Danir eru í góðri stöðu í milliriðli sínum á EM í Króatíu eftir 26-25 sigur á Þýskalandi í gær en Danir hafa þar með sex stig þegar þeir eiga einn leik eftir.

Danska liðið fékk níu mörk frá Hans Óttar Lindberg í leiknum í gær eða tveimur mörkum meira en hann hafði skorað samanlagt í fyrstu fjórum leikjum liðsins á mótinu.

Fyrir leikinn á móti Evrópumeisturum Þýskalands þá hafði Hans skorað „aðeins“ 7 mörk úr 10 skotum í fjórum leikjum eða undir tvö mörk að meðaltali í leik. Í gær skoraði hann 9 mörk úr aðeins 11 skotum og var markahæsti leikmaður danska liðsins.





 

Hans Óttar skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum danska liðsins í leiknum, hann skoraði þrjú dönsk mörk í röð þegar liðið janfaði metin í 15-15 og þá skoraði hann síðustu tvö mörk Dana í leiknum.

„Íslenski“ Daninn var líka valinn maður leiksins í leikslok enda var það án vafa hann sem gerði útslagið gegn Evrópumeisturunum og fór með því því langt með að koma danska landsliðinu í undanúrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×