Um viðhald fasteigna og húsbók fjölbýlishúsa Daníel Árnason skrifar 22. janúar 2018 09:00 Mikil verðmæti eru fólgin í fasteignum landsmanna sem sést m.a. af því að í árslok 2016 nam verðmæti vátryggðra fasteigna hjá Viðlagatryggingu Íslands 8.015 milljörðum króna. Til að tryggja að verðmæti fasteigna rýrni ekki þarf að sinna viðhaldi þeirra vel og skipulega en þar er því miður víða pottur brotinn hérlendis. Eins og nýleg dæmi sanna hefur „íslenska aðferðin“ oftar en ekki verið sú að bíða með viðhald og viðgerðir fasteigna þar til í óefni er komið, með tilheyrandi aukakostnaði og raski sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglubundnu viðhaldi og skipulagðari vinnubrögðum. Þegar keyptur er notaður bíll fer hann gjarnan í gegnum söluskoðun, honum fylgir smurbók, vottorð um tjónasögu og ennfremur fær hugsanlegur kaupandi að setjast undir stýri og prófa ökutækið. Auka þarf kröfur um upplýsingaskyldu Þessu er alls ekki svona farið þegar um er að ræða fasteignaviðskipti. Þrátt fyrir takmarkaða möguleika kaupanda til að sannreyna ástand og eiginleika húss, hvílir ábyrgðin og skoðunarskylda fyrst og fremst á kaupanda. Seljanda er einungis skylt að upplýsa um yfirstandandi eða formlega samþykktar viðhaldsframkvæmdir. Í þessum samanburði við bílaviðskiptin er einnig rétt að minna á að í fasteignaviðskiptum er oft verið að meðhöndla ævisparnað og lífeyrissjóð einstaklinga og fjölskyldna. Með öðrum orðum, fasteignaviðskiptum fylgir of oft áhætta, áhætta sem ekki er reynt að draga úr með auknum kröfum um upplýsingaskyldu af hálfu seljanda. Það verður að teljast eðlileg krafa að samhliða sölu á notaðri fasteign fylgi ástandslýsing hennar og viðhaldssaga og rétt að hvetja löggjafann til að bæta úr hvað þetta varðar. Til að brjótast út úr þessum vítahring er eðlilegt að leggja áherslu á að safna skipulega hagnýtum upplýsingum um fasteignir til að birta með sölugögnum og veita þannig sem besta yfirsýn yfir ástand viðkomandi fasteignar. „Þjónustubók“ fjöleignarhúsa Æskilegt er að festa í lög ákvæði um upplýsingaskyldu af þessu tagi. Þar koma eflaust margar leiðir til greina, en sem dæmi um nálgun vil ég leyfa mér að nefna eins konar „þjónustubók“ fjöleignarhúsa, þar sem íbúar húsfélags geta nálgast á einum stað allar upplýsingar um umgengis- og öryggismál sinnar húseignar, ásamt hagnýtum upplýsingum, s.s. um fjármál, byggingarsögu og viðhald. Það er trú mín að slík húsbók leiði til betra fyrirkomulags fasteignaviðhalds og meiri reglufestu í fjölbýlishúsum og geti því vel nýst sem innlegg í endurskoðun á lögum og reglum um fjöleignahús. Jafnframt yrði húsbókin ómetanlegt tæki við kaup og sölu íbúða í fjölbýlishúsum – því þar væru aðgengilegar á einum stað allar upplýsingar um viðkomandi eign og viðhaldssögu hennar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Mikil verðmæti eru fólgin í fasteignum landsmanna sem sést m.a. af því að í árslok 2016 nam verðmæti vátryggðra fasteigna hjá Viðlagatryggingu Íslands 8.015 milljörðum króna. Til að tryggja að verðmæti fasteigna rýrni ekki þarf að sinna viðhaldi þeirra vel og skipulega en þar er því miður víða pottur brotinn hérlendis. Eins og nýleg dæmi sanna hefur „íslenska aðferðin“ oftar en ekki verið sú að bíða með viðhald og viðgerðir fasteigna þar til í óefni er komið, með tilheyrandi aukakostnaði og raski sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglubundnu viðhaldi og skipulagðari vinnubrögðum. Þegar keyptur er notaður bíll fer hann gjarnan í gegnum söluskoðun, honum fylgir smurbók, vottorð um tjónasögu og ennfremur fær hugsanlegur kaupandi að setjast undir stýri og prófa ökutækið. Auka þarf kröfur um upplýsingaskyldu Þessu er alls ekki svona farið þegar um er að ræða fasteignaviðskipti. Þrátt fyrir takmarkaða möguleika kaupanda til að sannreyna ástand og eiginleika húss, hvílir ábyrgðin og skoðunarskylda fyrst og fremst á kaupanda. Seljanda er einungis skylt að upplýsa um yfirstandandi eða formlega samþykktar viðhaldsframkvæmdir. Í þessum samanburði við bílaviðskiptin er einnig rétt að minna á að í fasteignaviðskiptum er oft verið að meðhöndla ævisparnað og lífeyrissjóð einstaklinga og fjölskyldna. Með öðrum orðum, fasteignaviðskiptum fylgir of oft áhætta, áhætta sem ekki er reynt að draga úr með auknum kröfum um upplýsingaskyldu af hálfu seljanda. Það verður að teljast eðlileg krafa að samhliða sölu á notaðri fasteign fylgi ástandslýsing hennar og viðhaldssaga og rétt að hvetja löggjafann til að bæta úr hvað þetta varðar. Til að brjótast út úr þessum vítahring er eðlilegt að leggja áherslu á að safna skipulega hagnýtum upplýsingum um fasteignir til að birta með sölugögnum og veita þannig sem besta yfirsýn yfir ástand viðkomandi fasteignar. „Þjónustubók“ fjöleignarhúsa Æskilegt er að festa í lög ákvæði um upplýsingaskyldu af þessu tagi. Þar koma eflaust margar leiðir til greina, en sem dæmi um nálgun vil ég leyfa mér að nefna eins konar „þjónustubók“ fjöleignarhúsa, þar sem íbúar húsfélags geta nálgast á einum stað allar upplýsingar um umgengis- og öryggismál sinnar húseignar, ásamt hagnýtum upplýsingum, s.s. um fjármál, byggingarsögu og viðhald. Það er trú mín að slík húsbók leiði til betra fyrirkomulags fasteignaviðhalds og meiri reglufestu í fjölbýlishúsum og geti því vel nýst sem innlegg í endurskoðun á lögum og reglum um fjöleignahús. Jafnframt yrði húsbókin ómetanlegt tæki við kaup og sölu íbúða í fjölbýlishúsum – því þar væru aðgengilegar á einum stað allar upplýsingar um viðkomandi eign og viðhaldssögu hennar!
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun